Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, gerði rætur Samfylkingarinnar að umtalsefni í ræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar í dag, og sagði sögu R-listans í Reykjavík sýna vel, að „stórkostlegar“ breytingar gætu átt sér stað.
Nefndi hann meðal annars uppbyggingu leikskólana, kvennfrelsisstefnu og víðtækar breytingar í átt til sterkari félagslegra innviða, sem dæmi um hverju hefði verið komið til leiðar í Reykjavíki undir forystu R-listans, sem Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra, í broddi fylkingar.
Hann hvatti flokksmenn til samstöðu, og sagði byr í seglum Samfylkinginnar. Hann sagði stöðuna álitlega fyrir kosningavorið.
„Samfylkingin er á fljúgandi ferð; við erum á leiðinni - og við erum að koma til baka; stærri og sterkari samfylking jafnaðarmanna; kjölfestuflokkur sem rúmar alls konar sjónarmið - frá miðju og til vinstri, eins og vera ber - og skapar raunverulegt, öflugt mótvægi við harðasta hægrið á Íslandi. Þetta er okkar hlutverk - og við megum ekki bregðast. Ef við stöndum saman þá getum við endurheimt fyrri styrk - við getum það! - og ég er fullviss um að það munum við gera. Þetta gerðum við í borginni í síðustu borgarstjórnarkosningunum. Við byrjuðum kosningabaráttuna í 20% og enduðum í 32% í maí. Nú erum við í 27% - og allt vorið eftir. Þetta gerðum við í borginni í síðustu borgarstjórnarkosningunum. Við byrjuðum kosningabaráttuna í 20% og enduðum í 32% í maí. Nú erum við í 27% - og allt vorið eftir,“ sagði Dagur.
Dagur sagði að R-listinn hefði gjörbreytt stjórnkerfi borgarinnar og það væri erfitt fyrir andstæðinga Samfylkingarinnar. Þá væri uppbyggingin í borginni sú mesta í sögu hennar, og það væri unnið eftir því að skapa fjölbreytt og kraftmikið samfélag, þar sem allir gætu notið sín. Með nútímavæðingu borgarinnar og gagngerri tiltekt í allri yfirstjórninni breytti Reykjavíkurlistinn borgarkerfinu úr því að vera spillt og ógagnsætt úthlutunarkerfi valdhafanna og tók upp kerfi sem grundvallaðist á skýrum reglum og faglegum vinnubrögðum. Þetta er það sem andstæðingar okkar kalla endalausa ferla og yfirbyggingu. En þetta heitir á íslensku: Jafnræði og gagnsæjar leikreglur komu í stað flokksskírteina. Minna fúsk og meiri fagmennska,“ sagði Dagur.