Donald J. Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt um tollar verði hækkaðir á innflutt ál og stál. Með þessu hyggst hann efla stál- og áliðnað í Bandaríkjunum, með það að markmiði að örva hagkerfið og fjölga störfum. Hann vill að það sé bandarískt ál og stál sem sé notað í framleiðslu í Bandaríkjunum.
Ekki hefur verið nákvæmlega útfært ennþá, hvernig staðið verður að tollahækkuninni, en Trump gaf í skyn að tollar á stál myndu hækka mun meira en á álið. Hækkunin yrði um allt að 25 prósent á stál og 10 prósent á áli.
Our Steel and Aluminum industries (and many others) have been decimated by decades of unfair trade and bad policy with countries from around the world. We must not let our country, companies and workers be taken advantage of any longer. We want free, fair and SMART TRADE!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 1, 2018
Óhætt er að segja að bandarískur efnahagur sé háður stál- og álframleiðslu í öðrum ríkjum, því innflutningurinn á þessum tveimur burðarvirkjum í málmiðnaði hefur orðið mestur um sexfallt meiri en útflutningur á árs grundvelli.
Bandarískur bílaiðnaður hefur varað við því að gripið sé til þessara aðgerða þar sem slíkt gæti dregið úr samkeppnishæfni bandarísk bílaiðnaðar og kallað á mótaðgerðir annarra ríkja, eins og Kína. Með því gætu markaðir lokast og það gæti svo leitt til þess að aðgerðirnar færu þvert gegn markmiðum sínum, þannig að störfum myndi í reynd fækka.
Trump hefur talað fyrir nauðsyn þess að beita verndartollum til að örva bandaríska hagkerfið, og hefur það þegar verið leitt í regluverk, að tollar á innfluttar vörur, eins og þvottavélar, hafa hækkað mikið, eða um meira en 30 prósent.