Trump vill bandarískt ál og stál

Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að beita verndartollum til að styrkja grunnatvinnuvegina heima fyrir.

Donald Trump
Auglýsing

Don­ald J. Trump Banda­ríkja­for­seti hefur til­kynnt um tollar verði hækk­aðir á inn­flutt ál og stál. Með þessu hyggst hann efla stál- og áliðnað í Banda­ríkj­un­um, með það að mark­miði að örva hag­kerfið og fjölga störf­um. Hann vill að það sé banda­rískt ál og stál sem sé notað í fram­leiðslu í Banda­ríkj­un­um.

Ekki hefur verið nákvæm­lega útfært enn­þá, hvernig staðið verður að tolla­hækk­un­inni, en Trump gaf í skyn að tollar á stál myndu hækka mun meira en á álið. Hækk­unin yrði um allt að 25 pró­sent á stál og 10 pró­sent á áli.

Auglýsing


Óhætt er að segja að banda­rískur efna­hagur sé háður stál- og álf­ram­leiðslu í öðrum ríkj­um, því inn­flutn­ing­ur­inn á þessum tveimur burð­ar­virkjum í málm­iðn­aði hefur orðið mestur um sex­fallt meiri en útflutn­ingur á árs grund­velli. 

Banda­rískur bíla­iðn­aður hefur varað við því að gripið sé til þess­ara aðgerða þar sem slíkt gæti dregið úr sam­keppn­is­hæfni banda­rísk bíla­iðn­aðar og kallað á mót­að­gerðir ann­arra ríkja, eins og Kína. Með því gætu mark­aðir lok­ast og það gæti svo leitt til þess að aðgerð­irnar færu þvert gegn mark­miðum sín­um, þannig að störfum myndi í reynd fækk­a. 

Trump hefur talað fyrir nauð­syn þess að beita vernd­ar­tollum til að örva banda­ríska hag­kerf­ið, og hefur það þegar verið leitt í reglu­verk, að tollar á inn­fluttar vör­ur, eins og þvotta­vél­ar, hafa hækkað mik­ið, eða um meira en 30 pró­sent. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Arnalds
Loftslag og landnýting: Yfirdrifin viðbrögð við sjónvarpsþætti
Kjarninn 14. apríl 2021
Segir að nú þurfi „að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða“ og hækka þar með fæðingartíðni
Þingmaður Viðreisnar hvatti fólk til að ferðast í svefnherberginu á þingi í dag því velferðarsamfélagið geti ekki staðið undir sér ef fólk hættir að eignast börn. Fæðingartíðni er nú um 1,7 en þarf að vera 2,1 til að viðhalda mannfjöldanum.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent