Logi: Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa gefið Sjálfstæðisflokknum allt of mikil völd í gegnum tíðina

Formaður Samfylkingarinnar skýtur föstum skotum að ríkisstjórninni í stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins.

Logi Már Einarsson
Logi Már Einarsson
Auglýsing

Íslenskir stjórn­mála­flokkar hafa gefið Sjálf­stæð­is­flokknum allt of mikil völd í gegnum tíð­ina. Í krafti 30 pró­sent fylgis hefur hann setið í allt of mörgum rík­is­stjórn­um; þrátt fyrir að 70 pró­sent þjóð­ar­innar hugn­ist hvorki við­horf hans, né stefna.

Þetta segir Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í stefnu­ræðu sinni rétt í þessu á lands­fundi flokks­ins sem hald­inn er um helg­ina. 

Hann segir enn­fremur að það sama sé upp á ten­ingnum í mörgum sveit­ar­stjórn­um. Félags­hyggju­flokkar verði að átta sig á þessu og leita allra mögu­legra leiða til að vinna sam­an.

Auglýsing

„Þannig tök­umst við best á við flókna og breytta fram­tíð og tryggjum almenn­ingi betri lífs­kjör. Okkur greinir vissu­lega á um fullt af hlutum en um stór mál getum við sam­ein­ast. Ég nefni aukin jöfn­uð, sterkt opin­bert mennta- og heil­brigð­is­kerfi, rétt­látt afgjald af auð­lindum og nýja stjórn­ar­skrá.

Ef okkur auðn­ast þetta ekki höldum við áfram að vera á víxl, fylgitungl Sjálf­stæð­is­flokks­ins, með vel þekktum afleið­ing­um, bæði fyrir flokk­ana en sér­stak­lega fyrir sam­fé­lag­ið. Þessu ætlum við að breyta,“ segir Log­i. 

Eigna­ó­jöfn­uður vanda­mál

Logi segir að tekju­jöfn­uður á Íslandi sé með því sem mesta sem ger­ist í heim­in­um, jafn­rétti kynj­anna sömu­leiðis og aðbún­aður almenn­ings allur ann­ar. Þetta sýni að það sé hægt að breyta hlutum til hins betra. En þó að almenn lífs­kjör hafi batnað mik­ið, sé enn mikið ógert og þá skiptir máli hvaða flokkar stjórni.

„Við lifum hvorki né hrærumst í með­al­tölum eða vísi­töl­um. Hver og einn sem getur ekki fram­fleytt sér skiptir máli. ­Mik­ill fjöldi venju­legs launa­fólks, aldr­aðra og öryrkja á nær ekki endum saman og þarf jafn­vel að neita sér um lækn­is­þjón­ustu eða annað sem telst til sjálf­sagðra hluta í dag. ­Eign­ar­staða ungs fólks er slæm og margar barna­fjöl­skyldur hrekj­ast um á dýrum og ótryggum leigu­mark­aði, með vondum afleið­ingum fyrir fjöl­skyldu­lífið og börn­in,“ segir hann. 

Jafn­vel þó það sé nauð­syn­legt að hækka laun og líf­eyri þeirra verst settu segir tekju­jöfn­uður aðeins hluta sög­unn­ar. Eigna­ó­jöfn­uður sé alvar­legt vanda­mál í heim­inum en í dag eigi til dæmis 5 pró­sent Íslend­inga jafn miklar eignir og hin 95 pró­sent­in. Þessi ójöfn­uður sé stöðugt að aukast og auð­ur­inn fær­ist auk þess á æ færri hend­ur.

„Sam­hliða þess­ari gríð­ar­legu sam­þjöppun auðs hafa þeir eigna­mestu hreiðrað um sig á öllum sviðum sam­fé­lags­ins sam­tím­is. Í útgerð, bönk­um, orku­fyr­ir­tækj­um, trygg­ing­ar­fé­lögum dag­blöðum og nú síð­ast á hús­næð­is­mark­að­i,“ segir Log­i. 

Rík­is­stjórnin stendur ekki við lof­orð sín

Logi segir jafn­framt að hingað til bendi ekk­ert til þess að núver­andi rík­is­stjórn ætli að ráð­ast gegn auk­inni mis­skipt­ingu. Og raunar segi í nýlegri ályktun mið­stjórnar ASÍ: „Í rann­sókn hag­deildar ASÍ á þróun skatt­byrði launa­fólks síð­ast­liðin 20 ár kemur skýrt fram að skatt­byrði launa­fólks hefur auk­ist og þeim mun meira eftir því sem tekj­urnar eru lægri. Það eru því mikil von­brigði að ekki sé brugð­ist við þess­ari þróun í fjár­laga­frum­varp­inu heldur þvert á móti haldið áfram á sömu braut með því að lækka útgjöld til barna­bóta, vaxta­bóta og hús­næð­is­bóta. Tekju­ó­jöfn­uður mun halda áfram að aukast þar sem dregið er enn frekar úr jöfn­un­ar­hlut­verki skatt­kerf­is­ins.“

Og það sem verra er, að mati Loga, þá skilar rík­is­stjórnin auðu þegar kemur að þeim verst settu, öldruð­um, öryrkjum og ungum barna­fjöl­skyld­um. Hann segir að þau séu látin bíða áfram. Ekki sé staðið við marg­ít­rekuð lof­orð um að styrkja inn­viði og almanna­þjón­ustu. Rík­is­stjórnin bjóði hvorki upp á trú­verð­uga lífs­kjara­sókn eða leið til auk­ins félags­legs stöð­ug­leika.

Ábyrgð­inni á hvoru tveggja sé varpað yfir á stétta­fé­lög. Það félags­lega öryggi, sem er talið sjálf­sagt í nágranna­lönd­un­um, ætli rík­is­stjórnin að nota sem skipti­mynd í kjara­samn­ing­um. En það sem valdi ekki síst áhyggjum sé efna­hags­stjórn­in. Til þess að ráð­ast í vel­ferðar útgjöld þurfi að afla var­an­legra tekna. Ekki freist­ast til þess að nota forð­ann, sem sé jafn hverf­ull og íslenskt veð­ur.

Afleið­ingj­unum velt yfir á næstu rík­is­stjórn

Logi telur að á toppi hag­sveiflu sé réttur tími til þess að auka tekjur og nota þær til að jafna kjörin og styrkja vel­ferð­ina. Það sé auk þess skyn­sam­legt, til þess að lækka vexti, halda aftur af verð­bólgu og milda næstu nið­ur­sveiflu, Ef þetta er ekki gert, og þegar hin mögru ár koma, hafi reynslan kennt okkur að það fyrsta sem lendir undir hnífnum er vel­ferð­in.

„Rík­is­stjórnin ætlar sem sagt að setj­ast í sófann, éta úr ísskápnum og hirða ekki um að fara út og draga björg í bú. Afleið­ingum þess er velt yfir á næstu rík­is­stjórn. Auk þessa gefur hún eftir yfir 20 millj­arða króna frá síð­ustu fram­lögðu fjár­lög­um. Þær tekjur hefðu sann­ar­lega nýst til aðgerða gegn fátækt,“ segir hann. 

Afleið­ing­arnar séu fyr­ir­sjá­an­leg­ar, meðal ann­ars þær sem Seðla­bank­inn nefn­ir: „Minna aðhald í rík­is­fjár­mál­unum mun því óhjá­kvæmi­lega hafa í för með sér að vextir og gengi krón­unnar verða hærri en ella hefði orð­ið.“

Lyk­ill­inn að ná góðum samn­ingi við Evr­ópu­sam­bandið

Logi segir að for­senda þess að hægt sé að tryggja gott vel­ferð­ar­kerfi sé traust og og líf­legt atvinnu­líf, byggt á frum­kvæði ein­stak­lings­ins og frjálsri sam­keppn­i. Hags­munir þess og almenn­ings séu best tryggðir með auknum sam­skiptum við umheim­inn. Hann segir að Íslend­ingar þurfi að ná góðum samn­ingi við Evr­ópu­sam­bandið og taka upp stærri og stöðugri gjald­miðil í fyll­ingu tím­ans.

„Það er einn helsti lyk­ill­inn að því að því að búa fjöl­skyldum öryggi og fram­sæknum fyr­ir­tækjum við­un­andi skil­yrð­i. Við verðum að vera nógu skyn­söm til að horfa til fram­tíðar og nógu djörf til að fjár­festa í henn­i,“ segir hann. 

Rót­tækar breyt­ingar á skatta­kerf­inu

Logi telur að skoða þurfi rót­tækar breyt­ingar á skatt­kerf­inu, til að hindra að ágóð­inn af tækni­þró­un­inni verði ekki allur eftir hjá fyr­ir­tækj­un­um. Slíkt mundi leiða til þess að stjórn­völd réðu ekki við að halda upp öfl­ugu vel­ferð­ar­kerfi og bilið milli þeirra efna­meiri og snauðu, næði áður óþekktum hæð­um. Íslend­ingar verði að sjálf­sögðu að vinna sína heima­vinnu en úti­lokað sé að mæta þess­ari áskorun nema í víð­tæku alþjóð­legu sam­starfi.

Hins vegar verði Íslend­ingar að fjár­festa miklu meira í mennt­un. ­Skóla­starf þurfi að taka mið af þess­ari nálægu fram­tíð. Menntun verði hluti af til­ver­unni, með einum eða öðrum hætti alla ævi, og Íslend­ingar verði að leggja enn meiri áherslu á tækni­grein­ar, skap­andi skap­andi hugs­un; líka menn­ingu og list­ir.

Ríkt land eins og Ísland á að gera betur

Logi segir að Íslend­ingar þurfi líka að glíma við flókn­ari sið­ferð­is­spurn­ing­ar. Hver er réttur okkar til einka­lífs, upp­lýs­inga og hver er réttur mis­mun­andi hópa til að við­halda menn­ingu sinni og trú? 

Hann spyr sig hvort Íslend­ingar eigi, og hversu mikið þá, að leggja að mörkum til þess hluta jarð­ar­búa sem býr við hung­ur, er á flótta undan hörm­ungum og stríði eða eru í örvænt­ing­ar­fullri leit eftir öryggi og betra lífi. Hann segir að svarið sé já, auð­vitað og ríkt land eins og Ísland eigi að gera miklu bet­ur. „Við stöndum einnig frammi fyrir þeirri stað­reynd að far­sæl fram­tíð mann­kyns er háð því að við lítum á hvert annað sem systkin og eigum allt undir því að vinna sam­an. Til­búin landa­mæri, trú eða lit­ar­háttur fá engu um það breytt,“ segir hann. 

„Þær fréttir ber­ast frá nágranna­löndum okkar að setja eigi lög, sem brjóta gróf­lega mann­rétt­indi á stórum hóp­um. Jafn­vel syst­ur­flokkur okkar í Dan­mörku hefur boðað stefnu sem er í mörgu mann­fjand­sam­leg. Við skulum ein­setja okkur að falla aldrei í þá freistni að gefa afslátt af mann­úð, í örvænt­inga­fullri til­raun til að stækka flokk­inn.“

Enn­fremur telur hann að stærsta og aug­ljós­asta fyrsta skrefið til að sið­væð­ingar stjórn­mála og sam­fé­lags­ins sé að breyta stjórn­ar­skránni, þannig að hún byggi á til­lögum stjórn­laga­ráðs. „Við skulum beita okkur fyrir því,“ segir hann. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent