Þorsteinn Víglundsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis varaformanns Viðreisnar á landsþingi flokksins um næstu helgi.
Hann greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í morgun.
„Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá stofnun flokksins hefur Viðreisn sýnt í verki að við höfum kjark og dug til að ráðast í þær breytingar sem nauðsynlegar eru á íslensku samfélagi svo að lífskjör verði hér áfram í fremstu röð. Við viljum berjast fyrir frjálslyndu, umburðarlyndu og opnu samfélagi þar sem allir fá notið jöfnuðar og jafnra tækifæra.
Þar sem frelsi er í fyrirrúmi í stað forræðishyggju. Þar sem öflugt velferðarkerfi er í forgangi ásamt menntun og fjölbreyttri menningu. Þar sem frjáls og öflug samkeppni ríkir á öllum sviðum viðskiptalífs. Þar sem matvælaverð og vaxtastig er sambærilegt og í nágrannalöndum okkar. Í stuttu máli að Ísland sé land frábært land fólk að búa í, fyrir alls konar fólk, unga sem aldna, konur sem kalla, hinsegin eða svona, innfædda sem aðflutta,“ segir Þorsteinn í Facebook-færslu sinni.
Þorsteinn er búinn að vera þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2016 fyrir Viðreisn og var hann félags- og jafnréttismálaráðherra í síðustu ríkisstjórn.
Kæru vinir, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns Viðreisnar á landsþingi flokksins um næstu...
Posted by Þorsteinn Viglundsson on Saturday, March 3, 2018