Sjálfstæðisflokkurinn vill kanna möguleika á samgöngumiðstöð við Kringluna

Niðurstaða Reykjavíkurfundar liggur fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn vill m.a. einfalda stjórnkerfi borgarinnar og fækka borgarfulltrúum.

Hildur Björnsdóttir og Eyþór Laxdal Arnalds
Hildur Björnsdóttir og Eyþór Laxdal Arnalds
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill gera stór­á­tak í sam­göngu­málum í Reykja­vík svo minnka megi tafir í umferð­inni. Þetta kemur fram í Reykja­vík­ur­sátt­mála sem sam­þykkur var á Reykja­vík­ur­fundi sem hald­inn var í Val­höll í gær. Vörður full­trúa­ráð Sjálf­stæð­is­fé­lag­anna í Reykja­vík stóð fyrir fund­inum en á annað hund­rað manns sóttu fund­inn. 

Sam­kvæmt sátt­mál­anum þarf að bæta þjóð­vegi í Reykja­vík í sam­starfi við ríkið svo hættu­legum gatna­mótum fækki. Segja þurfi upp samn­ingi við ríkið um fram­kvæmd­ar­stopp svo ljúka megi löngu tíma­bærum end­ur­bótum á gatna­kerf­inu og efla strætó og gera hann þjón­ustu­vænni svo almenn­ings­sam­göngur verði raun­hæfur val­kostur fyrir fleiri.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill að skoð­aðir verði mögu­leikar á sam­göngu­mið­stöð við Kringl­una. Enn­fremur segir í sátt­mál­anum að bæta þurfi ferða­þjón­ustu aldr­aðra og fatl­aðra og að lokið verði þeirri upp­bygg­ingu á Land­spít­ala­lóð sem komin er á fram­kvæmda­stig.

Auglýsing

Fækka borg­ar­full­trúum úr 23 í 15

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ætlar sér að ein­falda stjórn­kerfi borg­ar­innar og bæta þjón­ustu við íbú­ana með styttri boð­leið­um. Í sátt­mál­anum segir að stjórn­kerfið eigi að þjóna íbúum Reykja­vík­ur. Jafn­framt skuli fækka borg­ar­full­trúum úr 23 í 15.

Rekstr­ar­staðan verði meðal ann­ars styrkt með auknu fram­boði lóða og hætta skuli skulda­söfnun og álögur á borg­ar­búa lækk­að­ar. Aðal­skipu­lag verði tekið upp strax í upp­hafi nýs kjör­tíma­bils.

Reykja­vík­ur­borg skuli jafn­framt tryggja nægj­an­legt fram­boð af lóð­um. „Við Keldur rís fjöl­skyldu­vænt hverfi. Nýstár­leg og spenn­andi byggð rís í Örfiris­ey. Áhersla er á að klára upp­bygg­ingu í Úlf­arsár­dal. Hafin verður vinna við skipu­lagn­ingu byggðar í Geld­inga­nes­i,“ segir í sátt­mál­an­um. 

Inn­viða­gjald fellt niður

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill að inn­viða­gjald verði fellt niður og að lögð verði áhersla hag­kvæma íbúða­kosti. Í sátt­mál­anum segir að Reykja­vík­ur­borg þurfi að end­ur­heimta stöðu sína sem besti kostur fyrir nýsköpun og atvinnu­rekst­ur. Enn­fremur segir að farið verði í stað­ar­vals­grein­ingu fyrir fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu sjúkra­hús­þjón­ustu í borg­inni og að flug­völl­ur­inn verði í Vatns­mýr­inni þar sem ekki liggi fyrir annar kost­ur.

Flokk­ur­inn vill að sveigj­an­leiki milli skóla­stiga verði auk­inn og val­kostum fjölgað í rekstr­ar­formi. „Styrkja þarf lestr­ar­nám í sam­vinnu við kenn­ara. Gera þarf sér­stakt átak í mál­efnum barna af erlendum upp­runa. Farið verður í átak til að draga úr mann­eklu með því að bæta starfs­um­hverfi og auka sveigj­an­leika í starfi. Börnum frá 12 mán­aða aldri verði tryggt pláss í leik­skóla eða hjá dag­for­eldrum,“ segir í sátt­mál­an­um. 

Fimmtán metra tunnu­skattur afnum­inn

Flokk­ur­inn vill gera átak í umhverf­is­málum og auð­velda flokkun á sorpi. Sorp­hirðu­dögum verði fjölgað og fimmtán metra tunnu­skattur afnum­inn. Hætt verði að nota plast í stofn­unum borg­ar­innar þar sem mögu­legt er. Jafn­framt segir í sátt­mál­anum að þrif á götum og opnum svæðum þurfi að stór­auka.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent