Sjálfstæðisflokkurinn vill kanna möguleika á samgöngumiðstöð við Kringluna

Niðurstaða Reykjavíkurfundar liggur fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn vill m.a. einfalda stjórnkerfi borgarinnar og fækka borgarfulltrúum.

Hildur Björnsdóttir og Eyþór Laxdal Arnalds
Hildur Björnsdóttir og Eyþór Laxdal Arnalds
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill gera stór­á­tak í sam­göngu­málum í Reykja­vík svo minnka megi tafir í umferð­inni. Þetta kemur fram í Reykja­vík­ur­sátt­mála sem sam­þykkur var á Reykja­vík­ur­fundi sem hald­inn var í Val­höll í gær. Vörður full­trúa­ráð Sjálf­stæð­is­fé­lag­anna í Reykja­vík stóð fyrir fund­inum en á annað hund­rað manns sóttu fund­inn. 

Sam­kvæmt sátt­mál­anum þarf að bæta þjóð­vegi í Reykja­vík í sam­starfi við ríkið svo hættu­legum gatna­mótum fækki. Segja þurfi upp samn­ingi við ríkið um fram­kvæmd­ar­stopp svo ljúka megi löngu tíma­bærum end­ur­bótum á gatna­kerf­inu og efla strætó og gera hann þjón­ustu­vænni svo almenn­ings­sam­göngur verði raun­hæfur val­kostur fyrir fleiri.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill að skoð­aðir verði mögu­leikar á sam­göngu­mið­stöð við Kringl­una. Enn­fremur segir í sátt­mál­anum að bæta þurfi ferða­þjón­ustu aldr­aðra og fatl­aðra og að lokið verði þeirri upp­bygg­ingu á Land­spít­ala­lóð sem komin er á fram­kvæmda­stig.

Auglýsing

Fækka borg­ar­full­trúum úr 23 í 15

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ætlar sér að ein­falda stjórn­kerfi borg­ar­innar og bæta þjón­ustu við íbú­ana með styttri boð­leið­um. Í sátt­mál­anum segir að stjórn­kerfið eigi að þjóna íbúum Reykja­vík­ur. Jafn­framt skuli fækka borg­ar­full­trúum úr 23 í 15.

Rekstr­ar­staðan verði meðal ann­ars styrkt með auknu fram­boði lóða og hætta skuli skulda­söfnun og álögur á borg­ar­búa lækk­að­ar. Aðal­skipu­lag verði tekið upp strax í upp­hafi nýs kjör­tíma­bils.

Reykja­vík­ur­borg skuli jafn­framt tryggja nægj­an­legt fram­boð af lóð­um. „Við Keldur rís fjöl­skyldu­vænt hverfi. Nýstár­leg og spenn­andi byggð rís í Örfiris­ey. Áhersla er á að klára upp­bygg­ingu í Úlf­arsár­dal. Hafin verður vinna við skipu­lagn­ingu byggðar í Geld­inga­nes­i,“ segir í sátt­mál­an­um. 

Inn­viða­gjald fellt niður

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill að inn­viða­gjald verði fellt niður og að lögð verði áhersla hag­kvæma íbúða­kosti. Í sátt­mál­anum segir að Reykja­vík­ur­borg þurfi að end­ur­heimta stöðu sína sem besti kostur fyrir nýsköpun og atvinnu­rekst­ur. Enn­fremur segir að farið verði í stað­ar­vals­grein­ingu fyrir fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu sjúkra­hús­þjón­ustu í borg­inni og að flug­völl­ur­inn verði í Vatns­mýr­inni þar sem ekki liggi fyrir annar kost­ur.

Flokk­ur­inn vill að sveigj­an­leiki milli skóla­stiga verði auk­inn og val­kostum fjölgað í rekstr­ar­formi. „Styrkja þarf lestr­ar­nám í sam­vinnu við kenn­ara. Gera þarf sér­stakt átak í mál­efnum barna af erlendum upp­runa. Farið verður í átak til að draga úr mann­eklu með því að bæta starfs­um­hverfi og auka sveigj­an­leika í starfi. Börnum frá 12 mán­aða aldri verði tryggt pláss í leik­skóla eða hjá dag­for­eldrum,“ segir í sátt­mál­an­um. 

Fimmtán metra tunnu­skattur afnum­inn

Flokk­ur­inn vill gera átak í umhverf­is­málum og auð­velda flokkun á sorpi. Sorp­hirðu­dögum verði fjölgað og fimmtán metra tunnu­skattur afnum­inn. Hætt verði að nota plast í stofn­unum borg­ar­innar þar sem mögu­legt er. Jafn­framt segir í sátt­mál­anum að þrif á götum og opnum svæðum þurfi að stór­auka.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Hlutverk Samfylkingar að leiða saman öfl til að mynda græna félagshyggjustjórn að ári
Formaður Samfylkingarinnar segir að skipta þurfi um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af Íslandi gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virki og hvernig verðmæti verði til.
Kjarninn 1. október 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Við erum ýmsu vön hér á hjara veraldar“
Forsætisráðherra segir að hvetja þurfi til einkafjárfestingar og að stjórnvöld muni tryggja með jákvæðum hvötum að kraftur hennar styðji við græna umbreytingu, kolefnishlutleysi og samdrátt gróðurhúsalofttegunda.
Kjarninn 1. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent