Sjálfstæðisflokkurinn vill kanna möguleika á samgöngumiðstöð við Kringluna

Niðurstaða Reykjavíkurfundar liggur fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn vill m.a. einfalda stjórnkerfi borgarinnar og fækka borgarfulltrúum.

Hildur Björnsdóttir og Eyþór Laxdal Arnalds
Hildur Björnsdóttir og Eyþór Laxdal Arnalds
Auglýsing

Sjálfstæðisflokkurinn vill gera stórátak í samgöngumálum í Reykjavík svo minnka megi tafir í umferðinni. Þetta kemur fram í Reykjavíkursáttmála sem samþykkur var á Reykjavíkurfundi sem haldinn var í Valhöll í gær. Vörður fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík stóð fyrir fundinum en á annað hundrað manns sóttu fundinn. 

Samkvæmt sáttmálanum þarf að bæta þjóðvegi í Reykjavík í samstarfi við ríkið svo hættulegum gatnamótum fækki. Segja þurfi upp samningi við ríkið um framkvæmdarstopp svo ljúka megi löngu tímabærum endurbótum á gatnakerfinu og efla strætó og gera hann þjónustuvænni svo almenningssamgöngur verði raunhæfur valkostur fyrir fleiri.

Sjálfstæðisflokkurinn vill að skoðaðir verði möguleikar á samgöngumiðstöð við Kringluna. Ennfremur segir í sáttmálanum að bæta þurfi ferðaþjónustu aldraðra og fatlaðra og að lokið verði þeirri uppbyggingu á Landspítalalóð sem komin er á framkvæmdastig.

Auglýsing

Fækka borgarfulltrúum úr 23 í 15

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að einfalda stjórnkerfi borgarinnar og bæta þjónustu við íbúana með styttri boðleiðum. Í sáttmálanum segir að stjórnkerfið eigi að þjóna íbúum Reykjavíkur. Jafnframt skuli fækka borgarfulltrúum úr 23 í 15.

Rekstrarstaðan verði meðal annars styrkt með auknu framboði lóða og hætta skuli skuldasöfnun og álögur á borgarbúa lækkaðar. Aðalskipulag verði tekið upp strax í upphafi nýs kjörtímabils.

Reykjavíkurborg skuli jafnframt tryggja nægjanlegt framboð af lóðum. „Við Keldur rís fjölskylduvænt hverfi. Nýstárleg og spennandi byggð rís í Örfirisey. Áhersla er á að klára uppbyggingu í Úlfarsárdal. Hafin verður vinna við skipulagningu byggðar í Geldinganesi,“ segir í sáttmálanum. 

Innviðagjald fellt niður

Sjálfstæðisflokkurinn vill að innviðagjald verði fellt niður og að lögð verði áhersla hagkvæma íbúðakosti. Í sáttmálanum segir að Reykjavíkurborg þurfi að endurheimta stöðu sína sem besti kostur fyrir nýsköpun og atvinnurekstur. Ennfremur segir að farið verði í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu í borginni og að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni þar sem ekki liggi fyrir annar kostur.

Flokkurinn vill að sveigjanleiki milli skólastiga verði aukinn og valkostum fjölgað í rekstrarformi. „Styrkja þarf lestrarnám í samvinnu við kennara. Gera þarf sérstakt átak í málefnum barna af erlendum uppruna. Farið verður í átak til að draga úr manneklu með því að bæta starfsumhverfi og auka sveigjanleika í starfi. Börnum frá 12 mánaða aldri verði tryggt pláss í leikskóla eða hjá dagforeldrum,“ segir í sáttmálanum. 

Fimmtán metra tunnuskattur afnuminn

Flokkurinn vill gera átak í umhverfismálum og auðvelda flokkun á sorpi. Sorphirðudögum verði fjölgað og fimmtán metra tunnuskattur afnuminn. Hætt verði að nota plast í stofnunum borgarinnar þar sem mögulegt er. Jafnframt segir í sáttmálanum að þrif á götum og opnum svæðum þurfi að stórauka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent