„Primum non nocere – framar öllu, ekki skaða“

Miklar umræður hafa skapast vegna frumvarps um breytingu á lögum er varða umskurð barna. Læknar hafa nefnt ýmsa fylgikvilla umskurðar á borð við blæðingu, sýkingu, skyntap, áverka á þvagrás og þrengingu þvagrásarops.

Barn
Auglýsing

Primum non nocere – framar öllu, ekki skaða – eru gömul gildi lækn­is­fræð­inn­ar. Öll börn eiga rétt á því að vera varin gegn ónauð­syn­legum skurð­að­gerð­um. Von­andi tekst okkur Íslend­ingum það sem öðrum þjóðum hefur enn ekki tekist, það er að vernda börn fyrir umskurði með laga­setn­ingu.

Þannig ljúka Jór­unn Viðar Val­garðs­dótt­ir, heim­il­is­læknir hjá HSU á Sel­fossi, og Hannes Sig­ur­jóns­son, lýta­læknir hjá Karol­inska háskóla­sjúkra­hús­inu í Stokk­hólmi, rit­stjórn­ar­grein sinni í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins.

Ástæða skrif­anna er nýlegt frum­varp til laga á Alþingi þar sem lagt er til að hegn­ing­ar­lögum verði breytt á þann veg, að í stað orðs­ins „stúlka“ yrði ritað „barn“. Ef frum­varpið verður að lögum verður ólög­legt og refsi­vert að fram­kvæma umskurð á drengjum nema lækn­is­fræði­leg ábend­ing liggi fyr­ir.

Auglýsing

Í grein­inni kemur fram að umskurður drengja feli í sér brott­nám á heil­brigðum vef og hættu á ýmsum fylgi­kvill­um. Aðgerðin sé í flestum til­fellum gerð af trú­ar­legum og/eða menn­ing­ar­legum ástæðum á nýfæddum eða ungum drengjum en sé sjaldnar beitt í lækn­is­fræði­legum til­gangi.

Margir þekktir fylgi­kvillar umskurðar

Jór­unn og Hannes segja að rann­sóknir á jákvæðum áhrifum umskurðar og leið­bein­ingum sem styðja umskurð hafi verið gagn­rýndar fyrir aðferða­fræði­lega galla og menn­ing­ar­lega hlut­drægni. Kerf­is­bundin yfir­lits­grein frá árinu 2010 sýni að þekktir fylgi­kvillar umskurðar séu meðal ann­arra blæð­ing, sýk­ing, skyntap, áverki á þvag­rás, þreng­ing þvag­rás­ar­ops, opnun sára og drep í getn­að­ar­lim að hluta eða öllu leyti. Jafn­framt hafi dauða í kjöl­far umskurðar verið lýst.

Þau benda á að for­húð­in, sem er að miklu eða öllu leyti fjar­lægð við umskurð, gegni hlut­verki meðal ann­ars þegar kemur að vörn fyrir þvag­rás­ar­opið og kóng getn­að­ar­lims­ins. For­húðin sé einnig talin mik­il­væg þegar kemur að kynörvun og kyn­lífi og sé næm­asti hluti getn­að­ar­lims­ins. Snert­iskyn getn­að­ar­lims­ins minnki enn­fremur við umskurð.

„Öðrum óæski­legum áhrif­um, lík­am­legum og sál­ræn­um, hefur verið lýst hjá fjölda umskor­inna karl­manna. Nýleg dönsk rann­sókn sýndi fram á að ein­ungis 1,7 pró­sent drengja sem ekki voru umskornir við 0-18 ára aldur þurftu skurð­að­gerð vegna of þröngrar for­húð­ar,“ segir í grein­inni.

Læknum ber skylda til að standa vörð um rétt­indi sjúk­linga

Jór­unn og Hannes segja að umskurður drengja hafi lengi verið sið­fræði­legt álita­mál og að trú­frelsi for­eldr­anna hafi verið notað sem rök fyrir því að láta barnið gang­ast undir umskurð. Þau telja hins vegar að læknum beri skylda til þess að standa vörð um rétt­indi sjúk­linga, í þessu til­felli barns­ins, og verja gegn ónauð­syn­legri með­ferð, hverjar svo sem óskir for­eldra og trú­ar­leið­toga eru.

„Barna­sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna var lög­festur hér á landi árið 2013. Barna­sátt­mál­ann má túlka þannig að réttur barns til lík­am­legrar frið­helgi sé sterk­ari en réttur for­eldra til að velja menn­ing­ar- og/eða trú­ar­legar athafn­ir, í þessu til­viki skurð­að­gerð handa barni sínu. Auk þess hafa umboðs­menn barna á Norð­ur­löndum hvatt til þess í sam­eig­in­legri ályktun að umskurður drengja verði bann­að­ur,“ segja þau.

Læknar lýst yfir stuðn­ingi við frum­varpið

Á fimmta hund­rað íslenskra lækna skrif­uðu und­ir yfir­lýs­ingu til stuðn­ings frum­varp­is­ins og birtu þann 21. febr­úar síð­ast­lið­inn.

Í yfir­lýs­ing­unni segir að málið hafi ýmsar hliðar en sé að þeirra mati ekki flók­ið. „Allar aðgerð­ir, sama hversu tækni­lega ein­falt er að fram­kvæma þær, hafa mögu­lega fylgi­kvilla sem ber að vega móti ávinn­ingi þeirra. Lækn­is­fræði­legar ábend­ingar fyrir umskurði eru til, en þær eru fáar. Við teljum að án slíkra ábend­inga gangi umskurður á ung­börnum gegn Gen­far­yf­ir­lýs­ingu lækna og sam­ræm­ist því síður grund­vall­ar­við­miðum Helsinki-­yf­ir­lýs­ingar lækna um rétt­inn til sjálfs­á­kvörð­unar og upp­lýsts sam­þykk­is.

Við tökum heils­hugar undir nið­ur­stöður kollega okkar sem birt­ust í tíma­riti banda­rísku barna­lækna­sam­tak­anna AAP í apríl 2013, að umskurður hraustra svein­barna í vest­rænum sam­fé­lögum hafi engin mark­verð heilsu­efl­andi eða fyr­ir­byggj­andi áhrif en valdi þvert á móti sárs­auka, geti leitt til alvar­legra, jafn­vel langvar­andi fylgi­kvilla, brjóti gegn Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna og sé í blóra við Hip­pokrates­areið­inn: „Primum non nocere” - umfram allt ekki skaða,“ segir enn­fremur í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Sið­ferði­leg álita­mál reifuð

Sið­fræði­stofnun efnir til hádeg­is­fundar í sal 132 í Öskju á morg­un, þriðju­dag­inn 6. mars, kl. 12 og verður umræðu­efnið siðferði­leg álita­mál varð­andi umskurð drengja og frum­varp til breyt­inga á almennum hegn­ing­ar­lögum um bann við þeim verkn­aði.

Sal­vör Nor­dal, Umboðs­maður barna, Jón Ólafs­son, heim­spek­ingur og pró­fessor við íslensku og menn­ing­ar­deild Háskóla Íslands og Sól­veig Anna Bóas­dótt­ir, pró­fessor í guð­fræði­legri sið­fræði við Háskóla Íslands, munu flytja stuttar fram­sög­ur. Að loknum fram­sögum verða almennar umræð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent