„Primum non nocere – framar öllu, ekki skaða“

Miklar umræður hafa skapast vegna frumvarps um breytingu á lögum er varða umskurð barna. Læknar hafa nefnt ýmsa fylgikvilla umskurðar á borð við blæðingu, sýkingu, skyntap, áverka á þvagrás og þrengingu þvagrásarops.

Barn
Auglýsing

Primum non nocere – framar öllu, ekki skaða – eru gömul gildi lækn­is­fræð­inn­ar. Öll börn eiga rétt á því að vera varin gegn ónauð­syn­legum skurð­að­gerð­um. Von­andi tekst okkur Íslend­ingum það sem öðrum þjóðum hefur enn ekki tekist, það er að vernda börn fyrir umskurði með laga­setn­ingu.

Þannig ljúka Jór­unn Viðar Val­garðs­dótt­ir, heim­il­is­læknir hjá HSU á Sel­fossi, og Hannes Sig­ur­jóns­son, lýta­læknir hjá Karol­inska háskóla­sjúkra­hús­inu í Stokk­hólmi, rit­stjórn­ar­grein sinni í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins.

Ástæða skrif­anna er nýlegt frum­varp til laga á Alþingi þar sem lagt er til að hegn­ing­ar­lögum verði breytt á þann veg, að í stað orðs­ins „stúlka“ yrði ritað „barn“. Ef frum­varpið verður að lögum verður ólög­legt og refsi­vert að fram­kvæma umskurð á drengjum nema lækn­is­fræði­leg ábend­ing liggi fyr­ir.

Auglýsing

Í grein­inni kemur fram að umskurður drengja feli í sér brott­nám á heil­brigðum vef og hættu á ýmsum fylgi­kvill­um. Aðgerðin sé í flestum til­fellum gerð af trú­ar­legum og/eða menn­ing­ar­legum ástæðum á nýfæddum eða ungum drengjum en sé sjaldnar beitt í lækn­is­fræði­legum til­gangi.

Margir þekktir fylgi­kvillar umskurðar

Jór­unn og Hannes segja að rann­sóknir á jákvæðum áhrifum umskurðar og leið­bein­ingum sem styðja umskurð hafi verið gagn­rýndar fyrir aðferða­fræði­lega galla og menn­ing­ar­lega hlut­drægni. Kerf­is­bundin yfir­lits­grein frá árinu 2010 sýni að þekktir fylgi­kvillar umskurðar séu meðal ann­arra blæð­ing, sýk­ing, skyntap, áverki á þvag­rás, þreng­ing þvag­rás­ar­ops, opnun sára og drep í getn­að­ar­lim að hluta eða öllu leyti. Jafn­framt hafi dauða í kjöl­far umskurðar verið lýst.

Þau benda á að for­húð­in, sem er að miklu eða öllu leyti fjar­lægð við umskurð, gegni hlut­verki meðal ann­ars þegar kemur að vörn fyrir þvag­rás­ar­opið og kóng getn­að­ar­lims­ins. For­húðin sé einnig talin mik­il­væg þegar kemur að kynörvun og kyn­lífi og sé næm­asti hluti getn­að­ar­lims­ins. Snert­iskyn getn­að­ar­lims­ins minnki enn­fremur við umskurð.

„Öðrum óæski­legum áhrif­um, lík­am­legum og sál­ræn­um, hefur verið lýst hjá fjölda umskor­inna karl­manna. Nýleg dönsk rann­sókn sýndi fram á að ein­ungis 1,7 pró­sent drengja sem ekki voru umskornir við 0-18 ára aldur þurftu skurð­að­gerð vegna of þröngrar for­húð­ar,“ segir í grein­inni.

Læknum ber skylda til að standa vörð um rétt­indi sjúk­linga

Jór­unn og Hannes segja að umskurður drengja hafi lengi verið sið­fræði­legt álita­mál og að trú­frelsi for­eldr­anna hafi verið notað sem rök fyrir því að láta barnið gang­ast undir umskurð. Þau telja hins vegar að læknum beri skylda til þess að standa vörð um rétt­indi sjúk­linga, í þessu til­felli barns­ins, og verja gegn ónauð­syn­legri með­ferð, hverjar svo sem óskir for­eldra og trú­ar­leið­toga eru.

„Barna­sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna var lög­festur hér á landi árið 2013. Barna­sátt­mál­ann má túlka þannig að réttur barns til lík­am­legrar frið­helgi sé sterk­ari en réttur for­eldra til að velja menn­ing­ar- og/eða trú­ar­legar athafn­ir, í þessu til­viki skurð­að­gerð handa barni sínu. Auk þess hafa umboðs­menn barna á Norð­ur­löndum hvatt til þess í sam­eig­in­legri ályktun að umskurður drengja verði bann­að­ur,“ segja þau.

Læknar lýst yfir stuðn­ingi við frum­varpið

Á fimmta hund­rað íslenskra lækna skrif­uðu und­ir yfir­lýs­ingu til stuðn­ings frum­varp­is­ins og birtu þann 21. febr­úar síð­ast­lið­inn.

Í yfir­lýs­ing­unni segir að málið hafi ýmsar hliðar en sé að þeirra mati ekki flók­ið. „Allar aðgerð­ir, sama hversu tækni­lega ein­falt er að fram­kvæma þær, hafa mögu­lega fylgi­kvilla sem ber að vega móti ávinn­ingi þeirra. Lækn­is­fræði­legar ábend­ingar fyrir umskurði eru til, en þær eru fáar. Við teljum að án slíkra ábend­inga gangi umskurður á ung­börnum gegn Gen­far­yf­ir­lýs­ingu lækna og sam­ræm­ist því síður grund­vall­ar­við­miðum Helsinki-­yf­ir­lýs­ingar lækna um rétt­inn til sjálfs­á­kvörð­unar og upp­lýsts sam­þykk­is.

Við tökum heils­hugar undir nið­ur­stöður kollega okkar sem birt­ust í tíma­riti banda­rísku barna­lækna­sam­tak­anna AAP í apríl 2013, að umskurður hraustra svein­barna í vest­rænum sam­fé­lögum hafi engin mark­verð heilsu­efl­andi eða fyr­ir­byggj­andi áhrif en valdi þvert á móti sárs­auka, geti leitt til alvar­legra, jafn­vel langvar­andi fylgi­kvilla, brjóti gegn Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna og sé í blóra við Hip­pokrates­areið­inn: „Primum non nocere” - umfram allt ekki skaða,“ segir enn­fremur í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Sið­ferði­leg álita­mál reifuð

Sið­fræði­stofnun efnir til hádeg­is­fundar í sal 132 í Öskju á morg­un, þriðju­dag­inn 6. mars, kl. 12 og verður umræðu­efnið siðferði­leg álita­mál varð­andi umskurð drengja og frum­varp til breyt­inga á almennum hegn­ing­ar­lögum um bann við þeim verkn­aði.

Sal­vör Nor­dal, Umboðs­maður barna, Jón Ólafs­son, heim­spek­ingur og pró­fessor við íslensku og menn­ing­ar­deild Háskóla Íslands og Sól­veig Anna Bóas­dótt­ir, pró­fessor í guð­fræði­legri sið­fræði við Háskóla Íslands, munu flytja stuttar fram­sög­ur. Að loknum fram­sögum verða almennar umræð­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent