Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankum, segir að spár um mikinn skort á íbúðum, jafnvel svo skipti tugþúsundum, séu ekki sérstaklega trúverðugar og hugsanlega hættulegar.
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag, þar sem fjallað er um stöðu mála á fasteignamarkaði, meðal annars spár um að nauðsynlegt sé að byggja í það minnsta 9 þúsund íbúðir á landinu öllu eins og staða mála er nú, til að mæta vaxandi eftirspurn eftir húsnæði.
Ari hvetur til varkárni, í viðtali við Morgunblaðið, og segir að nauðsynlegt sé að kanna hversu mikil þörfin á húsnæði sé í raun.
„Spár um skort á tugþúsundum
íbúða eru að mínu mati ekkert sérstaklega
trúverðugar. Þær eru hugsanlega
hættulegar. Það er enda verið
að hvetja menn til að byggja mikið
án fullvissu um að þörfin sé til staðar,“ segir Ari.
Fasteignaverð hefur hækkað mikið á undanförnum árum, en undanfarið ár nemur hækkunin, samkvæmt tölum Þjóðskrár, 12,8 prósentum. Á undanförnum mánuðum hefur hægt töluvert á hækkunum á fasteignamarkaði en undanfarna sex mánuði nemur hækkunin 2,4 prósentum.