Katrín ber fullt traust til Sigríðar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist bera fullt traust til allra ráðherra í ríkisstjórninni. Stjórnarandstaðan spurði hana út í stöðu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra og þá réttaróvissu sem skapast hafi í íslensku réttarkerfi vegna Landsréttar.

Helga Vala Katrín Jakobsdóttir Þórhildur Sunna
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist bera fullt traust til allra ráðherra í ríkisstjórninni.

Stjórnarandstaðan spurði forsætisráðherra ítrekað út í stöðu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra og þá réttaróvissu sem skapast hefur í íslensku réttarkerfi í kjölfar ákvarðana Sigríðar í Landsréttarmálinu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Helga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í málið. Hún sagði nú fimm mál til meðferðar í dómskerfinu vegna ákvarðana dómsmálaráðherra; tvö fyrir héraðsdómi, eitt í Hæstarétti og tvö fyrir Landsrétti.

Auglýsing

Hún spurði ráðherra hvort hún hefði engar áhyggjur af stöðu dómskerfisins, áhyggjur af því að það sé laskað og verði áfram laskað nema gripið verði á einhvern hátt í taumana af hálfu forsætisráðherra. Helga spurði Katrínu einnig hvort dómsmálaráðherra njóti trausts forsætisráðherra sem yfirmaður dómsmála á Íslandi.

Katrín svaraði því til að málin sem Helga Vala vísaði til væru séu enn til umfjöllunar fyrir dómstólum og að hún vildi ekki tjá sig um mál sem svo væri ástatt um. Hún sagðist bera almennt traust til dómstólanna og taldi enga ástæðu til að grípa í taumana með neinum hætti hvað varði dómskerfið í landinu.

„Hvað varðar traustið á dómsmálaráðherra hæstvirtum þá ber ég fullt traust til allra ráðherra,“ sagði Katrín.

Helga Vala sagði það athyglisvert að heyra að dómsmálaráðherra njóti fulls trausts hjá forsætisráðherra, þegar hann hafi tvívegis verið dæmdur í Hæstarétti fyrir embættisfærslur sínar. „Sem fyrrum lögmaður hef ég verulegar áhyggjur af þessari stöðu, skaðabótaskylda íslenska ríkisins getur orðið slík að ég held að forsætisráðherra ætti líka að hafa áhyggjur af þessari stöðu.  

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata lagði sitt lóð á vogarskálarnar og óskaði eftir viðbrögðum forsætisráðherra, þar sem endanleg niðurstaða um hegðun dómsmálaráðherra lægi fyrir, burt séð frá málarekstri sem nú er í gangi í dómskerfinu. Hæstiréttur hafi þannig upplýst þegar um öll helstu atriði. Dómsmálaráðherra hafi þannig brotið gegn stjórnsýslulögum og efasemdir um hæfi Landsréttardómaranna muni plaga dómstólinn næstu árin og spurði Katrínu hvernig hún hygðist bregðast við fyrirséðri réttaróvissu í dómskerfinu næstu árin.

Katrín svaraði því aftur að henni fyndist mikilvægt að dómsvaldið fái að ljúka málsmeðferð sinni áður en framkvæmdavaldið færi að tjá sig um málið.

Katrín Jakobsdóttir lýsti yfir fullum stuðningi við dómsmálaráðherra þrátt fyrir að hún hafi tvívegis verið dæmd í Hæ...

Posted by Helga Vala Helgadóttir on Monday, March 5, 2018

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent