Stjórnarandstaðan undirbýr vantrauststillögu á Sigríði

Stjórnarandstöðuflokkarnir ræða nú sín á milli um möguleika þess að leggja fram vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra, vegna framgöngu hennar í Landsréttarmálinu svokallaða. Þetta herma heimildir Kjarnans.

Sigríður Á. Andersen
Auglýsing

Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir ræða nú sín á milli um mögu­leika þess að leggja fram van­traust­s­til­lögu á Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra, vegna fram­göngu hennar í Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kall­aða. Þetta herma heim­ildir Kjarn­ans.

Allir stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir eru nú að íhuga málið eftir fund þing­flokks­for­manna stjórn­ar­and­stöð­unnar í morg­un. For­menn og þing­flokks­for­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar munu funda um mál­ið, lík­lega á morg­un, og taka ákvörðun um hvort til­lagan verður lögð fram síðar um dag­inn og þá tekin fyrir á fimmtu­dag. Eða hvort hún verður lögð fram á fimmtu­dag og þá ekki tekin fyrir fyrr en mánu­dag­inn 19. mars, þar sem næsta vika er nefnda­vika. 

Á­stæða þess að flokk­arnir íhuga að bíða með að leggja til­lög­una fram er sú að tveir þing­menn Vinstri grænna, þau Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir og Andrés Ingi Jóns­son, eru á leið úr landi á næstu dög­um. Bæði tvö lýstu sig and­víg rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Vinstri grænna með Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn þegar stjórnin var mynduð í nóv­em­ber. Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir leggja ríka áherslu á að þau Rósa og Andrés séu bæði við­stödd atkvæða­greiðsl­una um van­traust.

Auglýsing

Bréfs Umboðs­manns Alþingis var beðið sér­stak­lega en hann skil­aði því til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar á föstu­dag. Greint var frá efni bréfs­ins í for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins í morgun og fór sú fram­setn­ing fyrir brjóstið á ýmsum í stjórn­ar­and­stöð­unni, sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans. 

Lestu um bréf umboðs­manns hér.

Þar kom fram að hann myndi ekki hefja frum­kvæð­is­rann­sókn á mál­inu í ljósi yfir­stand­andi umfjöll­unar dóm­stóla og Alþingis um mál­ið. Hann gerði hins vegar nokkrar veiga­miklar athuga­semdir við máls­með­ferð­ina, meðal ann­ars þá að hann teldi að sá tveggja vikna frest­ur, sem ráð­herra hefur ítrekað borið við að hafi haft áhrif á mögu­leika hennar til að rann­saka mál­ið, hafi ekki átt við í því til­felli.

Að auki benti hann sér­stak­lega á skyldu sér­fræð­inga ráðu­neyt­is­ins til að veita ráð­herra ráð­gjöf, til að tryggja að ákvarð­anir hans séu lögum sam­kvæmt og að öll stjórn­sýsla ráð­herra og ráðu­neytis sé í sam­ræmi við ólög­festa rétt­mæt­is­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar. Ráð­herra hafi í þessu til­viki verið veitt sú ráð­gjöf. Eins og kunn­ugt er vör­uðu minnst þrír sér­fræð­ingar ráðu­neyt­is­ins Sig­ríði ítrekað við því að breyt­ingar á lista Lands­rétt­ar­dóm­ara og sá ófull­nægj­andi rök­stuðn­ingur sem þeim breyt­ingum fylgdi gæti verið brot á stjórn­sýslu­lög­um, eins og síðar kom á dag­inn.

Kjarn­inn hefur greint ítar­lega frá þeirri rétt­ar­fars­legu óvissu sem uppi er vegna skip­ana Sig­ríðar á fjórum dóm­urum við Lands­rétt, sem voru ekki taldir meðal þeirra hæf­ustu að mati dóm­nefnd­ar. Tveir þeirra sem urðu af dóm­ara­sæti vegna þess­arar ákvörð­unar hafa þegar fengið miska­bætur vegna þess sem Hæsti­réttur taldi brot Sig­ríðar á stjórn­sýslu­lögum og hinir tveir hafa báðir höfðað mál og gætu átt kröfu á tug­millj­óna skaða­bótum tak­ist þeim að sýna fram á tjón sitt.

Þá hefur Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son kraf­ist þess fyrir Lands­rétti að einn dóm­ar­anna, sem valdir voru án þess að telj­ast meðal þeirra hæfustu, víki sæti vegna van­hæfis á grund­velli þess með hvaða hætti staðið var að skipun dóm­ar­ans. Því var hafnað af dóm­ar­anum sjálfum og hefur sú nið­ur­staða verið kærð til Hæsta­rétt­ar. Gert er ráð fyrir því að Hæsti­réttur skili nið­ur­stöðu sinni í mál­inu í þess­ari viku. Vil­hjálmur hefur lagt fram sam­bæri­legar kröfur í málum tveggja ann­arra Lands­rétt­ar­dóm­ara, og eru þau nú í með­förum dóm­stóls­ins. Fari svo að dóm­ar­anum verði gert að víkja er ljóst að engum þess­ara fjög­urra dóm­ara er sætt áfram í sínu emb­ætti og munu allar þeirra emb­ætt­is­færslur vera í lausu lofti. Þá er ekki ólík­legt að jafn­vel þótt Hæsti­réttur telji dóm­ar­ann ekki þurfa að víkja, að mál­inu verði skotið áfram til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, sem gæti tekið nokkur ár að kom­ast að niður­stöðu. Hvernig sem fer er ljóst að réttaró­vissan verður umtals­verð.

Dóm­ar­inn sem um er rætt er Arn­fríður Ein­ars­dótt­ir, eig­in­kona Brynjars Níels­sonar þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem steig úr odd­vita­sæti sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur, fyrir Sig­ríði Á. And­er­sen og sam­kvæmt kæru Vil­hjálms til Hæsta­rétt­ar, varð þar með af mögu­leik­anum á ráð­herra­sæti.

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni að undanförnu.
Kjarninn 24. febrúar 2019
Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent