Sagði Landsrétt hvorki sjálfstæðan né óháðan

Málflutningur fór fram um hæfi Arnfríðar Einarsdóttur landsréttardómara í dag. Tekist var á um skipan Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í embætti dómara við réttinn og hvort einn þeirra skyldi víkja sæti í máli vegna vanhæfis.

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður krefst þess að dómari víki sæti vegna vanhæfis.
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður krefst þess að dómari víki sæti vegna vanhæfis.
Auglýsing

Mál­flutn­ingur fór fram um van­hæfi Arn­fríðar Ein­ars­dóttur lands­rétt­ar­dóm­ara í dag. Vil­hjálmur Hans Vil­hjálms­son lög­maður lagi fyrir helgi fram kröfu um að Arn­fríður viki sæti vegna van­hæfis í máli manns sem sak­felldur var fyrir umferð­ar­laga­brot í hér­aðs­dómi og áfrýjað var til rétt­ar­ins.

Arn­fríður Ein­ars­dóttir var einn þeirra fjög­urra dóm­ara sem skip­aðir voru í rétt­inn af Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra sem hæfn­is­nefnd hafði talið hæf­asta til að gegna emb­ætt­inu.

Óvenju­legar aðstæður

And­rúms­loftið í dóm­salnum í þessum nýja áfrýj­un­ar­dóm­stól var nokkuð magn­að. Aðstæður voru enda mjög óvenju­leg­ar. Fyrsti mál­flutn­ingur sem fram fór fyrir dóm­stólnum hafði verið um morg­un­inn og því aðeins um að ræða annað skipti sem mál er flutt fyrir rétt­in­um. Hús­næðið er svo nýupp­gert að þar er enn tölu­verð máln­inga­lykt og allar inn­rétt­ingar og umhverfi nýtt og glans­andi.

Auglýsing

Þeir Vil­hjálmur og Jón H.B. Snorra­son sak­sókn­ari flutti mál­ið, hvor fyrir sína hlið. Dóm­arar máls­ins komu inn í nýjum vín­rauðum skykkj­um, þau Þor­geir Ingi Njáls­son, Jóhannes Sig­urðs­son og fyrr­nefnd Arn­fríður Ein­ars­dótt­ir, sem málið snýst um. Hinir dóm­ar­arnir tveir voru meðal þeirra fimmtán sem hæfn­is­nefndin taldi hæf­asta.

Arn­fríður setti dóm­þingið sem dóms­for­maður í þessu til­tekna máli, sem átti síðar eftir að skipta máli í mál­flutn­ingi Vil­hjálms. Hún var því sú eina af dóm­ur­unum þremur sem sagði stakt orð í dag. Arn­fríður byrj­aði á því að gefa verj­and­an­um, Vil­hjálmi, orðið til að bera fram kröfu sína og færa rök fyrir henni.

Dómar Arn­fríðar dauður bók­stafur

Vil­hjálmur byrj­aði strax á því að vísa til aðdrag­anda þess að dóm­ar­arnir fimmtán voru skip­aðir við Lands­rétt í júlí á síð­asta ári og að Arn­fríður hefði ekki verið meðal þeirra sem hæfn­is­nefndin taldi hæf­asta, en hefði samt sem áður verið meðal þeirra sem dóms­mála­ráð­herra lagði til við þingið að skip­aðir yrðu. Þannig hafi fjórir af þeim fimmtán sem hæfn­is­nefndin hafði talið meðal þeirra fimmtán hæf­ustu ekki verið skip­að­ir. Þá hafi til­lög­urnar verið bornar upp til sam­þykktar í heild sinni í stað þess að leggja hvern umsækj­anda fyrir sig fram fyrir þing­ið.

Vil­hjálmur vís­aði til ákvæðis stjórn­ar­skrár­innar þar sem segir að skipun dóms­valds­ins verði eigi ákveðin nema með lögum og að öllum beri réttur til að fá úrlausn um ákæru á hendur sér um refsi­verða hátt­semi með rétt­látri máls­með­ferð fyrir óháðum og óhlut­drægum dóm­stóli. Vís­aði hann til nið­ur­staðna Hæsta­réttar í bóta­málum tveggja þeirra umsækj­enda um emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt, þar sem þeim voru dæmdar miska­bætur vegna brota á máls­með­ferð­inni við skipan dóm­ar­anna fimmt­án. Þannig hafi máls­með­ferðin um mat á hæfni Arn­fríðar ekki verið í sam­ræmi við lög og gengið gegn lögum um dóm­stóla og stjórn­sýlu­lög og verið í and­stöðu við meg­in­reglu um að ávallt skuli skipa hæf­asta umsækj­anda.

„Af öllu fram­an­sögðu er ljóst að Arn­fríður var ekki skipuð í emb­ætti í sam­ræmi við lög eins og er for­taks­laust skil­yrði 59. greinar stjórn­ar­skrár og 2. máls­liðar 1. máls­grein­ar. 6. greinar mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu,“ sagði Vil­hjálm­ur.

Vil­hjálmur vís­aði einnig í nýlegar nið­ur­stöður ann­ars vegar EFTA dóm­stóls­ins í máli sem sneri að skipan dóm­ara, þar sem í ákvörðun dóm­stóls­ins kemur fram að gera verði strangar kröfur til þess að réttum máls­með­ferð­ar­reglum sé fylgt við skipun dóm­ara. Hann tók sér­stak­lega fram einn dóm­ara í því máli var Páll Hreins­son, fyrr­ver­andi Hæsta­rétt­ar­dóm­ari á Íslandi og einn fremsti sér­fræð­ingur Íslands hvað varðar hæf­is­regl­ur.

Einnig vís­aði hann til dóms Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu þar sem vísað var í nið­ur­stöðu EFTA dóm­stóls­ins og fundið að því að ekki máls­með­ferð­ar­reglum hafi ekki verið gætt við skipan dóm­ara. Í því máli hafi við­kom­andi dóm­ari ekki með rétti verið tal­inn með réttu hand­hafi dóms­valds og dómar hans því dauður bók­staf­ur.

Vil­hjálmur sagði hætt við því að með vísan í nið­ur­stöðu Hæsta­réttar í miska­bóta­málum umsækj­end­anna sem ekki fengu dóm­ara­emb­ætti að dómur Arn­fríðar myndu hljóta sömu örlög verði ekki fall­ist á kröfu þess efnis að henni verði gert að víkja í mál­inu vegna van­hæf­is.

Skipan Arn­fríðar brot á rétt­indum ákærða

Hann sagði kröfu sína byggj­ast á því að þeir ann­markar sem verið hefðu á skipan Arn­fríðar brjóti á rétti skjól­stæð­ings síns til að fá úrlausn sinna mála fyrir sjálf­stæðum og óvil­höllum dóm­stóli. Hann vakti einnig athygli á því að þeir fimmtán dóm­arar sem skipa lands­rétt kjósi for­seta rétt­ar­ins, sem síðan úthlutar málum og ákveður hver sé dóms­for­maður hverju sinni. Því mætti ákærði, skjól­stæð­ingur hans, hafa rétta­mætar efa­semdir um að rétt­indi hans væru tryggð.

„Að þessu sögðu er ásýnd dóms­ins eins og hann er nú skip­aður í máli ákærða ekki sú að dóm­ur­inn sé sjálf­stæður eða nægi­lega óháð­ur.“

Vil­hjálmur velti upp nokkrum spurn­ing­um, meðal ann­ars: hvers vegna dóms­mála­ráð­herra hafi verið svo mikið í mun að skipa Arn­fríði Ein­ars­dóttur í emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt? Hvers vegna voru hæf­ustu umsækj­end­urnir sam­kvæmt ítar­legu og rök­studdu áliti dóm­nefndar ekki skip­að­ir? Hvers vegna ráð­herra hafi kosið að brjóta lög og setja póli­tískt líf sitt að veði til að Arn­fríður gæti orðið lands­rétt­ar­dóm­ari? Hvernig Arn­fríður og hinir þrír dóm­ar­arn­ir, sem ekki voru meðal 15 hæf­ustu að mati dóm­nefnd­ar, hafi greitt atkvæði í for­seta kjöri Lands­réttar og hvort atkvæði þess­ara fjög­urra dóm­ara hafi ráðið úrslitum um það hver vald­ist til for­sætis í Lands­rétti? Og hvers vegna for­seti Lands­réttar hafi úthlutað þessu máli til Arn­fríðar Ein­ars­dótt­ur?

„Auð­vitað verður þessum spurn­ingum ekki svarað með vissu, en sú stað­reynd að ákærði má með réttu leiða hug­ann að þeim gerir það að verkum að ásýnd dóms­ins, hlut­rænt séð, er ekki sú að hann sé sjálf­stæð­ur,“ sagði Vil­hjálmur að lokum og bætti því að við að að öllu þessu virtu væru fyrir hendi atvik eða aðstæður sem séu til þess fallnar að draga megi óhlut­drægni Arn­fríðar með réttu í efa og krafð­ist þess að hún verði úrskurðuð van­hæf til þess að dæma í mál­inu og gert að víkja sæti.

Meðan á öllu þessu stóð sat dóms­for­mað­ur­inn, Arn­fríður Ein­ars­dótt­ir, fimm metrum fyrir framan Vil­hjálm.

Af hverju var Arn­fríður ekki meðal 15 hæfustu?

Að loknum mál­flutn­ingi Vil­hjálms tók sak­sókn­ar­inn Jón H.B. við. Hann gerði þær kröfur að kröfu Vil­hjálms yrði vísað frá og til vara að henni verði hafn­að.

Jón H.B. Snorrason saksóknari. Mynd: Bára Huld Beck.Jón sagði eðli­legt að fjalla almennt um hæfi dóm­ara en vakti athygli á því að eng­inn sé skip­aður dóm­ari í Lands­rétti nema hann upp­fylli almenn hæf­is­skil­yrði sam­kvæmt lög­um. Fyrir liggi að allir þeir 33 sem sóttu um emb­ættin fimtán hafi upp­fyllt þessi hæf­is­skil­yrði til þess að það mætti skipa þá sem dóm­ara. Jón gerði athug­semd við að Vil­hjálmur hefði vísað til Hæsta­rétt­ar­dómanna þar sem fjallað var um miska­bóta­kröfur umsækj­end­anna þar sem þeir hafi ekki fjallað um skipun Arn­fríðar eða skipun ein­stakra dóm­ara

Jón vakti einnig athygli á að í dómum þessum hafi verið tekið fram að ráð­herra hafi verið óheim­ilt að skipa í dóm­ara­emb­ætti mann sem dóm­nefnd hafi ekki talið hæf­astan, en víkja hafi mátt frá því ef Alþingi sam­þykki til­lögu ráð­herra þess efn­is. Hann sagði lögin skýr um það að þegar ráð­herra hafi fengið nefnd­ar­á­litið í hendur þá hafi hann val um að skoða og rann­saka þetta nefnd­ar­á­lit og leggja það fyrir Alþingi óbreytt eða gera breyt­ingu á því. Það sé alveg skýrt að ráð­herra hafi heim­ild til þess og þurfi vænt­an­lega að und­ir­búa málið fyrir Alþingi þannig að það liggi ljóst fyr­ir, ef hann gerir breyt­ingu, hver sé ástæða breyt­ing­ar­inn­ar.

Jón vék tal­inu að lista hæfn­is­nefnd­ar­innar sem ráð­herra fékk í hendur með mati á öllum umsækj­end­un­um. „Það er hægt að spyrja sig af hverju var Arn­fríður Ein­ars­dóttir ekki á meðal fimmtán hæfust­u,“ spurði Jón og sagði ráð­herra hafa gert grein fyrir því í þing­inu að efn­is­legar ástæður hafi verið fyrir því að gera breyt­ingar á list­anum því að dóm­ara­reynsla hafi verið van­met­inn þáttur í nið­ur­stöðu nefnd­ar­inn­ar. Um leið og ein­hverjar áherslu­breyt­ingar væru gerðar á mat­inu þá riðlist röð­unin á list­an­um.

For­set­inn sagði engin mis­tök hafa átt sér stað

„Það er eðli­leg og efn­is­leg ástæða hjá ráð­herra að draga fram þennan þátt sem veiga­meiri og með því móti var Arn­fríður Ein­ars­dóttir sem um er fjallað hér færð á meðal fimmtán hæf­ustu. Það fylgdu því rök og ástæður og það var grund­völlur þeirrar ákvörð­unar sem að ráð­herra fékk með­byr með í þing­in­u,“ sagði Jón. Hann sagði ráð­herra hafa gert þær ráð­staf­anir sem lög mæli fyrir um og tryggt það gagn­sæi sem sé svo þýð­ing­ar­mikið að sé á allri máls­með­ferð­inni, að það séu ástæður settar fram í til­efni af breyt­ingum á list­an­um.

Jón sagði að í þessu máli hefði rétt stjórn­vald, með réttum hætti tekið ákvörð­un­ina og vand­séð hvernig hægt sé að túlka það svo að ákvörð­unin hafi verið í and­stöðu við stjórn­ar­skránna og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Sak­sókn­ar­inn vék að því í lok­inn að for­seti Íslands hafi að end­ingu und­ir­ritað dóm­ara­skip­an­ina og sent frá sér yfir­lýs­ingu sam­dæg­urs um að hann hefði kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að mis­tök hafi ekki átt sér stað við atkvæða­greiðslu þings­ins. Máls­með­ferðin hafi verið í sam­ræmi við lög, þing­venju og þing­sköp áður en hann síðan mót­mælti aftur kröfum verj­and­ans, Vil­hjálms og lagði málið í úrskurð.

Lands­réttur hefur fjórar vikur til að kveða upp úrskurð sinn í mál­inu, en gera má ráð fyrir að það geti vel gerst fljót­lega, jafn­vel í vik­unni.

Dómarar gæta sjálfir að vanhæfi sínu

Dóm­ari telst van­hæfur til að fara með mál af ýmsum ástæðum sem til­greind eru í lög­um. Í þessu máli snýst þetta um 6. grein laga um með­ferð saka­mála, g-lið fyrstu máls­grein­ar, þar sem segir að dóm­ari sé van­hæfur til að fara með mál ef fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlut­drægni hans með réttu í efa. Í 7. grein sömu laga segir að dóm­ari gætir að hæfi sínu til að fara með mál af sjálfs­dáðum, en aðili getur einnig kraf­ist að hann víki sæti, eins og gert var í þessu máli.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kanna hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hafði á matarvenjur Íslendinga
Til þess að skilja betur breytingar á neysluvenjum og viðhorfi til matar á meðan neyðarstig almannavarna var í gildi þá stendur Matís nú fyrir könnun um matarvenjur Íslendinga á meðan COVID-19 faraldurinn stóð sem hæst.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tamson Hatuikulipi og Bernhard Esau grímuklæddir í réttarsal í Windhoek í vikunni ásamt lögmanni sínum.
Yfir 200 milljónir frá Samherjafélagi til tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu
Rannsakandi hjá namibísku spillingarlögreglunni segir að háar óútskýrðar greiðslur hafi farið frá Esju Fishing til tengdasonar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins. Umræddir tengdafeðgar reyna þessa dagana að losna úr gæsluvarðhaldi.
Kjarninn 8. júlí 2020
Öll sem létust í brunanum voru pólskir ríkisborgarar
Borin hafa verið kennsl á þá einstaklinga sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.
Kjarninn 8. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Atli og Elías
Kjarninn 8. júlí 2020
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent