Sagði Landsrétt hvorki sjálfstæðan né óháðan

Málflutningur fór fram um hæfi Arnfríðar Einarsdóttur landsréttardómara í dag. Tekist var á um skipan Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í embætti dómara við réttinn og hvort einn þeirra skyldi víkja sæti í máli vegna vanhæfis.

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður krefst þess að dómari víki sæti vegna vanhæfis.
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður krefst þess að dómari víki sæti vegna vanhæfis.
Auglýsing

Málflutningur fór fram um vanhæfi Arnfríðar Einarsdóttur landsréttardómara í dag. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður lagi fyrir helgi fram kröfu um að Arnfríður viki sæti vegna vanhæfis í máli manns sem sakfelldur var fyrir umferðarlagabrot í héraðsdómi og áfrýjað var til réttarins.

Arnfríður Einarsdóttir var einn þeirra fjögurra dómara sem skipaðir voru í réttinn af Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra sem hæfnisnefnd hafði talið hæfasta til að gegna embættinu.

Óvenjulegar aðstæður

Andrúmsloftið í dómsalnum í þessum nýja áfrýjunardómstól var nokkuð magnað. Aðstæður voru enda mjög óvenjulegar. Fyrsti málflutningur sem fram fór fyrir dómstólnum hafði verið um morguninn og því aðeins um að ræða annað skipti sem mál er flutt fyrir réttinum. Húsnæðið er svo nýuppgert að þar er enn töluverð málningalykt og allar innréttingar og umhverfi nýtt og glansandi.

Auglýsing

Þeir Vilhjálmur og Jón H.B. Snorrason saksóknari flutti málið, hvor fyrir sína hlið. Dómarar málsins komu inn í nýjum vínrauðum skykkjum, þau Þorgeir Ingi Njálsson, Jóhannes Sigurðsson og fyrrnefnd Arnfríður Einarsdóttir, sem málið snýst um. Hinir dómararnir tveir voru meðal þeirra fimmtán sem hæfnisnefndin taldi hæfasta.

Arnfríður setti dómþingið sem dómsformaður í þessu tiltekna máli, sem átti síðar eftir að skipta máli í málflutningi Vilhjálms. Hún var því sú eina af dómurunum þremur sem sagði stakt orð í dag. Arnfríður byrjaði á því að gefa verjandanum, Vilhjálmi, orðið til að bera fram kröfu sína og færa rök fyrir henni.

Dómar Arnfríðar dauður bókstafur

Vilhjálmur byrjaði strax á því að vísa til aðdraganda þess að dómararnir fimmtán voru skipaðir við Landsrétt í júlí á síðasta ári og að Arnfríður hefði ekki verið meðal þeirra sem hæfnisnefndin taldi hæfasta, en hefði samt sem áður verið meðal þeirra sem dómsmálaráðherra lagði til við þingið að skipaðir yrðu. Þannig hafi fjórir af þeim fimmtán sem hæfnisnefndin hafði talið meðal þeirra fimmtán hæfustu ekki verið skipaðir. Þá hafi tillögurnar verið bornar upp til samþykktar í heild sinni í stað þess að leggja hvern umsækjanda fyrir sig fram fyrir þingið.

Vilhjálmur vísaði til ákvæðis stjórnarskrárinnar þar sem segir að skipun dómsvaldsins verði eigi ákveðin nema með lögum og að öllum beri réttur til að fá úrlausn um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Vísaði hann til niðurstaðna Hæstaréttar í bótamálum tveggja þeirra umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt, þar sem þeim voru dæmdar miskabætur vegna brota á málsmeðferðinni við skipan dómaranna fimmtán. Þannig hafi málsmeðferðin um mat á hæfni Arnfríðar ekki verið í samræmi við lög og gengið gegn lögum um dómstóla og stjórnsýlulög og verið í andstöðu við meginreglu um að ávallt skuli skipa hæfasta umsækjanda.

„Af öllu framansögðu er ljóst að Arnfríður var ekki skipuð í embætti í samræmi við lög eins og er fortakslaust skilyrði 59. greinar stjórnarskrár og 2. málsliðar 1. málsgreinar. 6. greinar mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði Vilhjálmur.

Vilhjálmur vísaði einnig í nýlegar niðurstöður annars vegar EFTA dómstólsins í máli sem sneri að skipan dómara, þar sem í ákvörðun dómstólsins kemur fram að gera verði strangar kröfur til þess að réttum málsmeðferðarreglum sé fylgt við skipun dómara. Hann tók sérstaklega fram einn dómara í því máli var Páll Hreinsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari á Íslandi og einn fremsti sérfræðingur Íslands hvað varðar hæfisreglur.

Einnig vísaði hann til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem vísað var í niðurstöðu EFTA dómstólsins og fundið að því að ekki málsmeðferðarreglum hafi ekki verið gætt við skipan dómara. Í því máli hafi viðkomandi dómari ekki með rétti verið talinn með réttu handhafi dómsvalds og dómar hans því dauður bókstafur.

Vilhjálmur sagði hætt við því að með vísan í niðurstöðu Hæstaréttar í miskabótamálum umsækjendanna sem ekki fengu dómaraembætti að dómur Arnfríðar myndu hljóta sömu örlög verði ekki fallist á kröfu þess efnis að henni verði gert að víkja í málinu vegna vanhæfis.

Skipan Arnfríðar brot á réttindum ákærða

Hann sagði kröfu sína byggjast á því að þeir annmarkar sem verið hefðu á skipan Arnfríðar brjóti á rétti skjólstæðings síns til að fá úrlausn sinna mála fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Hann vakti einnig athygli á því að þeir fimmtán dómarar sem skipa landsrétt kjósi forseta réttarins, sem síðan úthlutar málum og ákveður hver sé dómsformaður hverju sinni. Því mætti ákærði, skjólstæðingur hans, hafa réttamætar efasemdir um að réttindi hans væru tryggð.

„Að þessu sögðu er ásýnd dómsins eins og hann er nú skipaður í máli ákærða ekki sú að dómurinn sé sjálfstæður eða nægilega óháður.“

Vilhjálmur velti upp nokkrum spurningum, meðal annars: hvers vegna dómsmálaráðherra hafi verið svo mikið í mun að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt? Hvers vegna voru hæfustu umsækjendurnir samkvæmt ítarlegu og rökstuddu áliti dómnefndar ekki skipaðir? Hvers vegna ráðherra hafi kosið að brjóta lög og setja pólitískt líf sitt að veði til að Arnfríður gæti orðið landsréttardómari? Hvernig Arnfríður og hinir þrír dómararnir, sem ekki voru meðal 15 hæfustu að mati dómnefndar, hafi greitt atkvæði í forseta kjöri Landsréttar og hvort atkvæði þessara fjögurra dómara hafi ráðið úrslitum um það hver valdist til forsætis í Landsrétti? Og hvers vegna forseti Landsréttar hafi úthlutað þessu máli til Arnfríðar Einarsdóttur?

„Auðvitað verður þessum spurningum ekki svarað með vissu, en sú staðreynd að ákærði má með réttu leiða hugann að þeim gerir það að verkum að ásýnd dómsins, hlutrænt séð, er ekki sú að hann sé sjálfstæður,“ sagði Vilhjálmur að lokum og bætti því að við að að öllu þessu virtu væru fyrir hendi atvik eða aðstæður sem séu til þess fallnar að draga megi óhlutdrægni Arnfríðar með réttu í efa og krafðist þess að hún verði úrskurðuð vanhæf til þess að dæma í málinu og gert að víkja sæti.

Meðan á öllu þessu stóð sat dómsformaðurinn, Arnfríður Einarsdóttir, fimm metrum fyrir framan Vilhjálm.

Af hverju var Arnfríður ekki meðal 15 hæfustu?

Að loknum málflutningi Vilhjálms tók saksóknarinn Jón H.B. við. Hann gerði þær kröfur að kröfu Vilhjálms yrði vísað frá og til vara að henni verði hafnað.

Jón H.B. Snorrason saksóknari. Mynd: Bára Huld Beck.Jón sagði eðlilegt að fjalla almennt um hæfi dómara en vakti athygli á því að enginn sé skipaður dómari í Landsrétti nema hann uppfylli almenn hæfisskilyrði samkvæmt lögum. Fyrir liggi að allir þeir 33 sem sóttu um embættin fimtán hafi uppfyllt þessi hæfisskilyrði til þess að það mætti skipa þá sem dómara. Jón gerði athugsemd við að Vilhjálmur hefði vísað til Hæstaréttardómanna þar sem fjallað var um miskabótakröfur umsækjendanna þar sem þeir hafi ekki fjallað um skipun Arnfríðar eða skipun einstakra dómara

Jón vakti einnig athygli á að í dómum þessum hafi verið tekið fram að ráðherra hafi verið óheimilt að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hafi ekki talið hæfastan, en víkja hafi mátt frá því ef Alþingi samþykki tillögu ráðherra þess efnis. Hann sagði lögin skýr um það að þegar ráðherra hafi fengið nefndarálitið í hendur þá hafi hann val um að skoða og rannsaka þetta nefndarálit og leggja það fyrir Alþingi óbreytt eða gera breytingu á því. Það sé alveg skýrt að ráðherra hafi heimild til þess og þurfi væntanlega að undirbúa málið fyrir Alþingi þannig að það liggi ljóst fyrir, ef hann gerir breytingu, hver sé ástæða breytingarinnar.

Jón vék talinu að lista hæfnisnefndarinnar sem ráðherra fékk í hendur með mati á öllum umsækjendunum. „Það er hægt að spyrja sig af hverju var Arnfríður Einarsdóttir ekki á meðal fimmtán hæfustu,“ spurði Jón og sagði ráðherra hafa gert grein fyrir því í þinginu að efnislegar ástæður hafi verið fyrir því að gera breytingar á listanum því að dómarareynsla hafi verið vanmetinn þáttur í niðurstöðu nefndarinnar. Um leið og einhverjar áherslubreytingar væru gerðar á matinu þá riðlist röðunin á listanum.

Forsetinn sagði engin mistök hafa átt sér stað

„Það er eðlileg og efnisleg ástæða hjá ráðherra að draga fram þennan þátt sem veigameiri og með því móti var Arnfríður Einarsdóttir sem um er fjallað hér færð á meðal fimmtán hæfustu. Það fylgdu því rök og ástæður og það var grundvöllur þeirrar ákvörðunar sem að ráðherra fékk meðbyr með í þinginu,“ sagði Jón. Hann sagði ráðherra hafa gert þær ráðstafanir sem lög mæli fyrir um og tryggt það gagnsæi sem sé svo þýðingarmikið að sé á allri málsmeðferðinni, að það séu ástæður settar fram í tilefni af breytingum á listanum.

Jón sagði að í þessu máli hefði rétt stjórnvald, með réttum hætti tekið ákvörðunina og vandséð hvernig hægt sé að túlka það svo að ákvörðunin hafi verið í andstöðu við stjórnarskránna og mannréttindasáttmála Evrópu.

Saksóknarinn vék að því í lokinn að forseti Íslands hafi að endingu undirritað dómaraskipanina og sent frá sér yfirlýsingu samdægurs um að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að mistök hafi ekki átt sér stað við atkvæðagreiðslu þingsins. Málsmeðferðin hafi verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp áður en hann síðan mótmælti aftur kröfum verjandans, Vilhjálms og lagði málið í úrskurð.

Landsréttur hefur fjórar vikur til að kveða upp úrskurð sinn í málinu, en gera má ráð fyrir að það geti vel gerst fljótlega, jafnvel í vikunni.

Dómarar gæta sjálfir að vanhæfi sínu

Dóm­ari telst van­hæfur til að fara með mál af ýmsum ástæðum sem til­greind eru í lög­um. Í þessu máli snýst þetta um 6. grein laga um með­ferð saka­mála, g-lið fyrstu máls­grein­ar, þar sem segir að dóm­ari sé van­hæfur til að fara með mál ef fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlut­drægni hans með réttu í efa. Í 7. grein sömu laga segir að dóm­ari gætir að hæfi sínu til að fara með mál af sjálfs­dáðum, en aðili getur einnig kraf­ist að hann víki sæti, eins og gert var í þessu máli.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent