Vilja að Arion banki greiði hluthöfum tugi milljarða króna

Lífeyrissjóðir hafa til 12. febrúar til að svara hvort þeir ætli sér að kaupa í Arion banka eða ekki. Þann dag verður haldinn hluthafafundur í bankanum og ákveðið hvort greiða eigi út 25 milljarða í arð og kaupa eigin bréf fyrir allt að 19 milljarða.

Arion Banki
Auglýsing

Stjórn Arion banka leggur til að bank­inn greiði 25 millj­arða króna í arð vegna síð­asta árs. Arð­greiðslan er skil­yrt því að Kaup­þing ehf., stærsti eig­andi Arion banka, muni ná að selja að minnsta kosti tvö pró­sent af eign sinni í bank­anum fyrir 15. apríl næst­kom­andi. Auk þess verður lögð fram til­laga um að bank­inn fái heim­ild til að kaupa tíu pró­sent af eigin bréfum fyrir allt að 18,8 millj­arða króna af hlut­höfum sín­um. Sú heim­ild á líka að vera í gildi til 15. apr­íl.Frá þessu er greint í til­kynn­ingu til Kaup­hallar.

­Til­lagan verður tekin fyrir á hlut­hafa­fundi bank­ans sem fram fer 12. febr­úar næst­kom­andi. Þá rennur einnig út frestur líf­eyr­is­sjóða sem boðið hefur verið að kaupa hlut í Arion banka. Heim­ildir Kjarn­ans herma að ólík­legt sé að tveir stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR) og Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna, muni kaupa í bank­anum á þessum tíma­punkti. Sjóð­irnir voru beðnir um að gefa til kynna hvort það væri lík­legt fyrir lok dags 2. febr­úar síð­ast­lið­ins, sem var á föstu­dag. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans voru við­brögðin ekki jákvæð.

Kaup­þing er stærsti eig­andi Arion banka með um 57 pró­sent hlut. Vog­un­­­­­ar­­­­­sjóð­irn­ir Taconic Capi­tal, Och-Ziff Capital­M­ana­­gement, Attestor Capi­­tal og fjár­­­­­­­­­fest­inga­­­­­bank­inn Gold­man Sachs eiga sam­an­lagt 29,59 pró­­­­­­sent hlut í bank­anum og íslenska ríkið á 13 pró­sent hlut.

Allt á hreyf­ingu næstu vik­urnar

Kjarn­inn greindi frá því um miðjan jan­úar að ráð­gjafar frá Kviku banka, sem ráðnir voru af Kaup­þingi til að aðstoða við söl­una á Arion banka í lok síð­asta árs, hefðu haldið kynn­ingar fyrir nokkra íslenska líf­eyr­is­sjóði með það fyrir augum að fá þá til að kaupa um fimm pró­­sent hlut í bank­­anum hið minnsta áður en að hluta­fjár­­út­­­boð verður hald­ið. Á kynn­ing­unum voru sjóð­irnir hvattir til að kaupa hlut í bank­­anum áður en að árs­­upp­­­gjör hans verður gert opin­bert. Það upp­gjör mun birt­ast í síð­asta lagi um miðjan febr­ú­ar.

Auglýsing
Sam­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans verður í kjöl­farið farið á fullt í að skrá Arion banka á markað og selja eft­ir­stand­andi hluti í honum í hluta­fjár­­út­­­boði. Reynt verði að klára skrán­ing­una í mars en að hún verði að fara fram í síð­­asta lagi í maí. Kaup­­þing hefur út árið 2018 til að selja hlut sinn í Arion banka og for­svar­s­­menn félags­­ins vilja ekki draga skrán­ingu of nálægt þeim tíma­­mörk­­um.

Geta fengið háar bón­us­greiðslur tak­ist að selja allar eignir

Stefnt hefur verið að sölu á Arion banka í tölu­vert langan tíma. Kaup­­þing ehf., eign­­ar­halds­­­fé­lag utan um eft­ir­stand­andi eignir þrota­­bús hins fallna banka, hélt á 87 pró­­sent hlut í Arion banka eftir að gengið hafði verið frá upp­­­gjöri milli þeirra og rík­­is­ins í byrjun árs 2016. Og ríkið hélt áfram á 13 pró­­sent hlut.

Í sam­komu­lag­inu við kröf­u­haf­anna stóð líka að íslenska ríkið ætti for­­kaups­rétt á hlutum í Arion banka ef bank­inn yrði seldur fyrir virði sem væri 80 pró­­­sent eða minna af bók­­­færðu eigin fé. Söm­u­­leiðis getur ríkið geti leyst Arion banka til sín ef ekki tæk­ist að selja hann fyrir árs­­lok 2018.

Í ágúst 2016 var greint frá því að um 20 starfs­­menn Kaup­­þings gætu fengið allt að 1,5 millj­­arða króna í bón­us­greiðslur ef mark­mið um hámörkun á virði óseldra eigna myndi nást. Þessar bón­us­greiðslur ættu að greið­­ast út eigi síðar en í lok apríl 2018. Langstærsta óselda eignin á þeim tíma var 87 pró­­sent hlutur Kaup­­þings í Arion banka. Og sú eign er enn að hluta óseld.

Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum frá Kaup­­þingi þá verða bón­us­greiðsl­­urnar að óbreyttu greiddar út fyrir lok apr­íl. Þau við­­skipti sem áttu sér stað með hluti í Arion banka í fyrra hafa áhrif á umfang þeirra en fyr­ir­hugað hluta­fjár­­út­­­boð á eft­ir­stand­andi 57,4 pró­­sent hlut Kaup­­þings mun ekki gera það.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Matthildur Björnsdóttir
Of mikil rómantík í kringum barneignir
Kjarninn 7. desember 2019
Mótmælendur á Möltu í lok nóvember 2019
„Við megum ekki hægja á okkur“
Íslensk kona búsett á Möltu til margra ára segir að ekki megi hægja á mótmælum þar í landi en margir krefjast þess að forsætisráherrann segi af sér nú þegar vegna spillingar.
Kjarninn 7. desember 2019
Þrír flokkar leggja til þrjár leiðir sem brjóta upp tangarhald á sjávarútvegi
Verði nýtt frumvarp að lögum verður tangarhald nokkurra hópa á íslenskum sjávarútvegi brotið upp. Allar útgerðir sem halda á meira en eitt prósent kvóta verða að skrá sig á markað og skilyrði um hvað teljist tengdir aðilar þrengd mjög.
Kjarninn 7. desember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það hagnast enginn á ógagnsæi nema sá sem hefur eitthvað að fela
Kjarninn 7. desember 2019
Zúistar til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
Fjárreiður Zuism, trúfélags sem ríkið telur að sé málamyndafélagsskapur með þann tilgang að komast yfir skattfé, eru til rannsóknar hjá embætti sem rannsakar efnahagsbrot. Félagsmenn eru nú um helmingi færri en þeir voru 2016.
Kjarninn 7. desember 2019
Mikill samdráttur í innflutningi milli ára
Vöruviðskipti þjóðarbússins við útlönd eru hagstæðari nú en fyrir ári. Sé rýnt í tölurnar, sést að ástæðan er einfaldlega minni neysla heima fyrir.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar