Vilja að Arion banki greiði hluthöfum tugi milljarða króna

Lífeyrissjóðir hafa til 12. febrúar til að svara hvort þeir ætli sér að kaupa í Arion banka eða ekki. Þann dag verður haldinn hluthafafundur í bankanum og ákveðið hvort greiða eigi út 25 milljarða í arð og kaupa eigin bréf fyrir allt að 19 milljarða.

Arion Banki
Auglýsing

Stjórn Arion banka leggur til að bank­inn greiði 25 millj­arða króna í arð vegna síð­asta árs. Arð­greiðslan er skil­yrt því að Kaup­þing ehf., stærsti eig­andi Arion banka, muni ná að selja að minnsta kosti tvö pró­sent af eign sinni í bank­anum fyrir 15. apríl næst­kom­andi. Auk þess verður lögð fram til­laga um að bank­inn fái heim­ild til að kaupa tíu pró­sent af eigin bréfum fyrir allt að 18,8 millj­arða króna af hlut­höfum sín­um. Sú heim­ild á líka að vera í gildi til 15. apr­íl.Frá þessu er greint í til­kynn­ingu til Kaup­hallar.

­Til­lagan verður tekin fyrir á hlut­hafa­fundi bank­ans sem fram fer 12. febr­úar næst­kom­andi. Þá rennur einnig út frestur líf­eyr­is­sjóða sem boðið hefur verið að kaupa hlut í Arion banka. Heim­ildir Kjarn­ans herma að ólík­legt sé að tveir stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR) og Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna, muni kaupa í bank­anum á þessum tíma­punkti. Sjóð­irnir voru beðnir um að gefa til kynna hvort það væri lík­legt fyrir lok dags 2. febr­úar síð­ast­lið­ins, sem var á föstu­dag. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans voru við­brögðin ekki jákvæð.

Kaup­þing er stærsti eig­andi Arion banka með um 57 pró­sent hlut. Vog­un­­­­­ar­­­­­sjóð­irn­ir Taconic Capi­tal, Och-Ziff Capital­M­ana­­gement, Attestor Capi­­tal og fjár­­­­­­­­­fest­inga­­­­­bank­inn Gold­man Sachs eiga sam­an­lagt 29,59 pró­­­­­­sent hlut í bank­anum og íslenska ríkið á 13 pró­sent hlut.

Allt á hreyf­ingu næstu vik­urnar

Kjarn­inn greindi frá því um miðjan jan­úar að ráð­gjafar frá Kviku banka, sem ráðnir voru af Kaup­þingi til að aðstoða við söl­una á Arion banka í lok síð­asta árs, hefðu haldið kynn­ingar fyrir nokkra íslenska líf­eyr­is­sjóði með það fyrir augum að fá þá til að kaupa um fimm pró­­sent hlut í bank­­anum hið minnsta áður en að hluta­fjár­­út­­­boð verður hald­ið. Á kynn­ing­unum voru sjóð­irnir hvattir til að kaupa hlut í bank­­anum áður en að árs­­upp­­­gjör hans verður gert opin­bert. Það upp­gjör mun birt­ast í síð­asta lagi um miðjan febr­ú­ar.

Auglýsing
Sam­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans verður í kjöl­farið farið á fullt í að skrá Arion banka á markað og selja eft­ir­stand­andi hluti í honum í hluta­fjár­­út­­­boði. Reynt verði að klára skrán­ing­una í mars en að hún verði að fara fram í síð­­asta lagi í maí. Kaup­­þing hefur út árið 2018 til að selja hlut sinn í Arion banka og for­svar­s­­menn félags­­ins vilja ekki draga skrán­ingu of nálægt þeim tíma­­mörk­­um.

Geta fengið háar bón­us­greiðslur tak­ist að selja allar eignir

Stefnt hefur verið að sölu á Arion banka í tölu­vert langan tíma. Kaup­­þing ehf., eign­­ar­halds­­­fé­lag utan um eft­ir­stand­andi eignir þrota­­bús hins fallna banka, hélt á 87 pró­­sent hlut í Arion banka eftir að gengið hafði verið frá upp­­­gjöri milli þeirra og rík­­is­ins í byrjun árs 2016. Og ríkið hélt áfram á 13 pró­­sent hlut.

Í sam­komu­lag­inu við kröf­u­haf­anna stóð líka að íslenska ríkið ætti for­­kaups­rétt á hlutum í Arion banka ef bank­inn yrði seldur fyrir virði sem væri 80 pró­­­sent eða minna af bók­­­færðu eigin fé. Söm­u­­leiðis getur ríkið geti leyst Arion banka til sín ef ekki tæk­ist að selja hann fyrir árs­­lok 2018.

Í ágúst 2016 var greint frá því að um 20 starfs­­menn Kaup­­þings gætu fengið allt að 1,5 millj­­arða króna í bón­us­greiðslur ef mark­mið um hámörkun á virði óseldra eigna myndi nást. Þessar bón­us­greiðslur ættu að greið­­ast út eigi síðar en í lok apríl 2018. Langstærsta óselda eignin á þeim tíma var 87 pró­­sent hlutur Kaup­­þings í Arion banka. Og sú eign er enn að hluta óseld.

Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum frá Kaup­­þingi þá verða bón­us­greiðsl­­urnar að óbreyttu greiddar út fyrir lok apr­íl. Þau við­­skipti sem áttu sér stað með hluti í Arion banka í fyrra hafa áhrif á umfang þeirra en fyr­ir­hugað hluta­fjár­­út­­­boð á eft­ir­stand­andi 57,4 pró­­sent hlut Kaup­­þings mun ekki gera það.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar