Íslandsveðmál kröfuhafa gekk fullkomlega upp

haftahopur.jpg
Auglýsing

End­ur­heimtir kröfu­hafa föllnu bank­anna, þegar þeir eru búnir að greiða umsamið stöð­ug­leika­fram­lag til rík­is­sjóðs, verða betri en þeir hafa reiknað með að þær yrðu á und­an­förnum árum. Kröfu­hafar Glitnis munu til að mynda fá allt að 33 pró­sent af nafn­virði krafna sinna miðað við núver­andi eign­ar­stöðu bús­ins og áætlað stöð­ug­leika­fram­lag. Miðað við verð á mark­aði með skulda­bréf Glitnis hafa áætl­aðar end­ur­heimtir oft­ast nær verið á bil­inu 25-30 pró­sent, eða lægri en það sem kröfu­haf­arnir reikna nú með að fá. End­ur­heimtir kröfu­hafa Kaup­þings og Lands­bank­ans verða einnig við efri mörk þess sem þeir hafa talið að þær yrðu á und­an­förnum tæpu sjö árum.

Miðað við það verð sem hefur verið á kröfum á föllnu bank­ana virð­ast kröfu­hafar þeirra því hafa áætlað nokkuð vel fyrir mörgum árum síðan hver nið­ur­staðan yrði þegar greitt yrði úr búun­um. Veð­málið á íslenska efna­hags­hrunið gekk upp og ljóst er að stór hópur kröfu­hafa, sem keyptu kröfur á bank­anna á hrakvirði síðla árs 2008 og á fyrri hluta árs­ins 2009, mun marg­falda fjár­fest­ingu sína.

Virð­ast vera að fá góðan "díl"



Stjórn­völd kynntu áætlun sína um losun hafta í byrjun júní síð­ast­lið­inn. Kynn­ingin snérist að mestu um 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatt sem myndi skila íslenska rík­inu rúm­lega 800 millj­örðum króna. Til að forð­ast álagn­ingu skatts­ins gátu kröfu­hafar föllnu bank­anna sam­þykkt að greiða svo­kallað stöð­ug­leika­fram­lag fyrir næstu ára­mót. Greiðslu sem gerði þeim kleift að fá und­an­þágu frá gjald­eyr­is­höftum og greiða út kröfu­höfum sín­um. Áður en að kynn­ing stjórn­valda, sem haldin var í Hörpu og var sjón­varpað beint, fór fram höfðu stærstu kröfu­hafar allra bank­anna sam­þykkt að greiða þetta stöð­ug­leika­fram­lag og útfært það að mestu hvernig þau ætl­uðu að gera það.

Auglýsing

Tilkynnt var um aðgerðaráætlun stjórnvalda við losun hafta í byrjun júní síðastliðinn. Kynning á aðgerðunum for fram í Hörpu og var sýnd i beinni útsendingu. Skömmu áður höfðu stærstu kröfuhafar föllnu bankanna lagt fram tilboð um að mæta stöðugleikaskilyrðum stjórnvalda til að sleppa við stöðugleikaskatt. Til­kynnt var um aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda við losun hafta í byrjun júní síð­ast­lið­inn. Kynn­ing á aðgerð­unum for fram í Hörpu og var sýnd i beinni útsend­ingu. Skömmu áður höfðu stærstu kröfu­hafar föllnu bank­anna lagt fram til­boð um að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum stjórn­valda til að sleppa við stöð­ug­leika­skatt.

Síðan þá hafa margir rýnt í hvort kröfu­haf­arnir hafi gert góðan „díl“. Erlendir grein­ing­ar­að­ilar virðast, að minnsta kosti sumir hverj­ir, vera á þeirri skoðun og Indefence-hóp­ur­inn, sem barð­ist meðal ann­ars gegn sam­þykkt Ices­a­ve-­samn­ing­anna, hefur gagn­rýnt sam­komu­lag við bank­ana og þann afslátt sem hann telur kröfu­hafa fá vegna þeirra.

Sam­kvæmt grein­ingu Kjarn­ans virð­ast kröfu­hafar vera að fá góðan „díl“. Þeir fjár­munir sem renna til þeirra vegna sam­komu­lags­ins eru meiri en kröfu­haf­arnir hafa verið að reikna með á und­an­förnum árum.

Glitnir "spar­ar" allt að 174 millj­arða



Slita­stjórn Glitnis greindi frá því í hálfs­árs­upp­gjöri sínu, sem birt var í lok ágúst, að hún áætl­aði að búið greiði 205,4 til 254,4 millj­arða króna í stöð­ug­leika­fram­lag til rík­is­sjóðs. Sú upp­hæð er í fullu sam­ræmi við útreikn­inga sem Kjarn­inn gerði á vænt­an­legu fram­lagi Glitnis í kjöl­far þess að rík­is­stjórnin kynnti áætlun sína um losun hafta í byrjun juní síð­ast­lið­inn.

Það er mun lægri upp­hæð en ef stöð­ug­leika­skattur yrði lagt á búið. Þá myndi það þurfa að greiða rík­is­sjóði 329,3 til 379,3 millj­arða króna. Kröfu­hafar Glitnis „spara“ sér því allt að 173,9 millj­arða króna með því að greiða stöð­ug­leika­fram­lagið til að sleppa við skatt­inn, sem yrði 39 pró­sent á allar eignir þess.

Sam­komu­lag­ið,­sem var gert af stærstu kröfu­höfum Glitn­is, var samþykkt af öðrum kröfu­höfum Glitnis á kröfu­hafa­fundi 8. sept­em­ber síð­ast­lið­inn.

Meira en kröfu­haf­ar ­reikn­uðu með



Glitnir er það slitabú sem mun greiða lang­hæstu upp­hæð­ina í stöð­ug­leika­fram­lag. Athygli vekur að engar fréttir hafa borist af and­stöðu við sam­komu­lagið á meðal kröfu­hafa Glitn­is. Það virð­ist fara afar vel ofan í þá. Ástæðan er ein­föld: sú lausn sem nú er verið að landa gerir það að verkum að end­ur­heimtir kröfu­hafa verða meiri en þeir hafa átt von á und­an­farin ár.

Kröfur á slitabú föllnu bank­anna eru að uppi­stöðu skulda­bréf sem ganga kaupum og sölum á skipu­lögðum mark­aði. Í við­skiptum með þær kröfur end­ur­spegl­ast það sem kröfu­haf­arnir telja virði krafn­anna verði þegar þær verða greiddar út. Væntar end­ur­heimtur á skulda­bréf Glitnis frá síðla árs 2009 og fram á þetta ár hafa verið á bil­inu 20 pró­sent af nafn­virði krafna og upp í um 30 pró­sent. Í vor voru end­ur­heimt­irnar áætl­aðar á bil­inu 27 til 29 pró­sent sam­kvæmt gerðum við­skipt­u­m. Það þýðir að kröfu­hafar reikn­uðu með að 27 til 29 krónur af hverjum 100 nafn­virð­is­krónum myndi skila sér í vasa þeirra við upp­gjör bús­ins.

Sam­þykktar almennar kröfur í bú Glitnis eru 2.372 millj­arðar króna og eignir þess 981,1 millj­arður króna. Miðað við áætlað stöð­ug­leika­fram­lag munu kröfu­hafar Glitnis fá 726,7 til 775,7 millj­arða króna til skipt­anna. Það eru 30,6 til 32,6 pró­sent af nafn­virði krafna í búið, sem eru tölu­vert hærri end­ur­heimtir en kröfu­hafar hafa búist við und­an­farin ár.

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Stein­unn Guð­bjarts­dótt­ir, for­maður slita­stjórnar Glitn­is.

Við efri mörk væntra end­ur­heimta Kaup­þings



Miðað við útreikn­inga Kjarn­ans mun slitabú Kaup­þings þurfa að greiða um 100 millj­arða króna í stöð­ug­leika­fram­lag til að losna við stöð­ug­leika­skatt­inn. Ef hann myndi verða lagður á eignir Kaup­þings myndi hann skila um 327,2 millj­örðum króna.

Sam­þykktar almennar kröfur í bú bank­ans eru 2.806 millj­arðar króna og eignir hans eru metnar á um 838 millj­arða króna.

Væntar end­ur­heimtir kröfu­hafa Kaup­þings, miðað við það stöð­ug­leika­fram­lag sem búið mun að öllum lík­indum greiða, verða því 26,3 pró­sent af kröf­um.  Það er í takti við það sem kröfu­hafar hafa metið virði krafna á Kaup­þing á und­an­farin ár. Á tíma­bil­inu októ­ber 2009 til mars 2013 voru áætl­aðar end­ur­heimtir lægstar 20,5 pró­sent en mestar 29 pró­sent. Oft­ast voru þær á bil­inu 24 til 26 pró­sent og því eru end­ur­heimtir kröfu­hafa Kaup­þings eftir greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags örlítið hærri en þær voru oft­ast á þessu ára­bili.

Líkt og hjá Glitni, og Lands­bank­anum líka, voru það stærstu kröfu­hafar Kaup­þings sem gerðu sam­komu­lag um greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags við stjórn­völd. Aðrir kröfu­hafar fá tæki­færi til að taka afstöðu til þess sam­komu­lags á kröfu­hafa­fundi 30. sept­em­ber næst­kom­andi.

Lands­bank­inn greiðir minnst



Slitabú Lands­bank­ans mun greiða stjórn­völdum um 30 millj­arða króna í stöð­ug­leika­fram­lag. Ástæða þess að greiðsl­urnar eru mun lægri en hjá hinum tveimur eru tví­þætt­ar: ann­ars vegar vegna þess að þorri eigna Lands­bank­ans fóru í að greiða upp for­gangs­kröfur vegna inn­stæðna, aðal­lega Ices­a­ve. Slíkar kröfur í búið eru alls 1.328 millj­arðar króna. Hins vegar hélt slitabú Lands­bank­ans ekki eftir nýja bank­anum sem búinn var til um inn­lendar eignir og skuldir hans heldur fékk ríkið hann. Nýi Lands­bank­inn hefur greitt íslenska rík­inu mik­inn arð á und­an­förnum árum og nú stendur til að selja allt að 30 pró­sent hlut í hon­um, sem mun skila rík­inu miklum fjár­mun­um.

Þorri eigna slitabús Landsbankans fór í að greiða forgangskröfur vegna Icesave. Þorri eigna slita­bús Lands­bank­ans fór í að greiða for­gangs­kröfur vegna Ices­a­ve.

Sam­þykktar kröfur í bú Lands­bank­ans voru 3.051 millj­arður króna. Þegar búið er að gera ráð fyrir greiðslu for­gangskrafna, sem eru þegar að lang­mestu greidd­ar, standa eftir kröfur upp á 1.612 millj­arða króna og eignir upp á um 251 millj­arð króna. Því fá almennir kröfu­hafar um 8,2 pró­sent end­ur­heimtir á öllum sam­þykktum kröf­um. Það er í takti við virði krafna á bank­ann á árunum 2010 og framan af árinu 2011. Síð­ari hluta þess árs og næstu árin á eftir féll hins vegar verð á skulda­bréfum Lands­bank­ans og í lok árs 2012 voru væntar end­ur­heimtur komnar niður í um fimm pró­sent af nafn­virði krafna. Þegar ein­ungis almennar kröfur á Lands­bank­ans eru taldar með, ekki for­gangs­kröf­ur, eykst end­ur­heimt­ar­hlut­fallið enn frekar og verður 15,6 pró­sent.

Almennir kröfu­hafar gamla Lands­bank­ans fá tæki­færi til að kjósa um stöð­ug­leika­fram­lagið á kröfu­haf­ar­fundi sem fram fer 2. októ­ber næst­kom­andi.

Þeir sem komu fyrstir inn mok­græða



Þótt að sam­setn­ing kröfu­hafa­hópa bank­anna sé vel þekkt, en uppi­staðan í þeim eru banda­rískir fjár­fest­inga- og vog­un­ar­sjóð­ir, þá er ógjörn­ingur að sjá hvað hver þeirra mun "græða" á því að fjár­festa í efna­hags­legu hruni Íslands. Engar upp­lýs­ingar eru aðgengi­legar um á hvaða gengi stærstu kröfu­haf­arnir keyptu sig inn.

Það er þó hægt að draga þá ályktun að þeir sem komu snemma inn, keyptu skulda­bréf á íslensku bank­anna síðla árs 2008 og á árinu 2009, muni marg­falda fjár­fest­ingu sína.

Skulda­bréf á Glitni, Kaup­þing og Lands­bank­ans voru til að mynda boðin upp í þremur upp­boðum alþjóð­legra trygg­inga­fé­laga, sem höfðu selt skulda­bréfa­trygg­ingar á þá, í nóv­em­ber 2008. Fyrsta upp­boðið var haldið 4. nóv­em­ber með skulda­trygg­ingar á Lands­bank­ann. Sam­kvæmt nið­ur­stöðu þess voru áætl­aðar end­ur­heimtur bréfa á bank­ann 1,25 pró­sent. Dag­inn eftir var haldið upp­boð á trygg­ingum á Glitni sem skil­aði því að væntar end­ur­heimtur voru þrjú pró­sent af upp­haf­legu virði skulda­bréfa. Síð­asta dag­inn, fimmtu­dag­inn 6. nóv­em­ber, voru skulda­trygg­ingar Kaup­þings boðnar upp. Á þeim tíma var greini­legt að reiknað var með að end­ur­heimtur úr búi þess banka yrðu mest­ar, eða 6,625 pró­sent. Þessi upp­boð lögðu síðan lín­una fyrir lág­marks­verð á kröfum á íslensku bank­anna sem skiptu ótt og títt um eig­endur mán­uð­ina eft­ir.

Tíma­bilið frá því að þessi upp­boð fóru fram og þangað til hægt var að lýsa kröfum í bú bank­anna í apríl 2009 er í raun algjört svart­hol. Á þessu hálfa ári áttu sér stað mikil við­skipti með kröfur á íslensku bank­anna en þau eru þess eðlis að ómögu­legt er að rekja þau. Því er hvorki hægt að sjá hverjir voru stór­tæk­astir í upp­kaupum á þessum tíma né á hvaða verði þeir keyptu. Við­skiptin með kröf­urnar fóru fram á hrakvirði miðað við upp­haf­legt mat.

Sá hópur sem keypti kröfur á þessum tíma mun mok­græða á fjár­fest­ingu sinni.

Það var á þessu tíma­bili sem vog­un­ar­sjóð­irn­ir, sem eiga stærstan hluta krafna á Glitni og Kaup­þing, eign­uð­ust stóran hluta af kröfum sín­um. Ástæður áhuga þeirra eru engin geim­vís­indi. Eignir búanna voru ein­fald­lega miklu meira virði en upp­haf­lega var talið. Sá hópur sem keypti kröfur á þessum tíma mun mok­græða á fjár­fest­ingu sinni.

Upp­gjör hruns­ins skilar rík­inu líka ábata



Þótt kröfu­hafar fái greitt út rúm­lega það sem þeir hafa reiknað með þegar íslenska efna­hags­hrunið verður gert upp þá fær íslenska ríkið líka ýmis­legt. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, reiknar til dæmis með því að stöð­ug­leika­fram­lagið og ávinn­ingur af fyr­ir­hug­uðum gjald­eyr­is­út­boðum fyrir aflandskrónu­eig­endur muni skila rík­is­sjóði um 500 millj­örðum króna. Sú upp­hæð mun, að minnsta kosti að hluta, fara í að greiða niður skuldir og lækkað vaxta­gjöld rík­is­sjóðs mikið á næstu árum.

Auk þess mun upp­gjör slita­bú­anna gera það að verkum að hægt verður að losa um fjár­magns­höft, sem hafa verið hér við lýði frá því síðla árs 2008, án þess að efna­hags­legum stöð­ug­leika verði ógn­að. Með því mun upp­gjör hruns­ins ljúka að mestu á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None