Straumhvörf í samskiptum - Verður Keflavíkurherstöðin opnuð aftur?

17938921808_5428fcc37a_b.jpg
Auglýsing

Aðstoð­ar­varn­ar­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna Robert O. Work átti nýverið fund með íslenskum ráða­mönnum um sam­starf ríkj­anna í örygg­is- og varn­ar­mál­um, auk þess sem hann skoð­aði mann­virki og búnað á Kefla­vík­ur­flug­velli. Í kjöl­farið voru sagðar fréttir af því að Banda­ríkja­menn vildu mögu­lega auka við­veru sína hér, en þeir lögðu her­stöð­ina á Mið­nes­heiði niður með skömmum fyr­ir­vara árið 2006 eftir hátt í 60 ára starf­semi.

Fram hefur komið að frum­kvæðið að fund­inum hafi ekki komið frá íslenskum stjórn­völdum og engar form­legar við­ræður hafi átt sér stað um þessar vanga­velt­ur. Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra árétt­aði að þetta væri að frum­kvæði Banda­ríkja­manna en ekki stæði til að opna her­stöð­ina aft­ur. Þetta snérist um að við­vera yrði hugs­an­lega meiri, eins og aukna loft­rým­is­gæslu – og þar með meiri nýt­ingu mann­virkja á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Engin ástæða virð­ist því vera til að gera of mikið úr þessum fréttum og að Banda­ríkja­menn séu í þann veg­inn að opna Kefla­vík­ur­her­stöð­ina aft­ur. Á það ber að líta að enn er í gildi varn­ar­samn­ingur milli ríkj­anna, auk þess sem Ísland er stofn­að­ili að NATO. Núver­andi varn­ar­um­svif á Íslandi, þ.m.t. vegna loft­rým­is­gæslu sem Banda­ríkja­menn hafa tekið virkan þátt í, byggja á þeim tveim stoð­um. Ef hins vegar ein­hver fótur er fyrir auknum áhuga Banda­ríkja­manna á frek­ari nær­veru á Íslandi á ný er mjög brýnt að brugð­ist sé við af yfir­veg­un.

Auglýsing

140527-F-NI989-029

 

Mik­il­vægt er að rifja upp sam­komu­lag sem gert var í kjöl­far brott­farar Banda­ríkja­manna frá Íslandi árið 2006. Þar er til­greint í ein­földu máli hvernig varn­ar­sam­starfi ríkj­anna skuli háttað eftir að fastri við­veru varn­ar­liðs nýtur ekki lengur við. Þar segir að ríkin hafi „með hlið­sjón af þeim breyt­ingum sem orðið hafa á örygg­is­málum í heim­inum [...] náð eft­ir­far­andi sam­komu­lagi um aðgerðir sem munu verða til þess að tryggja tví­hliða varn­ar­sam­starfið og leggja traustan grund­völl að fram­tíð­ar­sam­starfi ríkj­anna á sviði varn­ar- og örygg­is­mála.“

Nú er ekki alveg ljóst hvernig þetta sam­komu­lag hefur verið efnt, þó þátt­taka Banda­ríkj­anna í loft­rým­is­gæslu NATO sé lík­ast til sýni­leg­asta birt­ing þess. Hins vegar hlýtur ákvæðið um breyttar for­sendur – sem er í raun útgangs­punktur sam­komu­lags­ins – að kalla á að ríkin setj­ist að samn­inga­borð­inu og end­ur­skoði fram­kvæmd varn­ar­sam­starfs­ins á yfir­veg­aðan hátt, í stóru sam­hengi við NATO sam­starf­ið.

Þrátt fyrir að sam­skipti ríkj­anna hafi form­lega verið góð, að und­an­skil­inni við­var­andi tog­streitu vegna hval­veiða, má segja að Íslend­ingum hafi tek­ist óhöndug­lega upp varð­andi varn­ar- og örygg­is­mála­sam­starf ríkj­anna. Tog­streita ein­kenndi sam­starfið allt frá því Banda­ríkja­menn vildu draga úr umsvifum á Kefla­vík­ur­flug­velli snemma á sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar.

Íslend­ingar gerðu kröfur um við­veru orr­ustu­þota, kröfur sem að ein­hverju leyti voru byggðar á því að halda uppi atvinnu á Suð­ur­nesjum fremur en örygg­is­fræði­legu mati. Einnig þver­neit­uðu íslensk stjórn­völd að taka nokkurn þátt í kostn­aði við rekstur og við­hald Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, þrátt fyrir sífellt minni varn­ar­tengda umferð, en undir það síð­ast var hún orðin langt undir tíunda hluta notk­unar vall­ar­ins.

Á síð­ustu augna­blikum samn­inga­við­ræðna buðu íslensk stjórn­völd þó fram nokkra tugi millj­óna í kostn­að­ar­þátt­töku, en það reynd­ist of lítið og koma allt of seint. Samn­inga­tækni Íslands virð­ist í bak­sýn­is­spegl­inum hafa byggst á fremur illa ígrund­aðri „allt eða ekk­ert“ afstöðu, þar sem aldrei var gert ráð fyrir nið­ur­stöð­unni „ekk­ert“ – eins og reyndin síðan varð.

140514-F-NI989-220

Er áhugi Banda­ríkja­manna á Norð­ur­slóðum og Íslandi að vakna á ný?Óhætt er að segja að Banda­ríkja­menn hafi lítið látið sig Norð­ur­slóðir varða þar til á allra síð­ustu árum. Banda­ríkin er nú í for­ystu í Norð­ur­skauts­ráð­inu og hafa lagt mikla áherslu á að taka umhverf­is­mál föstum tök­um. Ummæli Works ráð­herra nú má túlka á þann hátt að Banda­ríkja­menn vilji einnig láta meira til sín taka í örygg­is­málum Norð­ur­slóða.

Ástæðan er að hluta til breytt staða Rússa og segir hann að vegna auk­innar ógnar sem stafi af Rússum séu nor­rænir ráða­menn ólmir til auk­ins sam­starfs í örygg­is- og varn­ar­mál­um. M.a. var það haft eftir ráð­herr­anum að vegna auk­innar umferðar rúss­neskra flug­véla umhverfis Ísland, kalli Íslend­ingar nú eftir auknum við­bún­aði Banda­ríkja­manna.

Þótt íslenskir ráða­menn hafi nefnt auknar ferðir rúss­neskra her­flug­véla í nágrenni lands­ins er vara­samt að taka þessi orð banda­ríska ráð­herr­ans um að Íslend­ingar upp­lifi mikla vá mjög alvar­lega. Stað­reyndin er sú að Rússar hófu þessi flug að nýju haustið 2006 og er vill­andi að tala um ein­hverja aukn­ingu sem túlka mætti sem beina ógn. Þetta ber þó að sjálf­sögðu að skoða í sam­hengi við fram­komu Rússa ann­ars staðar í Evr­ópu – þ.m.t. á norð­ur­slóðum – breyt­ingar á utan­rík­is­stefnu þeirra og þá stöðu sem komin er upp í sam­skiptum þeirra við önnur ríki.

Ef Banda­ríkja­menn eru í raun að sýna frum­kvæði er mik­il­vægt fyrir Íslend­inga að taka það föstum tök­um. Hér stendur yfir stefnu­mótun í örygg­is- og varn­ar­málum þar sem metnir eru þeir þættir sem ógna öryggi lands­ins og það er almennur vilji íslenskra stjórn­valda að sem best sam­starf geti tek­ist með ríkj­unum vegna þeirrar vinnu.

Án þess að farið sé í ein­hverja leiki við Banda­ríkja­menn er þó grund­vall­ar­at­riði að „halda kúl­inu“ og tala allra síst á þeim nótum sem gefið gætu til kynna að hér ríkti örvænt­ing gagn­vart Rússum eða ein­hverjum öðr­um. Skyn­sam­legt væri að leggja áherslu á víð­tækt örygg­is- og varn­ar­mála­sam­starf auk þeirrar her­verndar af hálfu Banda­ríkja­manna sem felst í varn­ar­samn­ingi ríkj­anna, óháð fastri við­veru banda­rísks her­afla hér.

140514-F-NI989-014

Stafar Íslend­ingum ein­hver sér­stök ógn af Rússum?Stutta svarið við því er nei og ummæli um aukna hættu af Rússum vegna auk­inna umsvifa þeirra á norð­ur­slóð­um, sem gripin eru á lofti og end­ur­óma án frek­ari skýr­inga, eru ekki upp­byggi­leg. Mik­il­vægt er að átta sig á því hvað felst í auknum umsvifum á norð­ur­slóðum – eru það kaf­báta­ferðir á Eystra­salti eða upp­bygg­ing her­stöðvar langt norð-austur í Íshafi?

Rússar eru óút­reikn­an­legir og engin ástæða til ann­ars en tor­tryggja gjörðir þeirra, en mik­il­vægt er þó að leggja ekki aukin umsvif í Norð­ur­-Ís­hafi að jöfnu við t.d. atburði á Krím­skaga. Helstu fræði­menn á sviði norð­ur­slóða­mála segja að meg­in­á­hersla þeirra sé á að við­halda stöð­ug­leika og stuðla að sam­vinnu á svæð­inu.

Yrði norð­ur­sigl­inga­leiðin, með­fram norð­ur­strönd Rúss­land til Asíu, reglu­legur val­kostur þýddi það rót­tæka breyt­ingu á land­fræðipóli­tísku umhverfi í Norð­ur­-Ís­hafi. Rússar hafa lagt í tals­verðar fjár­fest­ingar í höfnum og annarri nauð­syn­legri þjón­ustu með­fram þess­ari 17.500 km löngu strand­lengju. Aug­ljós­lega er því mik­il­vægt fyrir þá að sýna fram á hern­að­ar­lega getu til þess að stjórna svæð­inu.

Að sama skapi skal árétta að aðstæður í Íshaf­inu eru hrein­lega svo erf­iðar að ekk­ert ríki getur haldið úti sjálf­stæðum björg­un­ar­sveit­um, nógu öfl­ugum til að bregð­ast við þegar slys ber að hönd­um, án þess að hern­að­ar­leg úrræði komi til. Það er því mikil ein­földun að tala eins og þarna sé um óyggj­andi merki útþenslu­stefnu Rússa að ræða.

Ekki skal þó gert lítið úr alvar­leika fram­ferðis Rússa í Úkra­ínu og utan­rík­is­stefnu þeirra, sem almennt er ögrandi, t.d. gagn­vart Norð­ur­lönd­unum og Eystra­salts­ríkj­un­um. Sam­staða Íslands með nágrönnum og banda­mönnum gagn­vart Rússum er mjög mik­il­væg. Brýnt er að Íslend­ingar sýni ábyrga fram­komu gagn­vart því örygg­is­mála­sam­starfi sem hefur verið í þróun á Norð­ur­lönd­unum með aðkomu Eystra­salts­ríkj­anna.

Breyttar aðstæður – þörf á end­ur­skoðun varn­ar­samn­ings?Óhætt er að segja að staða Íslands sé tals­vert breytt frá því að Varn­ar­samn­ing­ur­inn var gerður árið 1951. Þá voru Íslend­ingar van­máttugir þiggj­end­ur, höfðu ein­ungis land að bjóða gegn vernd og lítið til mál­anna að leggja í örygg­is- og varn­ar­mála­sam­starfi. Þótt Ísland sé og muni ávallt verða van­mátt­ugt þegar kemur að her­vörnum höfum við nú margt annað að bjóða í slíku sam­starfi.

Um leið og mörkuð er þjóðar­ör­ygg­is­stefna væri lag að leggja grunn að nýju tíma­bili í sam­skiptum Banda­ríkj­anna og Íslands með end­ur­skoðun Varn­ar­samn­ings­ins, eða a.m.k. nýs sam­komu­lags um fram­kvæmd hans eins og gert var árið 2006 – og áður með sér­stökum bók­unum á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Þar gæti útgangs­punkt­ur­inn verið víð­tækt sam­starf, í sam­hengi við NATO aðild, þar sem eigin þjóðar­ör­ygg­is­stefna hins sjálf­stæða, full­valda ríkis er grund­vall­ar­at­riði.

Tví­hliða varn­ar­sam­starf Íslands og Banda­ríkj­anna byggði í upp­hafi á aðild beggja ríkja að NATO. Þær und­ir­stöður virt­ust fúna tals­vert á samn­ings­tím­anum eins og kom ber­lega í ljós vorið 2006 þegar Banda­ríkja­menn ákváðu ein­hliða að kalla varn­ar­liðið heim. NATO kom þá hvergi að málum og hvorki ráð­færðu Banda­ríkin sig við banda­lag­ið, né óskaði Ísland ráð­legg­inga þess þegar þar var komið sögu. Aðkoma banda­lags­ins í kjöl­farið var öll í skugga orð­ins hlut­ar.

Reynslan kennir því Íslend­ingum að ef Banda­ríkja­menn myndu eiga hér fasta við­veru á Íslandi að nýju – sama hvert umfangið gæti orðið – er lík­ast til affara­sæl­ast fyrir báða aðila að það byggi þá vand­lega á grunni sam­starfs og sam­eig­in­legrar aðildar ríkj­anna að NATO. Að sama skapi er mjög mik­il­vægt að breið póli­tísk sátt ríki um næstu skref og að utan­rík­is­ráð­herra og utan­rík­is­mála­nefnd eigi með sér gott sam­starf og sam­ráð um fram­hald­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None