Skellurinn af makrílbanni ekki eins stór og ætla mætti

kjarninn_makrill.jpg
Auglýsing

Skellurinn sem útgerðin varð fyrir vegna þess að Rússar bönnuðu sölu á íslenskum makríl og fleiri afurðum nýlega er stór en langt í frá eins stór og ætla mætti af opinberri umræðu. Verð á mjöli og þó einkum lýsi vegur þar þungt á móti. Raunar má gróflega reikna það úr að skellurinn sé nálægt tíu milljörðum króna en ekki 30 milljörðum eins og oft hefur verið nefnt.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra jók hlutfall makríls sem má fara í bræðslu í kjölfar innflutningsbanns Rússa úr 30 prósent og í 50 prósent í síðasta mánuði. Heimsmarkaðsverð á mjöli liggur nú í um 1.700 Bandaríkjadölum á tonnið og hefur farið hríðlækkandi frá áramótum þegar það stóð í um 2.400 Bandaríkjadölum. Sérfræðingar spá því að þetta verð verði stöðugt næstu tvo ársfjórðunga.

Verð á lýsi hefur hinsvegar farið stöðugt hækkandi undanfarin misseri og stendur nú í um 2.500 dollurum tonnið. Búist er við að það haldi áfram að hækka. Til samanburðar fengust um 1.450 til 1.500 dollarar fyrir frystan makríl í Rússlandi þegar bannið skall á. Hafði makrílverðið þá lækkað nokkuð frá því í fyrra þegar besti makríllinn seldist á vel yfir 2.000 dollara á tonnið og algengt verð var hátt í 1.700 dollarar per tonn.

Auglýsing

Nýtingarstuðlar fyrir mjöl og lýsi hvað makríl varðar eru 22,5 prósent í mjölinu og 21,5 prósent í lýsinu. Það er úr hverju tonni af veiddum makríl má vinna 225 kíló af mjöli og 215 kíló af lýsi. Miðað við fyrrgreind verð skilar makríll í bræðslu í heild tæpum 1.000 Bandaríkjadölum á tonnið. Því má gróflega áætla að fjárhagslegt tjón útgerðarinnar sé nær 10 milljörðum krón en þeim 30 milljörðum króna sem voru mikið í umræðunni í sumar og byggði á árlegum innflutningi makríls á Rússlandsmarkað.

Kreppan hefur lítil áhrif


Við vinnslu þessarar greinar var haft samband við menn sem reynslu hafa af sölu á makríl inn á Rússlandsmarkað. Þeir segja að sem stendur selji Færeyingar sinn makríl til Rússlands á verði sem liggur í kringum 1.650 dollarar á tonnið og kannski væri nær að miða við það verð þegar tjón af völdum makrílbannsins er metið.  Á hitt ber að líta að Fæeyingar eru eina þjóðin í Evrópu sem getur selt makríl til Rússlands í dag og þeir eru örugglega að kreista eins mikið úr þeim viðskiptum og þeir geta.

Brotthvarf Rússlandsmarkaðarins er þó erfiður fyrir Íslendinga því að þrátt fyrir efnahagsþrengingar þar í landi með hruni olíuverðs á heimsmarkaði hélt makríllinn verði sínu betur en flestar aðrar innflutningsvörur í landsinu. „Rússar borguðu ætíð bestu verðið fyrir stærsta fiskinn,“ eins og einn sölustjóri útgerðar orðaði það í samtali.  Þess vegna eru útgerðarmenn ekki að setja markrílinn í bræðslu til hægri og vinstri. Enn er hægt að selja makríl, einkum til Afríkuríkja, á verði sem liggur á bilinu 1.200 til 1.300 Bandaríkjadölum á tonnið. Og menn horfa nokkuð til þess að þann 31. janúar n.k. ætla Rússar að endurskoða bannið.

Björt framtíð í bræðslunni


Greining Rabobank í Hollandi sendi frá sér viðamikla skýrslu í sumar um ástand og horfur á mjöl- og lýsismörkuðum heimsins. Þar kemur m.a. fram að langtímahorfur hvað báðar afurðir eru góðar og þó einkum hvað lýsið varðar.

Helstu ástæður fyrir spáum um áframhaldandi hækkun á lýsinu eru einkum sökum þess að æ stærri hluti þess fer til manneldis. Lýsið er m.a. undirstaðan undir sívaxandi framleiðslu á heilsuafurðum sem innihalda omega 3 fitusýrur. Hvað varðar fiskimjöl mun verð á því fara hækkandi í framtíðinni af tveimur ástæðum. Sú fyrri er að fiskeldi getur ekki án þess verið. Sem stendur er mjölið á bilinu 7 til 9% af fóðri fiskeldisstöðva. Rabobank telur að hugsanlega sé hægt að ná því hlutfalli niður í 6% en alls ekki neðar því þá sé hætta á að fiskeldið misfarist.

Hin ástæðan er ört minnkandi framboð af mjöli í heiminum því æ hærra hlutfall af þeim fiski sem fór í bræðslu er nú notaður beint til manneldis. Við Íslendingar þekkjum Þetta vel t.d.  hvað loðnuveiðarnar varðar. Í upphafi fór nær allur loðnuaflinn í bræðslu. Síðan kom hrognatakan fyrir Japansmarkað og fleiri. Enn síðarvar byrjað að heilfrysta  loðnu til manneldis en þar hefur Rússland einnig verið stór markaður fyrir Íslendinga.

Lýsið spólar framúr jurtaolíu


Í greiningu Rabobank er að finna samanburð á verðþróun á lýsi og jurtaolíu á undanförnum árum.

Heimild/Mynd: Bloomberg. Heimild/Mynd: Bloomberg.

 

Þar kemur fram að allt til ársloka 2012 var verð fyrir lýsi nær hið sama og fyrir sojaolíu. Frá árinu 2013 hefur verð á lýsi hinsvegar rokið upp á meðan verð á sojaolíu hefur farið lækkandi.  Í dag er verð á tonninu af sojaolíu ekki nema rúmlega fjórðungur af lýsisverðinu. Hér er miðað við lýsi frá Perú sem er stærsti framleiðandi þess í dag. Reikna má með að íslenska lýsið sé verðmætara þar sem próteininnihald þess er hærra.

Svipaða þróun má sjá hvað mjölið varðar frá árinu í fyrra. Fram til þess tíma var verð á fiskimöli á pari við verð á sojamjöli en síðan hefur þróunin verið í sitthvora áttina. Fiskimjölið hefur hækkað í verði meðan að sojamjölið hefur lækkað í verði og er orðið tæplega tvöfalt ódýrara í dag en fiskimjöl. Rabobank reiknar með að sá munur fari vaxandi.

Olíuverðið hjálpar til


Annað sem mildar skellinn sem útgerðin varð fyrir með makrílbanninu í Rússlandi er þróun olíuverðs. Frá því í fyrrasumar hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað úr nokkuð yfir 100 Bandaríkjadölum á tunnuna og niður í undir 50 Bandaríkjadali í dag eða um meira en helming.  Spár gera ráð fyrir að olíuverðið hækki ekki mikið í náinni framtíð.

Olíukostnaður útgerðarinnar er stærsti útgjaldpóstur hennar á eftir launum eða um tuttugu prósent.  Þar sem þessi kostnaður hefur lækkað um helming samkvæmt þessum tölum og að teknu tilliti til framangreinds má jafnvel gefa sér að hagnaðurinn af makrílveiðum þessa árs sé næstum á pari við síðasta ár.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None