Skellurinn af makrílbanni ekki eins stór og ætla mætti

kjarninn_makrill.jpg
Auglýsing

Skell­ur­inn sem útgerðin varð fyrir vegna þess að Rússar bönn­uðu sölu á íslenskum mak­ríl og fleiri afurðum nýlega er stór en langt í frá eins stór og ætla mætti af opin­berri umræðu. Verð á mjöli og þó einkum lýsi vegur þar þungt á móti. Raunar má gróf­lega reikna það úr að skell­ur­inn sé ­ná­lægt tíu millj­örðum króna en ekki 30 millj­örðum eins og oft hefur verið nefnt.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra jók hlut­fall mak­ríls sem má fara í bræðslu í kjöl­far inn­flutn­ings­banns Rússa úr 30 pró­sent og í 50 pró­sent í síð­asta mán­uði. Heims­mark­aðs­verð á mjöli liggur nú í um 1.700 Banda­ríkja­döl­u­m á tonnið og hefur farið hríð­lækk­andi frá ára­mótum þegar það stóð í um 2.400 Banda­ríkja­döl­um. Sér­fræð­ingar spá því að þetta verð verði stöðugt næstu tvo árs­fjórð­unga.

Verð á lýsi hefur hins­vegar farið stöðugt hækk­andi und­an­farin miss­eri og stendur nú í um 2.500 doll­urum tonn­ið. Búist er við að það haldi áfram að hækka. Til sam­an­burðar feng­ust um 1.450 til 1.500 doll­arar fyrir frystan mak­ríl í Rúss­landi þegar bannið skall á. Hafði mak­ríl­verðið þá lækkað nokkuð frá því í fyrra þegar besti mak­ríll­inn seld­ist á vel yfir 2.000 doll­ara á tonnið og algengt verð var hátt í 1.700 doll­arar per tonn.

Auglýsing

Nýt­ing­ar­stuðlar fyrir mjöl og lýsi hvað mak­ríl varðar eru 22,5 pró­sent í mjöl­inu og 21,5 pró­sent í lýs­inu. Það er úr hverju tonni af veiddum mak­ríl má vinna 225 kíló af mjöli og 215 kíló af lýsi. Miðað við fyrr­greind verð skilar mak­ríll í bræðslu í heild tæpum 1.000 Banda­ríkja­döl­u­m á tonn­ið. Því má gróf­lega áætla að fjár­hags­legt tjón útgerð­ar­innar sé nær 10 millj­örðum krón en þeim 30 millj­örðum króna sem voru mikið í umræð­unni í sumar og byggði á árlegum inn­flutn­ingi mak­ríls á Rúss­lands­mark­að.

Kreppan hefur lítil áhrifVið vinnslu þess­arar greinar var haft sam­band við menn sem reynslu hafa af sölu á mak­ríl inn á Rúss­lands­mark­að. Þeir segja að sem stendur selji Fær­ey­ingar sinn mak­ríl til Rúss­lands á verði sem liggur í kringum 1.650 doll­arar á tonnið og kannski væri nær að miða við það verð þegar tjón af völdum mak­ríl­banns­ins er met­ið.  Á hitt ber að líta að Fæey­ingar eru eina þjóðin í Evr­ópu sem getur selt mak­ríl til Rúss­lands í dag og þeir eru örugg­lega að kreista eins mikið úr þeim við­skiptum og þeir geta.

Brott­hvarf Rúss­lands­mark­að­ar­ins er þó erf­iður fyrir Íslend­inga því að þrátt fyrir efna­hags­þreng­ingar þar í landi með hruni olíu­verðs á heims­mark­aði hélt mak­ríll­inn verði sínu betur en flestar aðrar inn­flutn­ings­vörur í lands­inu. „Rússar borg­uðu ætíð bestu verðið fyrir stærsta fisk­inn,“ eins og einn sölu­stjóri útgerðar orð­aði það í sam­tal­i.  Þess vegna eru útgerð­ar­menn ekki að setja markríl­inn í bræðslu til hægri og vinstri. Enn er hægt að selja mak­ríl, einkum til Afr­íku­ríkja, á verði sem liggur á bil­inu 1.200 til 1.300 Banda­ríkja­döl­u­m á tonn­ið. Og menn horfa nokkuð til þess að þann 31. jan­úar n.k. ætla Rússar að end­ur­skoða bann­ið.

Björt fram­tíð í bræðsl­unniGrein­ing Rabo­bank í Hollandi sendi frá sér viða­mikla skýrslu í sumar um ástand og horfur á mjöl- og lýs­is­mörk­uðum heims­ins. Þar kemur m.a. fram að lang­tíma­horfur hvað báðar afurðir eru góðar og þó einkum hvað lýsið varð­ar.

Helstu ástæður fyrir spáum um áfram­hald­andi hækkun á lýs­inu eru einkum sökum þess að æ stærri hluti þess fer til mann­eld­is. Lýsið er m.a. und­ir­staðan undir sívax­andi fram­leiðslu á heilsu­af­urðum sem inni­halda omega 3 fitu­sýr­ur. Hvað varðar fiski­mjöl mun verð á því fara hækk­andi í fram­tíð­inni af tveimur ástæð­um. Sú fyrri er að fisk­eldi getur ekki án þess ver­ið. Sem stendur er mjölið á bil­inu 7 til 9% af fóðri fisk­eld­is­stöðva. Rabo­bank telur að hugs­an­lega sé hægt að ná því hlut­falli niður í 6% en alls ekki neðar því þá sé hætta á að fisk­eldið mis­farist.

Hin ástæðan er ört minnk­andi fram­boð af mjöli í heim­inum því æ hærra hlut­fall af þeim fiski sem fór í bræðslu er nú not­aður beint til mann­eld­is. Við Íslend­ingar þekkjum Þetta vel t.d.  hvað loðnu­veið­arnar varð­ar. Í upp­hafi fór nær allur loðnu­afl­inn í bræðslu. Síðan kom hrogna­takan fyrir Jap­ans­markað og fleiri. Enn síð­ar­var byrjað að heilfrysta  loðnu til mann­eldis en þar hefur Rúss­land einnig verið stór mark­aður fyrir Íslend­inga.

Lýsið spólar framúr jurta­olíuÍ grein­ingu Rabo­bank er að finna sam­an­burð á verð­þróun á lýsi og jurta­olíu á und­an­förnum árum.

Heimild/Mynd: Bloomberg. Heim­ild/­Mynd: Bloomberg.

 

Þar kemur fram að allt til árs­loka 2012 var verð fyrir lýsi nær hið sama og fyrir soja­ol­íu. Frá árinu 2013 hefur verð á lýsi hins­vegar rokið upp á meðan verð á soja­olíu hefur farið lækk­and­i.  Í dag er verð á tonn­inu af soja­olíu ekki nema rúm­lega fjórð­ungur af lýs­is­verð­inu. Hér er miðað við lýsi frá Perú sem er stærsti fram­leið­andi þess í dag. Reikna má með að íslenska lýsið sé verð­mæt­ara þar sem prótein­inni­hald þess er hærra.

Svip­aða þróun má sjá hvað mjölið varðar frá árinu í fyrra. Fram til þess tíma var verð á fiski­möli á pari við verð á soja­mjöli en síðan hefur þró­unin verið í sitt­hvora átt­ina. Fiski­mjölið hefur hækkað í verði meðan að soja­mjölið hefur lækkað í verði og er orðið tæp­lega tvö­falt ódýr­ara í dag en fiski­mjöl. Rabo­bank reiknar með að sá munur fari vax­andi.

Olíu­verðið hjálpar tilAnnað sem mildar skell­inn sem útgerðin varð fyrir með mak­ríl­bann­inu í Rúss­landi er þróun olíu­verðs. Frá því í fyrra­sumar hefur heims­mark­aðs­verð á olíu lækkað úr nokkuð yfir 100 Banda­ríkja­döl­u­m á tunn­una og niður í undir 50 Banda­ríkja­dali í dag eða um meira en helm­ing.  Spár gera ráð fyrir að olíu­verðið hækki ekki mikið í náinni fram­tíð.

Olíu­kostn­aður útgerð­ar­innar er stærsti útgjald­póstur hennar á eftir launum eða um tutt­ugu pró­sent.  Þar sem þessi kostn­aður hefur lækkað um helm­ing sam­kvæmt þessum tölum og að teknu til­liti til fram­an­greinds má jafn­vel gefa sér að hagn­að­ur­inn af mak­ríl­veiðum þessa árs sé næstum á pari við síð­asta ár.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None