Umboðsmaður segir tveggja vikna frestinn ekki hafa átt við

Mun ekki hefja frumkvæðisrannsókn á Landsréttarmálinu. Segir tveggja vikna tímafrestinn sem dómsmálaráðherra hefur borið fyrir sig ekki hafa átt við í málinu.

Sigríður Andersen Tryggvi Gunnarsson
Auglýsing

Umboðs­maður Alþingis segir í bréfi sínu til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar að reglan um að dóms­mála­ráð­herra hafi aðeins haft tvær vikur frá því umsögn dóm­nefndar um hæfni dóm­ara var afhent honum og þar til honum bar að leggja til­lögu fyrir Alþingi hafi ekki átt við að því er varð­aði skipun dóm­ara við Lands­rétt. Telur ekki til­efni til frum­kvæð­is­rann­sóknar vegna máls­ins í ljósi umfjöll­unar dóm­stóla og Alþingis um mál­ið.

Sig­ríður And­er­sen dóms­mála­ráð­herra hefur ítrekað borið því við að það hafi haft áhrif á mögu­leika hennar til að rann­saka og und­ir­búa til­lögu til Alþingis um hverja skyldi skipa dóm­ara við rétt­inn að hún hefði aðeins haft tvær vikur til að rann­saka mál­ið. Hún sagði til að mynda á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar í jan­úar að rann­sókn­ar­reglu stjórn­sýslu­laga þyrfti að skoða í ljósi aðstæðna - að hún hafi bara haft þessar tvær vikur og velti því upp hversu mikla rann­sókn­ar­skyldu hægt væri að leggja á ráð­herra ef hann hafi bara tvær vik­ur.

­Tryggvi Gunn­ars­son, umboðs­maður Alþing­is, segir að almennt verði að gæta þess að setja stjórn­völdum ekki svo þröngar skorður í lögum að þau hafi ekki eðli­legan tíma til að und­ir­búa ákvarð­anir sínar og til­lög­ur. Hann rekur síðan til­urð ákvæða laga frá 2016 um dóm­stóla, þar sem kveðið var á um með hvaða hætti standa skyldi að skipun dóm­ara við Lands­rétt.

Auglýsing

Tveggja vikna reglan átti ekki við

Í þeim ákvæðum sé ekk­ert vikið að þeim tveggja vikna fresti sem almennt gildi við skipun dóm­ara. Með til­liti til þess fái umboðs­maður ekki séð að reglan um tveggja vikna frest­inn hafi skýr­lega átt við að því er varð­aði skipun lands­rétt­ar­dóm­ar­anna á árinu 2017.

Hins vegar hafi verið ljóst af bráða­birgða­á­kvæði í lög­unum að skipun dóm­ar­anna og þar með und­ir­bún­ingi ráð­herra og aðkomu Alþingis að afgreiðslu máls­ins þurfti að vera lokið það tím­an­lega að skipa mætti dóm­ar­ana eigi síðar en 1. júlí 2017. Nið­ur­stöðu dóm­nefnd­ar­innar var skilað til ráð­herra 19. maí það ár og ráð­herra afhenti Alþingi til­lögu sína um dóm­ara­efni 29. maí. Alþingi afgreiddi síðan málið 1. júní sama dag og fundum var frestað til 12. sept­em­ber.

Umboðs­maður telur að í ljósi þess að umrædd skipun dóm­ara var ein­stök að því leyt­inu til að verið var að skipa nýjan dóm­stól í heild sinni með 15 dóm­urum telji hann ekki til­efni til að fjalla frekar um hvort til­efni sé til þess að end­ur­skoða umræddan tveggja vikna frest í þeim til­vikum þegar hann á fram­vegis ótví­rætt við. „Al­mennt kann þó að vera ástæða til þess að gæta betur að sam­spili þess tíma sem ein­stakir aðilar innan stjórn­sýsl­unn­ar, og eftir atvikum Alþingi, hafa til þess að ljúka sínum þætti í umfjöllun við skipun í emb­ætti dóm­ara og ætla þessum aðilum hæfi­legan tíma til að sinna hon­um. Þar skiptir að mínu áliti líka máli að gætt sé að því sem áður hefur verið nefnt um nauð­syn­legt traust borg­ar­anna og þeirra sem í hlut eiga sem umsækj­endur til með­ferðar þess­ara mála,“ segir í bréfi umboðs­manns.

Umboðs­maður telur að öðru leyti og í ljósi fyr­ir­liggj­andi umfjöll­unar dóm­stóla og Alþingis um und­ir­bún­ing og ákvarð­anir dóms­mála­ráð­herra vegna til­lagna um skipun dóm­ara í Lands­rétt ekki til­efni til þess að hann taki ein­stök atriði þess máls til athug­unar að eigin frum­kvæði. Sama gildi um fram­komnar upp­lýs­ingar um hvernig staðið var að ráð­gjafa­skyldu ráðu­neyt­is­ins til ráð­herra sam­kvæmt stjórn­ar­ráðslög­um.

Sér­fræð­ingum ráðu­neyt­is­ins skylt að veita ráð­gjöf

Umboðs­maður spyr einnig í bréfi sínu að því hvort ráð­gjaf­ar­skyldu hafi verið skylt. Hann seg­ist hafa, við lestur á dómum Hæsta­réttar í málum tveggja dóm­ara sem nefndin taldi meðal þeirra hæf­ustu en fengu þó ekki dóm­ara­emb­ætti, stað­næmst við eitt atriði sem ekki var að finna umfjöllun um í dómun­um.

Þannig er í lögum um Stjórn­ar­ráð Íslands kveðið á um að ráð­herra skuli leita álits ráðu­neytis til að tryggja að ákvarð­anir hans séu lögum sam­kvæmt og einnig að kveðið sé á um skyldu starfs­manna ráðu­neyta til að veita slíka ráð­gjöf. „Ég minni á að það var einmitt talin ástæða til að skerpa á þess­ari ráð­gjafa­skyldu við end­ur­skoðun Stjórn­ar­ráðslag­anna 2011.“ Í athuga­semdum við frum­varp lag­anna var tekið fram að á ráð­herra hvíli þær skyldur að leita fag­legs álits ráðu­neytis til þess að tryggt sé að ákvarð­anir og athafnir hans séu lögum sam­kvæmt. Ákvæð­inu sé ætlað að tryggja að öll stjórn­sýsla ráð­herra og ráðu­neytis sé í sam­ræmi við ólög­festa rétt­mæt­is­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar, það er að ákvarð­anir og athafnir séu byggðar á mál­efna­legum sjón­ar­miðum eða lög­mætum sjón­ar­miðum sem taki mið af þeim opin­beru hags­munum sem um ræðir hverju sinni.

Umboðs­maður kall­aði því eftir upp­lýs­ingum um hverjir hefðu látið ráð­herra í té slíka ráð­gjöf. Dóms­mála­ráðu­neytið lýsti því hvaða starfs­menn hefðu aðstoðað ráð­herra við málið og veitt ráð­gjöf, sem og hvaða ábend­ingar og ráð­gjöf hafi þar komið fram. Í svari ráðu­neyt­is­ins sagði meðal ann­ars: „Þess má einnig geta að dóms­mála­ráð­herra sjálfur býr yfir sér­þekk­ingu sem nýtt­ist við vinnslu máls­ins en hún er mennt­aður lög­fræð­ingur og starf­aði sem lög­maður um ára­bil.“ Ekki hafi verið leitað eftir ráð­gjöf utan Stjórn­ar­ráðs­ins.

Umboðs­maður segir þannig ljóst að ráð­herra hafi verið látið í té ráð­gjöf starfs­manna í sam­ræmi við lögin en bætir við: „Þótt laga­á­kvæðið mæli ekki fyrir um hvernig ráð­herra beri að haga athöfnum sínum og ákvörð­unum á grund­velli ráð­gjaf­ar­innar er þó rétt að minna á áður til­vitnuð ummæli úr athuga­semdum í frum­varpi til lag­anna um til­gang ákvæð­is­ins.

Boðar tvær lík­legar frum­kvæð­is­rann­sóknir

Umboðs­maður seg­ist hafa óskað eftir því við ráð­herra að fá upp­lýs­ingar um hvenær og með hvaða hætti hann eða ráðu­neyti hans hafi farið yfir og tekið afstöðu til kröf­ur­gerð­ar, málá­stæðna og lag­araka sem sett voru fram af hálfu lög­manns rík­is­ins í dóms­mál­unum tveimur sem umsækj­end­urnir tveir sem ekki fengu Lands­rétt­ar­dóm­ara­emb­ætti höf­uðu.

Hann segir til­efni spurn­ing­ar­innar hafa verið til­hneig­ing sem hann hefur orðið var við í eft­ir­liti sínu með starfs­háttum í stjórn­sýsl­unni þegar stjórn­völd bregð­ast við í dóms­málum sem borg­ar­arnir höfða gegn ríki og sveit­ar­fé­lög­um, sem og hjá sjálf­stæðum úrskurð­ar­nefndum að vissu marki. Sú til­hneig­ing sé sú að stjórn­völd gæti ekki nægj­an­lega að sér­stöðu sinni í þessu efni og skyldu til hlut­lægni.

Þannig geti lög­mæt­is­reglan, en í henni felst ann­ars vegar að ákvarð­anir stjórn­valda mega ekki brjóta í bága við lög og hins­vegar að ákvarð­anir stjórn­valda verða að styðj­ast við heim­ild í lög­um, skipt máli við fram­göngu stjórn­valds sem er í stöðu aðila í dóms­máli við mótun og fram­setn­ingu á kröfum og máls­á­stæð­um. Stjórn­valdi hafi ekki sama frelsi og einka­að­ili til að setja fram kröfur og máls­á­stæður heldur verði það að gæta þess við mótun þeirra að virða gild­andi rétt og leit­ast við að fram­fylgja vilja lög­gjafans. Stjórn­vald þurfi sem aðili að dóms­máli að gæta að hlut­lægni í mála­til­bún­aði sínum og sé þar í áþekkri stöðu og ákæru­vald í saka­mál­um.

„Vegna þeirrar til­hneig­ingar til mögu­legra frá­vika frá því að gæta að þessum kröfum stjórn­sýslu­rétt­ar­ins, sem ég tel mig í auknum mæli hafa orðið varan við í málsvörn stjórn­valda fyrir dóm­stól­um, hef ég gert mér far um að safna saman upp­lýs­ingum um mál sem kunna að vera til marks um þessa starfs­hætti stjórn­valda. Ákveðin atriði í reifun dóm­stóla á kröfum og máls­á­stæðum rík­is­ins í þeim dómum sem gengið hafa vegna þeirra tveggja dóms­mála sem fyr­ir­spurn mín laut að gáfu mér til­efni til þess að óska eftir upp­lýs­ingum um hvernig dóms­mála­ráð­herra og ráðu­neytið hefðu farið yfir og tekið afstöðu til kröfu­gerð­ar, máls­á­stæðna og lag­araka sem sett voru fram af hálfu lög­manns rík­is­ins í þessum mál­um, auk gagna þar um. Sem dæmi um þessi atriði nefni ég þá afstöðu sem lög­maður rík­is­ins hafði uppi um hver bæri sam­kvæmt stjórn­skipun lands­ins ábyrgð á þeim ákvörð­unum sem um var deilt í málunum.“

Hann boðar mögu­lega frum­kvæð­is­at­hugun á þessum atrið­um, sem lið í stærri umfjöllun sem beind­ist þá að fleiri til­vikum og dæmum og því hvaða skyldur hvíli á stjórn­völdum ríkis og sveit­ar­fé­laga sem aðila dóms­mála umfram einka­að­ila og eftir atvikum fyrir sjálf­stæðum kæru- og úrskurða­nefndum vegna þess­ara við­horfa.

Umboðs­maður hefur það einnig til athug­unar að stofna til frum­kvæð­is­mál um störf mats­nefnda, en hann hefur fengið slík mál til sín vegna ráðn­inga hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um. Hefur hann þá í huga að draga fram dæmi um ann­marka og hvort til­efni sé til að setja fram almenn sjón­ar­mið með til­liti til reglna stjórn­sýslu­rétt­ar­ins, úrlausna dóm­stóla og vand­aðra stjórn­sýslu­hátta um að hvaða leyti þurfi að vanda betur til þess­ara mála. Slík umfjöllun mun horfa til fram­tíðar við með­ferð sam­bæri­legra mála þótt dæmi frá lið­inni tíð verði notuð til skýr­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent