Dómsmálaráðherra leggur til sjö konur og átta karla í Landsrétt

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur lagt fram sína tillögu að skipan dómara við Landsrétt. Tillagan er nokkuð breytt frá tillögu dómnefndar, og meðal annars eru fleiri konur á listanum.

7DM_0415_raw_2103.JPG
Auglýsing

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur lagt fram tillögu sína að dómurum við Landsrétt, sem á að taka til starfa í byrjun næsta árs. Sigríður leggur til við Alþingi að sjö konur og átta karlar taki sæti sem dómarar. Málið fer til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. 

„Sú veiting embætta sem liggur fyrir fyrir dómsmálaráðherra er án fordæma. Er augljóslega einstakt að skipa þurfi fimmtán dómara í senn við stofnun nýs dómstóls. Umsækjendur hafa fjölbreyttan bakgrunn. Að mati dómsmálaráðherra er það jákvætt og gefur tilefni til þess að huga sérstaklega að yfirbragði hins nýja dómstóls með tilliti til þeirrar þekkingar og reynslu sem þar verður,“ segir í bréfi Sigríðar til Unnar Brár Konráðsdóttur, forseta Alþingis. 

Tillaga Sigríðar er töluvert frábrugðin þeirri tillögu sem dómnefnd lagði fram fyrir ráðherrann fyrr í þessum mánuði. Fjórir einstaklingar, sem nefndin lagði til að yrðu dómarar, komast ekki á lista Sigríðar. Það eru þeir Ástráður Haraldsson, Eiríkur Jónsson, Jóhannes Rúnar Jóhannsson og Jón Höskuldsson. Í þeirra stað koma Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir.

Auglýsing

Kjarninn greindi frá þeirri tillögu, eins og lesa má hér. Dómnefndin lagði til fimmtán nöfn, sem fara hér á eftir.

 1. Aðal­steinn E. Jón­as­son hæsta­rétt­ar­lög­maður
 2. Ást­ráður Har­alds­son hæsta­rétt­ar­lög­maður
 3. Davíð Þór Björg­vins­son pró­­fessor við laga­­deild Háskóla Íslands
 4. Eiríkur Jóns­son pró­­fessor við laga­­deild Háskóla Íslands
 5. Her­vör Þor­valds­dóttir hér­aðs­dóm­ari
 6. Ing­veldur Ein­ars­dóttir settur hæsta­rétt­ar­dóm­ari
 7. Jóhannes Rúnar Jóhanns­son hæsta­rétt­­ar­lög­­maður
 8. Jóhannes Sig­urðs­son hæsta­rétt­­ar­lög­­maður
 9. Jón Hösk­ulds­son hér­­aðs­­dóm­­ari
 10. Krist­björg Steph­en­sen borg­ar­lög­maður
 11. Oddný Mjöll Arn­ar­dótt­ir pró­­fessor við laga­­deild Háskóla Íslands
 12. Ragn­heiður Harð­ar­dótt­ir hér­­aðs­­dóm­­ari
 13. Sig­urður Tómas Magn­ús­son atvinn­u­lífs­­pró­­fessor við laga­­deild Háskól­ans í Reykja­vík
 14. Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son hæsta­rétt­­ar­lög­­maður
 15. Þor­geir Ingi Njáls­son, dóm­stjóri við Hér­aðs­dóm Reykja­ness. 

Dómnefndin tilgreindi samtals tólf þætti sem hún lagði til grundvallar niðurstöðu sinni. Reynsla af dómarastörfum er þar lögð að jöfnu við reynslu af lögmannsstörfum og störfum í stjórnsýslunni. Samanlögð reynsla af fræðistörfum og kennslu ásamt menntun þá vegur það jafn þurngt og hinir þrír fyrrgreindu þættir. Matsþættir er lúta að stjórn þinghalda, samningu og ritun dóma og almennrar starfshæfni eru hins vega látnir liggja milli hluta, þar sem ekki er gert upp á milli umsækjenda hvað þá þætti varðar. Reynsla dómara fái því ekki það vægi sem tilefni er til. 

Nefndin taldi ekki rétt að bregða út frá venjunni við vægi ákveðinna þátta, og taldi að þeir fimmtán sem hún valdi hafi verið hæfastir. Munur hafi verið á hæfni þess sem var í fimmtánda sæti og þess sem á eftir kom. 

Ráðherra segir í bréfi sínu að mat á hæfni umsækjenda sé alltaf vandasamt. „Eina ófrávíkjanlega krafan sem hlýtur að vera gerð er að til embættisins veljist hæfir einstaklingar og að þeir búi yfir kostum sem renni raunverulegum stoðum undir hið mikilvæga starf sem fram innan réttarins í samstarfi við aðra sem þar starfa.“ Matið verði aldrei vélrænt. 

Eftir að hafa farið yfir öll gögn málsins er það niðurstaða Sigríðar að fleiri umsækjendur hafi komið til greina, alls 24 umsækjendur. 

 1. Aðalsteinn E. Jónasson, hæstaréttarlögmaður
 2. Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari
 3. Ásmundur Helgason, héraðsdómari
 4. Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
 5. Hervör Þorvaldsdóttir, héraðsdómari
 6. Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstaréttardómari
 7. Jóhannes Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður
 8. Jón Finnbjörnsson, héraðsdómari
 9. Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður
 10. Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
 11. Ragnheiður Bragadóttir, héraðsdómari
 12. Ragnheiður Harðardóttir, héraðsdómari
 13. Sigurður Tómas Magnússon, atvinnulífsprófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
 14. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður
 15. Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent