Fallið frá því að heimila dómstólasýslunni að velja dómara í dómnefnd um dómaraskipanir

Vegna athugasemda sem fram komu við frumvarpsdrög um ýmsar breytingar á lögum sem snerta dómstóla hefur verið ákveðið að falla ekki frá skilyrði sem nú er í lögum um að dómstólasýslan skuli ekki tilnefna dómara í dómnefnd um hæfni dómaraefna.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Ekki verður fallið frá því skil­yrði, sem er til staðar í lögum í dag, að sá aðili sem dóm­stóla­sýslan til­nefnir í dóm­nefnd um hæfni umsækj­enda um emb­ætti dóm­ara komi ekki úr röðum dóm­ara. Þetta má lesa í nýju stjórn­ar­frum­varpi frá Jóni Gunn­ars­syni dóms­mála­ráð­herra um ýmsar breyt­ingar á lögum um með­ferð einka­mála, með­ferð saka­mála og dóm­stóla.

Í drögum að frum­varp­inu, sem lögð voru fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda á Þor­láks­messu, var lagt til að dóm­stóla­sýslan fengi frelsi til þess að til­nefna full­trúa í dóm­nefnd­ina úr röðum dóm­ara. Það var gagn­rýnt, bæði af hálfu Lög­manna­fé­lags Íslands og Hauks Loga Karls­son­ar, nýdokt­ors í lög­fræði við HÍ. Tekið var til­lit til þeirra athuga­semda varð­andi þetta atriði við end­an­lega fram­lagn­ingu frum­varps­ins.

Kjarn­inn sagði frá athuga­semdum Hauks Loga við frum­varpið í jan­ú­ar­mán­uði, en hann and­mælti því að rétt væri að afnema þær tak­mark­anir sem í dag eru lagðar á dóm­stóla­sýsl­una við til­nefn­ingu í dóm­nefnd­ina. Þvert á móti, sagði hann, er áskiln­aður um vissan fjöl­breyti­leika nefnd­ar­manna í dóm­nefnd­inni „nauð­­syn­­legur til þess að tryggja þá vald­dreif­ingu, sem lög­­gjaf­inn hafði í huga þegar kemur að sam­­setn­ingu nefnd­­ar­inn­­ar“.

Auk dóm­stóla­sýsl­unnar til­nefna Lands­rétt­ur, Hæsti­rétt­ur, Alþingi og Lög­manna­fé­lagið full­trúa í dóm­nefnd­ina. Haukur Logi benti á að dóm­nefndin færi með veiga­­mikið vald í stjórn­­­skip­un­inni og í reynd stóran hluta valds til skip­unar á dóm­­ur­­um.

„Það er því eðli­­legt að lög­­gjaf­inn hafi komið því þannig fyrir að ein fámenn starfs­­stétt geti ekki án lýð­ræð­is­­legs umboðs komið sér í þá stöðu að hafa úrslita­­vald um hverjir velj­ist til þess að fara með dóms­­vald yfir allri þjóð­inn­i,“ sagði í umsögn Hauks Loga um frum­varps­drög­in.

Ekki úti­lokað að vara­dóm­ara­listi komi til skoð­unar síðar meir

Hvað dóm­ara­skip­anir varðar var í drögum að frum­varp­inu einnig lagt upp með að falla frá þeirri reglu að dóm­arar sem settir eru við Lands­rétt og Hæsta­rétt, hvort heldur í ein­stök mál eða í til­tekið tíma­bil, skyldu koma úr röðum fyrr­ver­andi dóm­ara ef kostur væri á. Áfram er stefnt að þessum breyt­ing­um, í fram­lögðu frum­varpi dóms­mála­ráð­herra.

Í umsögn Hauks Loga um frum­varps­drögin sagði að rétt væri að þetta fyr­ir­komu­lag hefði ekki reynst hent­ugt – erfitt hefði verið að fá fyrr­ver­andi dóm­ara til setu sem vara­dóm­ar­ar, en bent var á að rök stæðu enn til þess að binda hendur þeirra sem skipa dóm­ara til skamms tíma með ein­hverjum hætti. Þau rök hafi verið að hætta væri á að geð­þótti gæti ráðið því hverjir væru settir dóm­arar til skamms tíma og að „þetta vald væri notað til þess að lyfta þókn­an­legum fram­tíðar umsækj­endum um dóm­ara­emb­ætti yfir aðra með því að veita þeim dóm­ara­reynslu.“

Auglýsing

Haukur Logi viðr­aði þann mögu­leika að í stað þess að veita dóm­nefnd fullt frelsi til þess að skipa lög­fræð­inga í dóm­ara­emb­ætti til skemmri tíma væri hægt að útbúa lista sem valið yrði af.

„Hægt væri að útbúa list­ann þannig að þeim umsækj­endum um emb­ætti dóm­­ara, sem telj­­ast af dóm­­nefnd hæfir til að taka sæti en hljóta ekki emb­ætti, væri boðið að taka sæti á þessum lista. Jafn­­framt mætti bjóða dóm­­urum sem látið hafa af störfum að vera á list­­anum og mög­u­­lega mætti aug­lýsa reglu­­lega eftir fólki á list­ann, sem yrði þá hæf­is­­metið líkt og dóm­­ara­efni af dóm­­nefnd­inni. List­ann ætti að birta opin­ber­­lega og skrá ætti hags­muna­­tengsl og lög­­fræð­i­­leg sér­­­svið þeirra sem á honum eru. Loks ætti að birta töl­fræði í árs­­skýrslu dóm­stóla­­sýsl­unnar um hverjir eru kall­aðir til að taka sæti á hverju ári. Gagn­­sæi og for­m­­festa um störf og val vara­­dóm­­ara ætti að koma í veg fyrir þá gagn­rýni sem varð til­­efni þeirrar reglu sem frum­varps­drögin leggja til að verði breytt til fyrra horfs,“ skrif­aði Haukur Logi í umsögn sinni.

Í grein­ar­gerð með því frum­varpi sem nú liggur fyrir Alþingi er fjallað um þessar athuga­semdir og segir að í ljósi þess­ara sjón­ar­miða sé rétt að árétta að þegar nauð­syn­legt sé að setja dóm­ara til starfa, hvort heldur sem er í til­tekið tíma­bil eða í ein­stakt mál, þjóni það öðru jöfnu þörfum við­kom­andi dóm­stóls best að til þess velj­ist aðili sem hafi reynslu af dóms­störfum sem geri honum kleift að ganga umsvifa­laust til verks og án sér­staks und­ir­bún­ings­tíma­bils eða starfs­þjálf­un­ar.

„Með því er þó ekki full­yrt að setn­ing ann­arra hæfra lög­fræð­inga geti ekki þjónað sama mark­miði og ekki heldur að sér­stakur listi á borð við þann sem að framan er lýst geti gagn­ast við setn­ingu dóm­ara. Í ljósi þess hversu miklum vand­kvæðum það hefur reynst bundið að fá fyrr­ver­andi dóm­ara til að taka að sér setn­ingu, eins og lög mæla nú fyrir um, og mik­il­vægis þess að sú regla verði færð úr núver­andi horfi þegar í stað, er sú leið að halda sér­stakan lista ekki lögð til hér, enda krefst hún ítar­legri útfærslu og laga­breyt­inga en ráð­gerðar hafa verið með þessu frum­varpi. Það úti­lokar þó ekki að hún hljóti nán­ari athugun síðar meir,“ segir í grein­ar­gerð með frum­varpi dóms­mála­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent