Áfengisvandi aldraðra lítið ræddur

Samkvæmt öldrunarlækni er áfengisneysla aldraðra falið vandamál en neyslan er alltaf að aukast, sérstaklega hjá konum.

Elliheimili
Auglýsing

Þegar eldra fólk kemur inn á öldr­un­ar­deild vegna öldr­unar og í við­tali kemur í ljós að drykkja er vanda­mál getur verið bæði erfitt og við­kvæmt að ræða það. Heil­brigð­is­starfs­fólk veigrar sér stundum við því en ef þetta er rætt af nær­gætni og við­kom­andi er boðið úrræði vill hann eða hún langoft­ast þiggja þær lausn­ir. Þetta seg­ir Hildur Þór­ar­ins­dóttir öldr­un­ar­læknir sem starfar í hálfu starfi við öldr­un­ar­deild Land­spít­ala á Landa­koti og er jafn­framt í hálfu starfi á Sjúkra­stöð­inni Vogi þar sem afeitrun og með­ferð ein­stak­linga með fíkn­sjúk­dóma fer fram.

Þetta kemur fram í við­tali við Hildi í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins

Í við­tal­inu segir Hildur að eldra fólk sé alveg jafn getu­mikið til að taka nauð­syn­legum breyt­ingum eins og yngra fólkið og jafn­vel enn til­bún­ara til þess þar sem það sé oft orðið algjör­lega upp­gefið á sér og vill gera allt til að losna frá þessu. „Stundum virkar með­ferð jafn­vel betur á eldra fólk en hina yngri af þessu ástæð­um. Vissu­lega eru þeir til sem vilja ekki við­ur­kenna vand­ann eða átta sig hrein­lega ekki á hon­um, nú eða vilja ekki hætta að drekka. Þetta eru þeir sem eru til vand­ræða fyrir alla; aðstand­endur og heil­brigð­is­starfs­fólk,“ segir hún. 

Auglýsing

Hildur segir í við­tal­inu að fyrir utan Vog sé fátt um úrræði sem hægt er að vísa fólki til. „Læknar veigra sér jafn­vel við að opna þessa umræðu við skjól­stæð­ing þar sem þeir vita að fá úrræði eru til stað­ar. Ef hins vegar sjúk­lingur er með færri en 6 skil­merki nægir oft sam­tal við lækni og almenn fræðsla til að sjúk­lingur breyti hegðun sinn­i.“

Áfeng­is­neysla kvenna sér­stak­lega auk­ist

Hún telur að aukið aðgengi að áfengi sé ávísun á stærri vanda. „Ég vil alls ekki að áfengi verði selt í almennum versl­un­um. Þá þarf meiri fræðslu til almenn­ings um skað­semi áfengis og hversu mikið eða lítið magn áfengis telst í lagi. Það er ekki í lagi heils­unnar vegna að drekka tvo drykki á dag alla daga. Við læknar þurfum að taka okkur á í að spyrja út í drykkju­venjur fólks þegar það kemur til okkar með ein­hver vanda­mál. Lög­gjöfin þarf líka að vera afdrátt­ar­laus og skýr hvað varðar aug­lýs­ingar áfeng­is, aðgengi og umgengni við áfeng­i,“ segir hún. 

„Ald­ur­spíramídi þjóð­ar­innar er að breyt­ast og öldruðum er að fjölga en jafn­framt er áfeng­is­neysla almennt að aukast. Það má sjá á sölu­tölum og tölum Hag­stofu. Þá hefur áfeng­is­neysla beggja kynja auk­ist tals­vert, sér­stak­lega kvenna, en konur drukku minna áður. Þetta má sjá á tölum frá ÁTVR og Emb­ætti land­lækn­is. Síðan er aug­ljóst öllum sem vinna á bráða­mót­töku og öðrum deildum sjúkra­húss­ins að komur þangað eru oft í beinum tengslum við neyslu eða afleið­inga henn­ar, hvort sem um er að ræða áfengi, önnur vímu­efni eða ávana­lyf,“ segir Hild­ur.

Í við­tal­inu segir hún enn­fremur að á öldr­un­ar­deild­unum séu þau ekki laus við vand­ann. Það komi fyrir að fólk sé bein­línis lagt inn vegna afleið­inga áfeng­is­drykkju og geti jafn­vel ekki verið heima þess vegna.

Sumum ekki hægt að sinna vegna áfeng­is­drykkju

Hildur segir þetta sorg­lega hringrás í mörgum til­fellum þar sem aldr­aður ein­stak­lingur kemur inn vegna áfeng­is­drykkju, hann nær að jafna sig og fær nokkra end­ur­hæf­ingu þar til hann getur snúið heim aft­ur. „Þá fer allt aftur fljót­lega í sama far­ið. Heima­hjúkrun er stundum í vand­ræðum með suma ein­stak­linga. Það er ekki hægt að sinna þeim á heim­ili þeirra vegna áfeng­is­drykkju. 

Ragn­heiður Hall­dórs­dóttir gerði fyrir nokkrum árum óform­lega könnun á því hversu margir af sjúk­lingum K2 end­ur­hæf­ing­ar­deild­ar­innar væru þar vegna afleið­inga áfeng­is­neyslu eða ávana­lyfja. Það reynd­ist hátt í helm­ing­ur. Það hafa aldrei verið gerðar ítar­legar kann­anir á því hversu stórt hlut­fall þetta í raun­inni er og þá sér­stak­lega hjá eldri hópn­um. Það væri mjög fróð­legt að sjá hvað kæmi út úr því,“ segir Hild­ur.

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni á vef­síðu Lækna­blaðs­ins

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent