Áfengisvandi aldraðra lítið ræddur

Samkvæmt öldrunarlækni er áfengisneysla aldraðra falið vandamál en neyslan er alltaf að aukast, sérstaklega hjá konum.

Elliheimili
Auglýsing

Þegar eldra fólk kemur inn á öldr­un­ar­deild vegna öldr­unar og í við­tali kemur í ljós að drykkja er vanda­mál getur verið bæði erfitt og við­kvæmt að ræða það. Heil­brigð­is­starfs­fólk veigrar sér stundum við því en ef þetta er rætt af nær­gætni og við­kom­andi er boðið úrræði vill hann eða hún langoft­ast þiggja þær lausn­ir. Þetta seg­ir Hildur Þór­ar­ins­dóttir öldr­un­ar­læknir sem starfar í hálfu starfi við öldr­un­ar­deild Land­spít­ala á Landa­koti og er jafn­framt í hálfu starfi á Sjúkra­stöð­inni Vogi þar sem afeitrun og með­ferð ein­stak­linga með fíkn­sjúk­dóma fer fram.

Þetta kemur fram í við­tali við Hildi í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins

Í við­tal­inu segir Hildur að eldra fólk sé alveg jafn getu­mikið til að taka nauð­syn­legum breyt­ingum eins og yngra fólkið og jafn­vel enn til­bún­ara til þess þar sem það sé oft orðið algjör­lega upp­gefið á sér og vill gera allt til að losna frá þessu. „Stundum virkar með­ferð jafn­vel betur á eldra fólk en hina yngri af þessu ástæð­um. Vissu­lega eru þeir til sem vilja ekki við­ur­kenna vand­ann eða átta sig hrein­lega ekki á hon­um, nú eða vilja ekki hætta að drekka. Þetta eru þeir sem eru til vand­ræða fyrir alla; aðstand­endur og heil­brigð­is­starfs­fólk,“ segir hún. 

Auglýsing

Hildur segir í við­tal­inu að fyrir utan Vog sé fátt um úrræði sem hægt er að vísa fólki til. „Læknar veigra sér jafn­vel við að opna þessa umræðu við skjól­stæð­ing þar sem þeir vita að fá úrræði eru til stað­ar. Ef hins vegar sjúk­lingur er með færri en 6 skil­merki nægir oft sam­tal við lækni og almenn fræðsla til að sjúk­lingur breyti hegðun sinn­i.“

Áfeng­is­neysla kvenna sér­stak­lega auk­ist

Hún telur að aukið aðgengi að áfengi sé ávísun á stærri vanda. „Ég vil alls ekki að áfengi verði selt í almennum versl­un­um. Þá þarf meiri fræðslu til almenn­ings um skað­semi áfengis og hversu mikið eða lítið magn áfengis telst í lagi. Það er ekki í lagi heils­unnar vegna að drekka tvo drykki á dag alla daga. Við læknar þurfum að taka okkur á í að spyrja út í drykkju­venjur fólks þegar það kemur til okkar með ein­hver vanda­mál. Lög­gjöfin þarf líka að vera afdrátt­ar­laus og skýr hvað varðar aug­lýs­ingar áfeng­is, aðgengi og umgengni við áfeng­i,“ segir hún. 

„Ald­ur­spíramídi þjóð­ar­innar er að breyt­ast og öldruðum er að fjölga en jafn­framt er áfeng­is­neysla almennt að aukast. Það má sjá á sölu­tölum og tölum Hag­stofu. Þá hefur áfeng­is­neysla beggja kynja auk­ist tals­vert, sér­stak­lega kvenna, en konur drukku minna áður. Þetta má sjá á tölum frá ÁTVR og Emb­ætti land­lækn­is. Síðan er aug­ljóst öllum sem vinna á bráða­mót­töku og öðrum deildum sjúkra­húss­ins að komur þangað eru oft í beinum tengslum við neyslu eða afleið­inga henn­ar, hvort sem um er að ræða áfengi, önnur vímu­efni eða ávana­lyf,“ segir Hild­ur.

Í við­tal­inu segir hún enn­fremur að á öldr­un­ar­deild­unum séu þau ekki laus við vand­ann. Það komi fyrir að fólk sé bein­línis lagt inn vegna afleið­inga áfeng­is­drykkju og geti jafn­vel ekki verið heima þess vegna.

Sumum ekki hægt að sinna vegna áfeng­is­drykkju

Hildur segir þetta sorg­lega hringrás í mörgum til­fellum þar sem aldr­aður ein­stak­lingur kemur inn vegna áfeng­is­drykkju, hann nær að jafna sig og fær nokkra end­ur­hæf­ingu þar til hann getur snúið heim aft­ur. „Þá fer allt aftur fljót­lega í sama far­ið. Heima­hjúkrun er stundum í vand­ræðum með suma ein­stak­linga. Það er ekki hægt að sinna þeim á heim­ili þeirra vegna áfeng­is­drykkju. 

Ragn­heiður Hall­dórs­dóttir gerði fyrir nokkrum árum óform­lega könnun á því hversu margir af sjúk­lingum K2 end­ur­hæf­ing­ar­deild­ar­innar væru þar vegna afleið­inga áfeng­is­neyslu eða ávana­lyfja. Það reynd­ist hátt í helm­ing­ur. Það hafa aldrei verið gerðar ítar­legar kann­anir á því hversu stórt hlut­fall þetta í raun­inni er og þá sér­stak­lega hjá eldri hópn­um. Það væri mjög fróð­legt að sjá hvað kæmi út úr því,“ segir Hild­ur.

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni á vef­síðu Lækna­blaðs­ins

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent