Áfengisvandi aldraðra lítið ræddur

Samkvæmt öldrunarlækni er áfengisneysla aldraðra falið vandamál en neyslan er alltaf að aukast, sérstaklega hjá konum.

Elliheimili
Auglýsing

Þegar eldra fólk kemur inn á öldr­un­ar­deild vegna öldr­unar og í við­tali kemur í ljós að drykkja er vanda­mál getur verið bæði erfitt og við­kvæmt að ræða það. Heil­brigð­is­starfs­fólk veigrar sér stundum við því en ef þetta er rætt af nær­gætni og við­kom­andi er boðið úrræði vill hann eða hún langoft­ast þiggja þær lausn­ir. Þetta seg­ir Hildur Þór­ar­ins­dóttir öldr­un­ar­læknir sem starfar í hálfu starfi við öldr­un­ar­deild Land­spít­ala á Landa­koti og er jafn­framt í hálfu starfi á Sjúkra­stöð­inni Vogi þar sem afeitrun og með­ferð ein­stak­linga með fíkn­sjúk­dóma fer fram.

Þetta kemur fram í við­tali við Hildi í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins

Í við­tal­inu segir Hildur að eldra fólk sé alveg jafn getu­mikið til að taka nauð­syn­legum breyt­ingum eins og yngra fólkið og jafn­vel enn til­bún­ara til þess þar sem það sé oft orðið algjör­lega upp­gefið á sér og vill gera allt til að losna frá þessu. „Stundum virkar með­ferð jafn­vel betur á eldra fólk en hina yngri af þessu ástæð­um. Vissu­lega eru þeir til sem vilja ekki við­ur­kenna vand­ann eða átta sig hrein­lega ekki á hon­um, nú eða vilja ekki hætta að drekka. Þetta eru þeir sem eru til vand­ræða fyrir alla; aðstand­endur og heil­brigð­is­starfs­fólk,“ segir hún. 

Auglýsing

Hildur segir í við­tal­inu að fyrir utan Vog sé fátt um úrræði sem hægt er að vísa fólki til. „Læknar veigra sér jafn­vel við að opna þessa umræðu við skjól­stæð­ing þar sem þeir vita að fá úrræði eru til stað­ar. Ef hins vegar sjúk­lingur er með færri en 6 skil­merki nægir oft sam­tal við lækni og almenn fræðsla til að sjúk­lingur breyti hegðun sinn­i.“

Áfeng­is­neysla kvenna sér­stak­lega auk­ist

Hún telur að aukið aðgengi að áfengi sé ávísun á stærri vanda. „Ég vil alls ekki að áfengi verði selt í almennum versl­un­um. Þá þarf meiri fræðslu til almenn­ings um skað­semi áfengis og hversu mikið eða lítið magn áfengis telst í lagi. Það er ekki í lagi heils­unnar vegna að drekka tvo drykki á dag alla daga. Við læknar þurfum að taka okkur á í að spyrja út í drykkju­venjur fólks þegar það kemur til okkar með ein­hver vanda­mál. Lög­gjöfin þarf líka að vera afdrátt­ar­laus og skýr hvað varðar aug­lýs­ingar áfeng­is, aðgengi og umgengni við áfeng­i,“ segir hún. 

„Ald­ur­spíramídi þjóð­ar­innar er að breyt­ast og öldruðum er að fjölga en jafn­framt er áfeng­is­neysla almennt að aukast. Það má sjá á sölu­tölum og tölum Hag­stofu. Þá hefur áfeng­is­neysla beggja kynja auk­ist tals­vert, sér­stak­lega kvenna, en konur drukku minna áður. Þetta má sjá á tölum frá ÁTVR og Emb­ætti land­lækn­is. Síðan er aug­ljóst öllum sem vinna á bráða­mót­töku og öðrum deildum sjúkra­húss­ins að komur þangað eru oft í beinum tengslum við neyslu eða afleið­inga henn­ar, hvort sem um er að ræða áfengi, önnur vímu­efni eða ávana­lyf,“ segir Hild­ur.

Í við­tal­inu segir hún enn­fremur að á öldr­un­ar­deild­unum séu þau ekki laus við vand­ann. Það komi fyrir að fólk sé bein­línis lagt inn vegna afleið­inga áfeng­is­drykkju og geti jafn­vel ekki verið heima þess vegna.

Sumum ekki hægt að sinna vegna áfeng­is­drykkju

Hildur segir þetta sorg­lega hringrás í mörgum til­fellum þar sem aldr­aður ein­stak­lingur kemur inn vegna áfeng­is­drykkju, hann nær að jafna sig og fær nokkra end­ur­hæf­ingu þar til hann getur snúið heim aft­ur. „Þá fer allt aftur fljót­lega í sama far­ið. Heima­hjúkrun er stundum í vand­ræðum með suma ein­stak­linga. Það er ekki hægt að sinna þeim á heim­ili þeirra vegna áfeng­is­drykkju. 

Ragn­heiður Hall­dórs­dóttir gerði fyrir nokkrum árum óform­lega könnun á því hversu margir af sjúk­lingum K2 end­ur­hæf­ing­ar­deild­ar­innar væru þar vegna afleið­inga áfeng­is­neyslu eða ávana­lyfja. Það reynd­ist hátt í helm­ing­ur. Það hafa aldrei verið gerðar ítar­legar kann­anir á því hversu stórt hlut­fall þetta í raun­inni er og þá sér­stak­lega hjá eldri hópn­um. Það væri mjög fróð­legt að sjá hvað kæmi út úr því,“ segir Hild­ur.

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni á vef­síðu Lækna­blaðs­ins

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins framkvæmdu ólögmæta breytingu á útreikningum á vöxtum á breytilegum verðtryggðum lánum í fyrra.
Sumir lántakar hjá sjóði verzlunarmanna að greiða vexti sem hafa ekki sést áður
Hópur lántakenda hjá næst stærsta lífeyrissjóði landsins, sem varð fyrir vaxtabreytingu, sem reyndist síðar óheimili fær brátt ofgreiddar greiðslur endurgreiddar. Vextir á lánum þeirra munu reiknast eftir fyrri reglu, og eru undir tveimur prósentum.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent