Margfaldur þjófnaður á grundvelli gallaðs stöðugleikasamnings

Píratar hafa lagt fram frumvarp sem á að takmarka útgreiðslur arðs frá fjármálafyrirtækjum við reiðufé í uppgjörsmynt fyrirtækisins. Verði það samþykkt mun Arion banki ekki geta greitt út arð í formi hlutabréfa í Valitor.

Smári McCarthy
Auglýsing

Smári McCarthy, þing­maður Pírata, segir að marg­faldur þjófn­aður sé að eiga sér stað á grund­velli gall­aðs stöð­ug­leika­samn­ings milli rík­is­ins og Kaup­þings, stærsta eig­anda Arion banka. Þessi samn­ingur hafi verið skrif­aður af „manni sem núna situr hinum megin borðs­ins,“ en þar vísar Smári til Bene­dikts Gísla­son­ar, ráð­gjafa Kaup­þings við sölu Arion banka. Þetta kom fram í máli Smára í sér­stakri umræðu um Arion banka, sem fór fram á Alþingi síð­deg­is.

Hann hefur lagt fram frum­varp sem á að tak­marka útgreiðslur arðs frá fjár­mála­fyr­ir­tækjum við reiðufé í upp­gjörs­mynt fyr­ir­tæk­is­ins. Frum­varp­inu var dreift á þriðju­dag.

Í umræð­unni í dag sagði Smári að lengi hefði margan grunað að eitt­hvað mis­jafnt væri í gangi með Arion banka. Leynd hafi ríkt yfir stöð­ug­leika­samn­ing­um, leynd hefði ríkt yfir hverjir væru raun­veru­legir eig­endur Arion banka og skortur á gagn­sæi ali á tor­tryggni og leynd­ar­hyggju sem dragi úr getu sam­fé­lags­ins til að upp­ræta inn­an­mein.

Smári sagði að Píratar hefðu legið yfir mál­inu og sú vinna hefði skilað því að áhyggjur þeirra bein­ist að hætt­unni á eignaund­anskot­um, eða „tunn­elovani“ á tékk­nesku. „Hug­takið var fundið upp þar á tímum komm­ún­ism­ans, þegar slíkt var dag­legt brauð. Um er að ræða flutn­ing á eignum eða hagn­aði út úr fyr­ir­tækjum í þágu meiri­hluta­eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins, á kostnað minni­hluta­eig­enda og skatt­yf­ir­valda.“

Auglýsing
Að sögn Smára hafa Píratar fundið galla í stöð­ug­leika­samn­ingi Kaup­þings frá árinu 2015 sem megi nýta sér til að að hola Arion banka að inn­an. Það sé hægt með því að greiða sér út arð í formi óskráðra hluta­bréfa og skulda­bréfa í eigu Arion banka. T.d. með bréfum í Valitor, sem er dótt­ur­fé­lag Arion banka. „þegar sölu­verð­mæti bank­ans er orðið nægi­lega lítið mun eng­inn sölu­hagn­aður vera til skipt­anna - ríkið fær þá ekk­ert í sinn hlut. Fleiri fjár­mála­fyr­ir­tæki sjá sér leik á borði eins og fréttir bera með sér um að VÍS hygg­ist greiða út arð í Kviku­hluta­bréf­um, en Kvika sér um útboð Arion. Skyldi það vera til­vilj­un?“

Þetta segir Smári að sé marg­faldur þjófn­aður frá almenn­ingi á grund­velli gall­aðs samn­ings. Hann hafi auk þess verið skrif­aður af manni sem núna sitji hinum megin borðs­ins. Sá máður sem Smári vísar til er Bene­dikt Gísla­son, sem var lyk­il­maður í fram­kvæmd­ar­hópi um afnám hafta og kom að gerð stöð­ug­leika­samn­inga við kröfu­hafa föllnu bank­anna. Hann starfar nú sem ráð­gjafi Kaup­þings. Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um Bene­dikt í síð­asta mán­uði.

Smári segir að til að tryggja að hags­munir kröfu­hafa svo sem líf­eyr­is­sjóða, minni­hluta­eig­enda og skatt­yf­ir­valda verði ekki fyrir borð bornir þurfi að skil­yrða í lögum um að arður fari fram í reiðufé en ekki í eign­unum félags­ins. Því hafi hann lagt fram áður­nefnt frum­varp. Það sé algjört grund­vall­ar­at­riði að hans mati að það nái fram að ganga.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent