Haraldur Benediktsson mun ekki gefa kost á sér í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi. Þetta segir Haraldur á Facebook.
Haraldur segist hafa fengið áskorun þess efnis, en áður hafði hann aldrei hugleitt framboð. Á þeim tíma hafi heldur enginn opinberlega gefið í skyn áhuga á því trúnaðarstarfi.
„Fann fyrir góðum og breiðum stuðningi - sem kom reyndar þægilega á óvart en þykir vænt um. Tek ég það sem viðurkenningu fyrir störf mín. Takk fyrir það allt saman.“
Haraldur segir að Þórdís Kolbrúnar R. Gylfadóttir hafi síðan stigið frma og lýst yfir sínu framboði. Hann telji það vera taktlaust að miðaldra karl færi að keppa um slíkt við konu, sem sé þar að auki vinur og félagi úr sama kjördæmi. „Einstakling sem hefur alla burði til að vera framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins, ef þannig vindur fram.“
Haraldur hefur lært að pólitíkin sé ekki fyrirsjáanleg og komi stöðugt á óvart. Hann hafi líka tekið þátt í að hún sé ekki alltaf fyrirsjáanleg líkt og tillaga hans við formanns flokksins í janúar um að Þórdís Kolbrún yrði ráðherra frekar en hann sjálfur þótt hún skipi 2. sæti listans í Norðvestur kjördæmi, þar sem hann er oddviit.
„Það er ekki flókið fyrir mig að lýsa enn og aftur yfir stuðningi við Þórdísi - nú til varaformennsku,“ segir Haraldur og bætir við að tíminn muni svo leiða í ljós hver niðustaðan verði og ekki síst hans framtíð - en mörg verkefni bíði.