Er staðan sjálfbær?

Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, fjallar um vöru- og þjónustuviðskipti við útlönd.

Kristrún Frostadóttir
Auglýsing

„Við­skipta­af­gangur Íslands fer nú minnk­andi. Á tíma­bil­inu 2009-2016 var afgang­ur­inn að með­al­tali um 6% af lands­fram­leiðslu en nýj­ustu tölur benda til þess að hann hafi verið um 3,7% í fyrra. Spár fyrir næstu ár nálg­ast 1,5-2%. Við­skipta­halli hefur reyndar mælst hér meira og minna allan lýð­veld­is­tím­ann, en tölur síð­ustu ára svipa einna mest til seinni­stríðs­ár­anna. Í ljósi umræðu síð­ast­lið­inna miss­era um mik­il­vægi þess að við höldum okkur áfram réttu megin við núllið í við­skiptum við útlönd er ágætt að velta því upp hvað slíkur afgangur hefur end­ur­speglað að und­an­förnu og hvort hann sé sjálf­bær.“

Þetta er meðal þess sem er til umfjöll­unar í ítar­legri grein Kristrúnar Frosta­dótt­ur, aðal­hag­fræð­ings Kviku, í Vís­bend­ingu, sem kemur til áskrif­enda í dag. 

Í grein­inni fjallar Kristrún meðal ann­ars um fjár­fest­inga­þörf­ina í hag­kerf­inu, vegna upp­bygg­ingar í ferða­þjón­ustu, og hvernig hún hefur áhrif á við­skipta­jöfnuð þjóð­ar­búss­ins. 

Auglýsing

„Gróf­lega metið spöruðum við um 1-1,5% af lands­fram­leiðslu á ári af inn­flutn­ingi fyrstu sjö árin eftir hrun með því að draga úr fjár­fest­ingu. Til við­bótar mætti skjóta á að aukin fjár­fest­ing­ar­þörf vegna nýrrar atvinnu­greinar krefj­ist um 0,5% af lands­fram­leiðslu í inn­flutn­ingi árlega á meðan á upp­bygg­ingu stend­ur. Því liggur fyrir að við­skipta­af­gangur síð­ast­lið­inna ára er ekki afgangur sem má vænta í jafn­vægi.

Tveir kraftar koma því hér við sögu. Í fyrsta lagi var um kreppu­á­hrif að ræða, þar sem veikur gjald­mið­ill ýtti undir útflutn­ing og dró úr inn­flutn­ingi, sem ganga að jafn­aði til baka. Ef litið er til þró­unar í kjöl­far Asíu krepp­unnar 1997 sést ber­sýni­lega að hraður við­snún­ingur í við­skipta­jöfn­uði gekk til­baka, þó að halli hafi ekki mynd­ast. Í öðru lagi þá erum við enn í miðri upp­bygg­ingu á nýrri atvinnu­grein og því ætti að fylgja aukin fjár­fest­ing og inn­flutn­ing­ur. Norð­menn voru með mik­inn halla á við­skiptum við útlönd á meðan þeir byggðu upp sína útflutn­ings­grein, sam­hliða mik­illi fjár­fest­ingu. Þó að ferða­þjón­usta sé ekki jafn fjár­magns­frek og olíu­iðn­aður þá er fjár­fest­ing­ar­þörfin engu að síður tals­verð. Fjölgun gisti­rýma og bíla­leigu­bíla, auk nauð­syn­legs við­halds vega­kerf­is­ins og margra ferða­manna­staða kosta sitt,“ segir Kristrún meðal ann­ars í grein sinn­i. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Norðurlöndin lítið sem ekkert í það verkefni að fjarlægja veiðarfæri esm hafa týnst.
Norðurlönd leggja litla sem enga áherslu á að fjarlægja drauganet úr hafinu
Norðurlöndin hafa ófullnægjandi yfirsýn yfir það hve mikið og hvar veiðarfæri tapast. Áætlað er að um það bil 640.000 tonn veiðarfæra tapist árlega.
Kjarninn 30. mars 2020
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Við komum tvíefld til baka
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent