Er staðan sjálfbær?

Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, fjallar um vöru- og þjónustuviðskipti við útlönd.

Kristrún Frostadóttir
Auglýsing

„Við­skipta­af­gangur Íslands fer nú minnk­andi. Á tíma­bil­inu 2009-2016 var afgang­ur­inn að með­al­tali um 6% af lands­fram­leiðslu en nýj­ustu tölur benda til þess að hann hafi verið um 3,7% í fyrra. Spár fyrir næstu ár nálg­ast 1,5-2%. Við­skipta­halli hefur reyndar mælst hér meira og minna allan lýð­veld­is­tím­ann, en tölur síð­ustu ára svipa einna mest til seinni­stríðs­ár­anna. Í ljósi umræðu síð­ast­lið­inna miss­era um mik­il­vægi þess að við höldum okkur áfram réttu megin við núllið í við­skiptum við útlönd er ágætt að velta því upp hvað slíkur afgangur hefur end­ur­speglað að und­an­förnu og hvort hann sé sjálf­bær.“

Þetta er meðal þess sem er til umfjöll­unar í ítar­legri grein Kristrúnar Frosta­dótt­ur, aðal­hag­fræð­ings Kviku, í Vís­bend­ingu, sem kemur til áskrif­enda í dag. 

Í grein­inni fjallar Kristrún meðal ann­ars um fjár­fest­inga­þörf­ina í hag­kerf­inu, vegna upp­bygg­ingar í ferða­þjón­ustu, og hvernig hún hefur áhrif á við­skipta­jöfnuð þjóð­ar­búss­ins. 

Auglýsing

„Gróf­lega metið spöruðum við um 1-1,5% af lands­fram­leiðslu á ári af inn­flutn­ingi fyrstu sjö árin eftir hrun með því að draga úr fjár­fest­ingu. Til við­bótar mætti skjóta á að aukin fjár­fest­ing­ar­þörf vegna nýrrar atvinnu­greinar krefj­ist um 0,5% af lands­fram­leiðslu í inn­flutn­ingi árlega á meðan á upp­bygg­ingu stend­ur. Því liggur fyrir að við­skipta­af­gangur síð­ast­lið­inna ára er ekki afgangur sem má vænta í jafn­vægi.

Tveir kraftar koma því hér við sögu. Í fyrsta lagi var um kreppu­á­hrif að ræða, þar sem veikur gjald­mið­ill ýtti undir útflutn­ing og dró úr inn­flutn­ingi, sem ganga að jafn­aði til baka. Ef litið er til þró­unar í kjöl­far Asíu krepp­unnar 1997 sést ber­sýni­lega að hraður við­snún­ingur í við­skipta­jöfn­uði gekk til­baka, þó að halli hafi ekki mynd­ast. Í öðru lagi þá erum við enn í miðri upp­bygg­ingu á nýrri atvinnu­grein og því ætti að fylgja aukin fjár­fest­ing og inn­flutn­ing­ur. Norð­menn voru með mik­inn halla á við­skiptum við útlönd á meðan þeir byggðu upp sína útflutn­ings­grein, sam­hliða mik­illi fjár­fest­ingu. Þó að ferða­þjón­usta sé ekki jafn fjár­magns­frek og olíu­iðn­aður þá er fjár­fest­ing­ar­þörfin engu að síður tals­verð. Fjölgun gisti­rýma og bíla­leigu­bíla, auk nauð­syn­legs við­halds vega­kerf­is­ins og margra ferða­manna­staða kosta sitt,“ segir Kristrún meðal ann­ars í grein sinn­i. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Kristján Guy Burgess
Opið samfélag er besta bóluefnið
Kjarninn 1. desember 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent