Trump og Kim Jong Un ætla að funda

Það telst til mikilla tíðinda að Donalt Trump hafi ákveðið að taka boði leiðtoga Norður-Kóreu um að funda með honum um tilraunir með langdrægar flaugar og kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu.

h_53458115.jpg
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti mun funda með Kim Jong Un, leið­toga Norð­ur­-Kóreu, á næstu viku. Um þetta til­kynnti Hvíta húsið í gær, en Kim Jong Un hafði frum­kvæði að því að bjóða Trump til við­ræðn­a. 

Umræðu­efnið á fund­inum verður kjarn­orku­á­ætlun Norð­ur­-Kóreu og til­raunir með lang­drægar flaug­ar, sem hafa verið harð­lega gagn­rýndar af alþjóða­sam­fé­lag­inu og er landið nú beitt hörðum efna­hags­þving­unum vegna þeirra. 

Meðal þess sem efna­hags­þving­an­irnar ná til eru víð­tækar aðgerðir til að sporna við inn­flutn­ingi á olíu. Þessar aðgerðir hafa haft lam­andi áhrif á efna­hags­lífið í Norð­ur­-Kóreu. Þó það telj­ist ekki þró­að, á vest­rænan mæli­kvarða, þá er landið háð olíu eins og önnur lönd, þegar kemur að fram­leiðslu og almennu gang­verki í efna­hags­líf­i. 

Auglýsing

Íbúar í Norð­ur­-Kóreu eru 25,3 millj­ón­ir.Yfir­völd í Norð­ur­-Kóreu hafa sagt aðgerð­irn­ar, sem Sam­ein­uðu þjóð­irnar styðja, vera ígildi stríðs­yf­ir­lýs­ing­ar. 

Tónn­inn í opin­berum yfir­lýs­ingum frá Norð­ur­-Kóreu hefur þó breyst mikið á skömmum tíma, og spila Ólymp­íu­leik­arnir í Suð­ur­-Kóreu þar mikla rullu. Eftir þá komust á við­ræður á milli Norð­ur- og Suð­ur­-Kóreu. Spennan í sam­skiptum þess­ara granna hefur minnkað mik­ið, og hafa þjóð­irnar sam­þykkt að halda áfram við­ræðum og sam­skiptum með það að mark­miði að skapa betri sam­starfs­grund­völl og tryggja frið. 

Fundur Trumps og Kim Jong Uns mun marka tíma­mót, en yfir­völd í Suð­ur­-Kóreu hafa miðlað málum og áttu ríkan þátt í því að koma fund­inum á, sam­kvæmt frá­sögn New York Times. 

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent