Pólitísk innistæða Katrínar notuð til að viðhalda rótgróinni sérhagsmunagæslu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að viðhalda sérhagsmunagæslu í stefnuræðu sinni í dag. Hún vil þverpóltíska nefnd um ný skref í Evrópusamvinnu og kallar eftir breytingum í borgarstjórn Reykjavíkur.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, segir að svig­rúm sitj­andi rík­is­stjórnar byggi á póli­tískri inni­stæðu Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. Það sé  dap­ur­legt að sjá þá inni­stæðu not­aða til að við­halda rót­gró­inni sér­hags­muna­gæslu sem fylgt hefur hinum stjórn­ar­flokk­unum tveim­ur. Engin við­leitni sé sýnd til að breyta þessu og nýleg dæmi sanni það. Þetta er meðal þess sem kom fram í stefnu­ræðu Þor­gerðar á lands­þingi Við­reisnar í dag.

Þor­gerður fór um víðan völl í ræðu sinni. Hún fjall­aði meðal ann­ars um jafn­rétti og aukna mis­skipt­ingu. Þá stöðu setti hún í sam­hengi við gjald­miðla­mál og sagði að í íslensku vel­ferð­ar­sam­fé­lagi eigi fátækt ein­fald­lega ekki að líð­ast. „Við eigum ekki að þola hana hjá ungu fólki og börn­um. Við eigum ekki heldur að sætta okkur við fátækt aldr­aðra. Þar eigum við skuld að gjalda. Við þurfum að skipta jafn­ar. For­senda þess er að hafa kjark til að stokka upp í kerf­un­um.[...]Það er mis­rétti en ekki jafn­rétti þegar efna­hagur for­eldra hefur úrslita­á­hrif á menntun barna. Það er mis­rétti en ekki jafn­rétti í lífs­kjörum nágranna­þjóða þegar efna­hags­sveiflur og okur­vextir örmyntar hneppa fjöl­skyldur hjá einni þjóð í fátækt­ar­gildru á meðan fólk býr við traustan efna­hag og stöð­ug­leika handan landamæra. Það er mis­rétti en ekki jafn­rétti þegar sér­hags­munir fárra eru tryggðir með hags­muna­gæslu sem á hverjum degi gengur gegn almanna­hag og bygg­ist á dag­legum fórnum fólks­ins í land­inu. Og við erum óþreyt­andi að spyrja af hverju stór­fyr­ir­tæki í land­inu geti valið um í hvaða mynt þau gera upp meðan heim­ilin í land­inu er múl­bundin íslensku krón­unni með ofur­vext­ina.“

Erf­ið­ara að líta á Banda­ríkin sem for­ystu­ríki

Þor­gerður velti því fyrir sér hvað valdi því að flokkur eins og Við­reisn, sem hún lýsti sem ungum flokki sem skuldi engum hags­muna­öflum nokkurn skap­aðan hlut, frjáls­lyndum vel­ferð­ar­flokki, alþjóðasinn­uðum jafn­rétt­is­flokki sem styðji við heil­brigt umhverfi fyr­ir­tækja og segir úreltum við­horfum stríð á hend­ur, fari ekki með him­in­skautum frá fyrsta degi.

Auglýsing

Að hennar mati eru fyrir því tví­þættar ástæð­ur. „Ann­ars vegar það sem margir telja einn hættu­leg­asta lífs­stíls­sjúk­dóm hins vest­ræna heims - með­virkni. Hins vegar það sem er svo ríkt og skilj­an­legt í mann­legu eðli - ótti við breyt­ing­ar. Þú veist hvað þú hefur en ekki endi­lega hvað þú færð.“

Hún gagn­rýndi þá sem segja að Við­reisn sé eins­máls­flokkur vegna áherslu hans á aðild að Evr­ópu­sam­bands­að­ild. „Nú á önd­verðri tutt­ug­ustu og fyrstu öld líta þeir sem þannig tala svo­lítið út eins og álfar úr hól grárrar forn­eskju. Eða við gætum sagt að þeir minni helst á staka steina út í ein­hverjum Hádeg­is­mó­an­um. Stað­reynd er að slík við­horf lýsa tíma­skekkju. Það er ein­fald­lega ekki hægt að taka alhliða afstöðu til við­fangs­efna sam­tím­ans nema hafa skýra sýn á það hvernig við skipum málum okkar sem best í sam­skiptum og sam­vinnu við aðrar þjóð­ir. Að sleppa tæki­færum á þeim vett­vangi er það sama og sleppa tæki­færum fyrir Ísland. Þeir sem halda að þau mál hafi verið afgreidd í eitt skipti fyrir öll fyrir ára­tugum skilja ein­fald­lega ekki breyt­ingar sam­tím­ans.“

Æ erf­ið­ara væri að líta á Banda­ríkin sem for­ystu­ríki í heim­inum þar sem þau væru mark­visst að hverfa frá því skipu­lagi frjálsra heims­við­skipta sem þau sjálf komu á. Hug­tök eins og skyldur við banda­menn í lýð­ræð­is­ríkjum og frjáls við­skipti heyr­ist sjaldnar úr þeirri átt, en þess í stað sé meira talað um ein­angr­un, veggi, girð­ingar og toll­múra. „Popúl­ismi af svip­uðum toga hefur líka skotið rótum víða í Evr­ópu á jöðr­unum yst til vinstri og hægri, Eftir Brexit áttu margir von á því að popúl­ism­inn væri að taka yfir í álf­unni. Sú hefur ekki orðið raunin enn. En popúl­ism­inn er eigi að síður veru­leiki bæði austan hafs og vestan sem ekki verður litið fram­hjá.“

Vill þverpóli­tíska nefnd um ný skref í Evr­ópu­sam­vinnu

Þor­gerður sagði að það þyrfti ekki djúpa skoðun til þess að sjá að hags­munum Íslands væri betur borgið með því að fylgja öðrum Norð­ur­löndum í sam­starfi innan Evr­ópu­sam­bands­ins fremur en að elta Breta í þeirra veg­ferð. „Rík­is­stjórn Íslands er ein rík­is­stjórna á Norð­ur­löndum sem ekki hefur gefið skýra og ótví­ræða yfir­lýs­ingu um það val. Að sönnu hefur hún ekki sagt berum orðum að hún ætli að fylgja Bretum en í umræð­unni end­ur­varpar hún í síbylju frösum þeirra sem standa lengst til hægri í breska Íhalds­flokknum og breska Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Líkt og utan­rík­is­stefna okkar sé orðin að deild innan UKIP, breska sjálf­stæð­is­flokks­ins.“

Í ræðu sinni lagði Þor­gerður til að sam­mælst yrði um að Við­reisn myndi beita sér fyrir því á Alþingi að for­sæt­is­ráð­herra myndi skipa þverpóli­tíska nefnd til þess að leggja mat á nýjar og breyttar aðstæður í alþjóða­mál­um, nýjar áskor­anir fyrir Ísland og nýja mögu­leika til þess að bæta hag fólks­ins í land­inu með því að taka nýtt skref í Evr­ópu­sam­vinn­unni. „Ef rík­is­stjórnin leggst gegn þess­ari hug­mynd er hún hvort tveggja staðn­aðri og for­stokk­aðri en ég hef nokkurn tím­ann ímyndað mér. Þó að stjórn­ar­flokk­arnir hafi samið um hags­muni kyrr­stöð­unnar er ég sann­færð um að hún er ekki svo heillum horfin að bregða fæti fyrir að þessi stóru álita­mál verði sett i mál­efna­legan far­veg af þessu tagi. Ég er því von­góð um að þetta skref megi stíga fljót­lega.“

End­ur­speglar gömlu blokk­irnar í Sjálf­stæð­is­flokknum

Hún gagn­rýndi síðan rík­is­stjórn­ina fyrir áherslur hennar og sagði að allir viti „að svig­rúm rík­is­stjórn­ar­innar byggir á póli­tískri inni­stæðu for­sæt­is­ráð­herr­ans sem Katrín á með réttu. Þess vegna er það heldur dap­ur­legt að sjá þá inni­stæðu not­aða til að við­halda rót­gró­inni sér­hags­muna­gæslu sem fylgt hefur hinum stjórn­ar­flokk­unum og engin við­leitni er sýnd til að breyta. Það hafa nýleg dæmi nú þegar sýnt.“

Þor­gerður kom líka inn á sveit­ar­stjórn­ar­mál, en kosn­ingar á þeim vett­vangi eru fram undan í vor. Hún sagði að Við­reisn muni fara fram í Reykja­vík fyrir eigin vél­ar­afli. Tvennt megi ekki ger­ast í kom­andi kosn­ing­um: Ann­ars vegar að núver­andi meiri­hluti Dags B. Egg­erts­sonar hald­ist óbreyttur velli vegna þess að þörfin fyrir nýjar radd­ir, ferska vinda, við­snún­ing í leik­skóla- og mennt­un­ar­málum og margt fleira sé gíf­ur­leg. Hitt sem ekki megi ger­ast er að „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn með allt sitt íhald kom­ist til valda á grunni orð­ræðu odd­vit­ans sem end­ur­speglar gömlu valda­blokk­irnar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Og alltaf þegar vonir eru bundnar við að gam­al­kunn­ar 1 risa­eðlur séu að slaka á klónni, birt­ast þær skyndi­lega eins og grameðl­urnar í Júra­garð­in­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent