Þorgerður Katrín skaut fast á Morgunblaðið og eigendur þess

Formaður Viðreisnar vék þrívegis að Morgunblaðinu eða eigendum þess í stefnuræðu sinni á landsþingi flokksins á laugardag. Gagnrýnin beindist að ritstjórnarskrifum, viðskiptum stærsta eiganda blaðsins á Korputorgi og Eyþóri Arnalds.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Auglýsing

Þor­gerður Katrin Gunn­ars­dottir, sem var kjör­inn for­maður Við­reisnar i dag með rúm­lega 95 pró­sent atkvæða, skaut föstum skotum á Morg­un­blaðið og stærstu eig­endur þess í stefnu­ræðu sinni sem flutt var á laug­ar­dag. Þor­gerður Katrín hefur ítrekað verið gagn­rýnd mjög harð­lega í rit­stjórn­ar­skrifum Morg­un­blaðs­ins, en hún er fyrr­ver­andi vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og starf­aði innan hans árum saman áður en hún ákvað að fara í fram­boð fyrir Við­reisn.

Í þeim hluta sem fjall­aði um utan­rík­is­mál sagði hún þá sem gagn­rýni flokka á borð við Við­reisn fyrir að gera mikið úr utan­rík­is­málum í stefnu sinni, og kalla þá eins­máls­flokka fyrir stuðn­ing sinn við aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, séu eins og álfar úr hól grárrar forn­eskju. Síðan sagði hún að það væri líka hægt að segja að þeir „minni helst á staka steina út í ein­hverjum hádeg­is­mó­an­um“. Með þessu orða­lagi vís­aði Þor­gerður í nafn­lausan dálk í Morg­un­blað­inu þar sem oft á tíðum er ráð­ist af mik­illi heift á nafn­greinda ein­stak­linga, og kall­ast Stak­stein­ar. Sá er skrif­aður á ábyrgð rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, sem hafa fagnað mjög útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu, oft­ast nefnt Brex­it, í sínum skrifum á und­an­förnum árum og eru ein­dregnir and­stæð­ingar sam­bands­ins. Auk þess eru höf­uð­stöðvar Morg­un­blaðs­ins við götu sem heitir Hádeg­is­mó­ar.

Eig­endur Morg­un­blaðs­ins fengu líka sinn skerf, en umsvifa­mestir í þeim hópi hafa verið fyr­ir­tæki í eigu Guð­bjargar Matth­í­as­dótt­ir, aðal­eig­anda útgerð­ar­ris­ans Ísfé­lags Vest­manna­eyja. Fyr­ir­tækja­sam­steypa Guð­bjarg­ar, sem er stýrt af Ein­ari Sig­urðs­syni syni henn­ar, hefur haslað sér völl mun víðar en ein­ungis í sjáv­ar­út­vegi. Þannig keypti fjöl­skyldan ÍSAM ehf. (Ís­lensk-Am­er­íska), eitt stærsta inn­flutn­ings- og fram­leiðslu­fyr­ir­tæki lands­ins árið 2014. Tveimur árum síðar keypti ÍSAM síðan Korpu­torg, stærsta atvinnu­hús­næði lands­ins, með það fyrir augum að koma allri starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins fyrir þar auk þess sem hægt yrði að þróa ann­ars konar starf­semi þar sem risa­vaxið bíla­stæði er í dag. Nýverið var til að mynda kynnt að til stæði að byggja þar gagna­ver.

Auglýsing

Í ræðu sinni um helg­ina fjall­aði Þor­gerður Katrín meðal ann­ars um auð­linda­gjöld á sjáv­ar­út­veg og sagði að hægt væri að horfa til Vest­manna­eyja til að sjá hvernig auð­ur­inn af auð­lind­inni skipt­ist. „Hluti af verð­mæta­sköpun sjáv­ar­út­vegs­ins þar hefur safn­ast saman í marg­vís­legum og mis­mun­andi rekstri á Korpu­torgi í Reykja­vík. Í sjálfu sér teljum við það bæði gott og heil­brigt. En í okkar til­lögum felst að stórum hluta af auð­linda­gjald­inu verði varið til inn­viða­fjár­fest­ingar á lands­byggð­inni. Ef fjórð­ungnum af Korpu­torgs­fjár­fest­ing­unni hefði í gegnum auð­linda­gjöld verið varið til inn­viða­fjár­fest­inga í heil­brigð­is­þjón­ustu og sam­göngum fyrir Vest­mann­ey­inga væri það sam­fé­lag betur sett eftir breyt­ingar en fyr­ir. Ann­ars staðar gæti slík inn­viða­styrk­ing í gegnum auð­linda­gjaldið stuðlað að fjár­fest­ingu í nýjum atvinnu­tæki­fær­um.“

Þriðja atriðið í ræðu hennar sem heim­færa má upp á stjórn­endur og eig­endur Morg­un­blaðs­ins kom fram undir lok henn­ar, þegar Þor­gerður Katrín var að fjalla um sveit­ar­stjórn­ar­mál. Líkt og þekkt er verður Eyþór Arn­alds odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík í kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, en hann keypti stóran hlut í Morg­un­blað­inu í fyrra. Þor­gerður Katrín sagði í ræðu sinni að það mætti ekki ger­ast að „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn með allt sitt íhald kom­ist til valda á grunni orð­ræðu odd­vit­ans sem end­ur­speglar gömlu valda­blokk­irnar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Og alltaf þegar vonir eru bundnar við að gam­al­kunnar risa­eðlur séu að slaka á klónni, birt­ast þær skyndi­lega eins og grameðl­urnar í Júra­garð­inum.“ Þær gömlu valda­blokkir sem hún vísar til eru þeir hópar innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem fylgja Davíð Odds­syni, fyrr­ver­andi for­manni flokks­ins og núver­andi rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, að mál­um.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent