Ályktun samþykkt á þingi Framsóknar um að rannsóknarnefnd verði skipuð

Ályktun var lögð fyrir þing Framsóknarflokksins og samþykkt um helgina að skipuð yrði rannsóknarnefnd um þær aðgerðir sem stjórnvöld og fjármálafyrirtæki réðust í eftir hrunið.

24216414821_774b5e8eb2_o.jpg
Auglýsing

Ályktun var lögð fyrir þing Fram­sókn­ar­flokks­ins í gær 11. febr­úar að skipuð yrði rann­sókn­ar­nefnd um þær aðgerðir sem stjórn­völd og fjár­mála­fyr­ir­tæki réð­ust í eftir hrun­ið.

Ásthildur Lóa ÞórsdóttirÁst­hildur Lóa Þórs­dótt­ir, for­maður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna og þriðji maður á lista Fram­sóknar í Reykja­vík fyrir næstu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, greindi frá þessu í Face­book-­færslu í gær.

Sam­kvæmt færsl­unni var álykt­unin sam­þykkt með nær öllum greiddum atkvæð­um. Ást­hildur segir þetta vera sigur fyrir Hags­muna­sam­tök heim­il­anna vegna þess að þau hafi reynt að ná athygli stjórn­mála­flokka um þetta mál með litlum árangri fram til þessa.

Auglýsing

„Rann­saka þarf aðgerðir stjórn­valda og fjár­mála­fyr­ir­tækja í kjöl­far hruns­ins og finna út raun­veru­lega stöðu fjár­mála­kerf­is­ins en það verður ekki gert án þess að rann­saka lög­mæti þeirra aðgerða sem ráð­ist var í eftir hrun­ið, t.d. varð­andi end­ur­út­reikn­inga geng­is­tryggðra lána. Einnig þarf að skoða hvort úrvinnsla verð­tryggðra og geng­is­tryggðra lána hafi verið í sam­ræmi við lög- og stjórn­ar­skrár­varin rétt­indi neyt­enda og skuld­bind­ingar Íslands sam­kvæmt EES-­samn­ingn­um.

Stöðva skal allar aðfarir sem byggja á fyrr­nefndum aðgerðum á meðan gerð slíkrar rann­sókn­ar­skýrslu stendur yfir,“ segir í færslu Ást­hild­ar. 

Von hennar er sú að þeir félagar Hags­muna­sam­taka heim­il­anna sem eru í stjórn­mála­flokkum vinni þess­ari til­lögu fylgi innan sinna flokka og/eða skori á þá að veita henni stuðn­ing þegar hún kemur fyrir þing­ið.Ég bar upp ályktun á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins í dag um að skipuð verði rann­sókn­ar­nefnd um þær aðgerðir sem...

Posted by Ásta Lóa Þórs­dóttir on Sunday, March 11, 2018


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent