Lét reikna kostnað við Vaðlaheiðargöng í samræmi við lög um ríkisábyrgðir

Ef kostnaður við lán ríkisins vegna Vaðlaheiðarganga yrði reiknaður í samræmi við lög um ríkisábyrgðir væri hann 33,8 milljarðar króna. Þá þyrfti 49.700 bíla um göngin á dag árið 2055 til að hægt yrði að borga lánið til baka.

Vaðlaheiði
Auglýsing

Ef lánsheimild sem íslenska ríkið veitir vegna gerðar Vaðlaheiðarganga verður nýtt að fullu, og lánið reiknað í samræmi við lög um ríkisábyrgðir, þá verður staða þess 33,8 milljarðar króna í byrjun maí 2021 þegar lánið er á gjalddaga.

Þetta yrði staðan ef göngin yrðu opnuð í árslok 2018, að verð í gegnum þau frá þeim tíma verði 1.250 krónur á hverja ferð án virðisaukaskatts, að öll umferð sem nú fer um Víkurskarð fari um Vaðlaheiðargöng og að öll viðbótarumferð miðað við háspá Vegagerðarinnar um umferð um Víkurskarð. Þá er gert fyrir að samið verði um áframhaldandi lánveitingu frá ríkissjóði með sömu vaxtakjörum til 35 ára með cash-sweep fyrirkomulagi.

Þetta kemur fram í svari Ríkisábyrgðarsjóðs við spurningu Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata og nefndarmanns í fjárlaganefnd, um hvernig lánið væri reiknað ef farið væri að lögum um ríkisábyrgðir. Ríkisábyrgðarsjóður tekur sérstaklega fram í svarinu að forsendur þess, sem lagðar séu til grundvallar útreikningi á stöðu lána og umferðarmagni, séu að mati sjóðsins „frekar óraunhæfar og allar niðurstöður ber að skoða í því ljósi“.

Þar segir: „Staða láns til VHG hf. miðað við lok febrúar 2018 með áföllnum vöxtum var 11,6 ma.kr. Þessi staða lánsins miðast við samtölu ádrátta og þeirra vaxta sem áfallnir eru á lánið. Upphaflega miðaðist lánið við gjalddaga 5.1.2018, sem síðar var breytt vegna erfiðleika við gangagröft til 1.5.2021. Miðað við upphaflegan gjalddaga og ávöxtunarferil óverðtryggðrar útgáfu ríkisins á markaði (ríkisbréf), voru áhættulausir óverðtryggðir vextir um 5% á þeim tíma er lánið var afgreitt. Með álagi vegna lánshæfismats CCC upp á 13,1% yrðu vextir af láni til VHG hf. á þeim tíma því 18,1%.“ Miðað við allar ofangreindar forsendur yrði staða framkvæmdalánsins alls 33,8 milljarðar króna þann 1. maí 2021, þegar lánir yrði á gjalddaga.

Mjög óraunhæfar forsendur

Ef stofnkostnaður við gerð ganganna yrði svo mikill þyrfti árleg umferð að vera um níu prósent umfram háspá Vegagerðarinnar til að göngin stæðu undir fjármögnunarkostnaði og endurgreiðslu þess láns sem ríkið veitti, samkvæmt svari Ríkisábyrgðarsjóðs.

Þar segir enn fremur að árleg aukning á umferð um níu prósent sé „mjög óraunhæf forsenda enda yrði meðaltalsumferð um göngin á dag miðað við heilt ár, svoköllum árdagsumferð, komin í 49.700 bíla á dag árið 2055 sem gæfi um 2.070 bíla á klukkustund.“

Björn Leví Gunnarsson spurði um kostnað við lán ríkisins ef það yrði reiknað í samræmi við lög um ríkisábyrgðir. MYND: Bára Huld BeckBjörn Leví segir í tilkynningu til fjölmiðla að allar forsendur um gjaldheimtu og rekstrargrundvöll gagnanna hafi verið reiknaðar á miklu lægri vöxtum en lög um ríkisábyrgð segi til. Það hafi hann aldrei skilið og þess vegna farið fram á að lánið yrði reiknað ef farið yrði eftir lögum um ríkisábyrgð, enda liggi fyrir niðurstaða úttektarnefndar um að Vaðlaheiðargöng geti ekki talist einkaframkvæmd.

Hann telur því að ofangreind upphæð, 33,8 milljarðar króna, sé heildarkostnaðurinn við framkvæmdina og þá áhættu ríkisins sem ábyrgðaraðila fjármögnunar. „Það er kostnaðurinn sem framkvæmdaaðili hefði þurft að fjármagna hjá almennum fjárfestum. Það er kostnaðurinn sem framkvæmdin þarf að standa skil á ef verkið á að teljast einkaframkvæmd og réttlæta tilveru sína utan samgönguáætlunar.“

Átti að vera aðlað­andi fyrir fjár­festa

Íslenska ríkið ákvað á árunum 2009 og 2010 að kanna að ráð­ist yrði í gerð Vaðla­heið­­ar­­ganga í einka­fram­­kvæmd. Leitað var til íslenskra líf­eyr­is­­sjóða um að koma að fjár­­­mögnun verk­efn­is­ins en ekki náð­ist saman um slíkt. Því ákvað þáver­andi rík­­is­­stjórn Sam­­fylk­ingar og Vinstri grænna að verk­efnið yrði fjár­­­magnað af rík­­is­­sjóði til skamms tíma en síðar yrði leitað á almennan markað að lang­­tíma­fjár­­­mögn­un. Verk­efnið átti að verða aðlað­andi fyrir fjár­­­festa m.a. vegna þess að fjár­­­mögn­unin átti að verða rekstr­­ar­­lega sjálf­­bær með inn­­heimtu veggjalds.

Auglýsing
Í júní 2012 sam­­þykkti Alþingi svo lög um gerð jarð­­ganga undir Vaðla­heiði. Í þeim fólst að rík­­is­­sjóður gat lánað allt að 8,7 millj­­arða króna til verk­efn­is­ins, á því verð­lagi sem var í lok árs 2011. Vextir á lán­unum voru allt að 3,7 pró­­sent og átti það fé að duga fyrir stofn­­kostn­aði. Sér­­stakt félag var stofnað utan um fram­­kvæmd­ina, Vaðla­heið­­ar­­göng ehf. Meiri­hluta­eig­andi þess félags er Greið leið ehf. í eigu Akur­eyr­­ar­bæj­­­ar, fjár­­­fest­ing­­ar­­fé­lags­ins KEA og Útgerð­­ar­­fé­lags Akur­eyr­inga. Minn­i­hluta­eig­andi í félag­inu er Vega­­gerð­in. Gert var ráð fyrir að fram­­kvæmdum yrði lokið í árs­­lok 2016 og að ganga­gröftur myndi klár­­ast í sept­­em­ber 2015.

Mikil vand­ræði hafa hins vegar orðið á meðan að á fram­­kvæmd­inni hefur staðið vegna erf­iðra jarð­laga og inn­­­rennsli á bæði heitu og köldu vatni.

Rík­­is­­stjórn sam­­þykkir frek­­ari lán­veit­ingar

Í mars í fyrra var greint frá því að það vant­aði umtals­vert fé til að klára gerð Vaðla­heið­­ar­­ganga. Bene­dikt Jóhannesson, þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, sagði þá að hann myndi beita sér fyrir því að ríkið myndi lána meira fé í fram­­kvæmd­ina en að hann teldi ekki úti­­lokað að eig­endur Greiðrar leiðar kæmu að slíkri fjár­­­mögn­un. Þeir höfn­uðu því hins vegar algjör­­lega, en þeir hafa þegar lagt fram 236 millj­­ónir króna í eigið fé inn í félag­ið.

Þess vegna ákvað rík­is­stjórnin að ríkið myndi hækka láns­heim­ild Vaðlaheiðargangaum allt að 4,7 millj­­arða króna.

Úttektarskýrsla sem kynnt var í ágúst 2017, og unnin var að beiðni þáverandi ríkisstjórnar, komst að þeirri nið­ur­stöðu að fram­kvæmdin geti ekki talist eig­in­leg einka­fram­kvæmd. Í raun sé hún rík­is­fram­kvæmd þótt að upp­haf­lega hefði hún ekki verið kynnt sem slík til að þurfa ekki að lúta for­gangs­röðun sam­göngu­á­ætl­un­ar. Frá því að lög um gerð gang­anna voru sett hafi íslenska ríkið borið meg­in­á­hættu af Vaðla­heið­ar­göngum í formi fram­kvæmda­láns til verks­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent