Skýrsla: Vaðlaheiðargöng geta ekki talist einkaframkvæmd

Gerð Vaðlaheiðarganga er ríkisframkvæmd sem kynnt var sem einkaframkvæmd til að komast fram hjá því að lúta forgangsröðun samgönguáætlunar. Dýrara þarf að vera í göngin en Hvalfjarðargöng ef ríkið á að fá endurgreitt. Þetta kemur fram í úttektarskýrslu.

Vaðlaheiði
Auglýsing

úttekt­ar­skýrsla um gerð Vaðla­heiða­ganga, sem unnin var að beiðni rík­is­stjórn­ar­inn­ar, kemst að þeirri nið­ur­stöðu að fram­kvæmdin geti ekki talist eig­in­leg einka­fram­kvæmd. Í raun sé hún rík­is­fram­kvæmd þótt að upp­haf­lega hefði hún ekki verið kynnt sem slík til að þurfa ekki að lúta for­gangs­röðun sam­göngu­á­ætl­un­ar. Frá því að lög um gerð gang­anna voru sett hafi íslenska ríkið borið meg­in­á­hættu af Vaðla­heið­ar­göngum í formi fram­kvæmda­láns til verks­ins.

Rík­is­stjórn lagði til við Alþingi í apríl síð­ast­liðnum að setja 4,7 millj­arða króna til þess að ljúka við gerð Vaðla­heið­ar­ganga. Upp­haf­lega stóð til að rík­is­sjóður myndi lána 8,7 millj­arða króna til verk­efn­is­ins en sú upp­hæð dugði ekki. Þegar fyrir lá að ríkið þurfti að setja meira fé í fram­kvæmd­ina til að hægt yrði að ljúka henni var sam­þykkt í rík­is­stjórn að gera úttekt á verk­efn­inu og því sem fór úrskeiðis í því.

Verður að vera umtals­vert dýr­ara en í Hval­fjarð­ar­göngin

Frið­rik Frið­riks­son, rekstr­ar­ráð­gjafi hjá Advance, var feng­inn til að vinna úttekt­ina. Hann skil­aði end­an­legri skýrslu 15. ágúst og var hún kynnt á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

Auglýsing

Helstu nið­ur­stöður hennar er að verk­efnið geti ekki talist einka­fram­kvæmd heldur sé það í raun rík­is­fram­kvæmd sem hafi verið kynnt með öðrum hætti til að kom­ast á legg á undan öðrum verk­efnum sem voru ofar á sam­göngu­á­ætl­un.

Skýrslu­höf­undur kemst einnig að þeirri nið­ur­stöðu að frek­ari rann­sóknir hefðu ekki dregið úr fram­kvæmda­á­hættu og telur mögu­legt að lán rík­is­sjóðs geti inn­heimst innan skyn­sam­legs láns­tíma, þótt enn sé tölu­verð óvissa um umferð­ar­þróun og greiðslu­vilja þeirra sem munu nýta sér göng­in, en rukkað verður fyrir notkun þeirra. Umferð­ar­aukn­ing um Vík­ur­skarð hafi verið 50 pró­sent meiri en spá frá 2011 gerði ráð fyrir og það bæti rekstr­ar­horf­ur. Í skýrsl­unni seg­ir: „Ljóst er að gjald­skrá Vaðla­heið­ar­ganga verður að vera tals­vert hærri en í Hval­firði til þess að end­ur­heimtur lána að fullu séu raun­hæf­ar, en gjald­skrá Hval­fjarð­ar­ganga hefur verið nán­ast óbreytt frá upp­hafi.“

Átti að vera aðlað­andi fyrir fjár­festa

Íslenska ríkið ákvað á árunum 2009 og 2010 að kanna að ráð­ist yrði í gerð Vaðla­heið­­ar­­ganga í einka­fram­­kvæmd. Leitað var til íslenskra líf­eyr­is­­sjóða um að koma að fjár­­­mögnun verk­efn­is­ins en ekki náð­ist saman um slíkt. Því ákvað þáver­andi rík­­is­­stjórn Sam­­fylk­ingar og Vinstri grænna að verk­efnið yrði fjár­­­magnað af rík­­is­­sjóði til skamms tíma en síðar yrði leitað á almennan markað að lang­­tíma­fjár­­­mögn­un. Verk­efnið átti að verða aðlað­andi fyrir fjár­­­festa m.a. vegna þess að fjár­­­mögn­unin átti að verða rekstr­­ar­­lega sjálf­­bær með inn­­heimtu veggjalds.

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti skýrsluna í ríkisstjórn í morgun.Í júní 2012 sam­­þykkti Alþingi svo lög um gerð jarð­­ganga undir Vaðla­heiði. Í þeim fólst að rík­­is­­sjóður gat lánað allt að 8,7 millj­­arða króna til verk­efn­is­ins, á því verð­lagi sem var í lok árs 2011. Vextir á lán­unum voru allt að 3,7 pró­­sent og átti það fé að duga fyrir stofn­­kostn­aði. Sér­­stakt félag var stofnað utan um fram­­kvæmd­ina, Vaðla­heið­­ar­­göng ehf. Meiri­hluta­eig­andi þess félags er Greið leið ehf. í eigu Akur­eyr­­ar­bæj­­­ar, fjár­­­fest­ing­­ar­­fé­lags­ins KEA og Útgerð­­ar­­fé­lags Akur­eyr­inga. Minn­i­hluta­eig­andi í félag­inu er Vega­­gerð­in. Gert var ráð fyrir að fram­­kvæmdum yrði lokið í árs­­lok 2016 og að ganga­gröftur myndi klár­­ast í sept­­em­ber 2015.

Mikil vand­ræði hafa hins vegar orðið á meðan að á fram­­kvæmd­inni hefur staðið vegna erf­iðra jarð­laga og inn­­­rennsli á bæði heitu og köldu vatni. Betur hefur gengið að und­an­­förnu og sam­­kvæmt minn­is­­blaði sem Bene­dikt Jóhann­es­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram í rík­­is­­stjórn í apríl síð­ast­liðnum  var búið að klára um 97 pró­­sent af greftri gang­anna í lok mars.

Rík­­is­­stjórn sam­­þykkir frek­­ari lán­veit­ingar

Í mars var greint frá því að það vant­aði umtals­vert fé til að klára gerð Vaðla­heið­­ar­­ganga. Bene­dikt sagði þá að hann myndi beita sér fyrir því að ríkið myndi lána meira fé í fram­­kvæmd­ina en að hann teldi ekki úti­­lokað að eig­endur Greiðrar leiðar kæmu að slíkri fjár­­­mögn­un. Þeir höfn­uðu því hins vegar algjör­­lega, en þeir hafa þegar lagt fram 236 millj­­ónir króna í eigið fé inn í félag­ið.

Þess vegna ákvað rík­is­stjórnin að ríkið myndi hækka láns­heim­ild Vaðla­heið­ar­ganga um allt að 4,7 millj­­arða króna.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar