Skýrsla: Vaðlaheiðargöng geta ekki talist einkaframkvæmd

Gerð Vaðlaheiðarganga er ríkisframkvæmd sem kynnt var sem einkaframkvæmd til að komast fram hjá því að lúta forgangsröðun samgönguáætlunar. Dýrara þarf að vera í göngin en Hvalfjarðargöng ef ríkið á að fá endurgreitt. Þetta kemur fram í úttektarskýrslu.

Vaðlaheiði
Auglýsing

úttekt­ar­skýrsla um gerð Vaðla­heiða­ganga, sem unnin var að beiðni rík­is­stjórn­ar­inn­ar, kemst að þeirri nið­ur­stöðu að fram­kvæmdin geti ekki talist eig­in­leg einka­fram­kvæmd. Í raun sé hún rík­is­fram­kvæmd þótt að upp­haf­lega hefði hún ekki verið kynnt sem slík til að þurfa ekki að lúta for­gangs­röðun sam­göngu­á­ætl­un­ar. Frá því að lög um gerð gang­anna voru sett hafi íslenska ríkið borið meg­in­á­hættu af Vaðla­heið­ar­göngum í formi fram­kvæmda­láns til verks­ins.

Rík­is­stjórn lagði til við Alþingi í apríl síð­ast­liðnum að setja 4,7 millj­arða króna til þess að ljúka við gerð Vaðla­heið­ar­ganga. Upp­haf­lega stóð til að rík­is­sjóður myndi lána 8,7 millj­arða króna til verk­efn­is­ins en sú upp­hæð dugði ekki. Þegar fyrir lá að ríkið þurfti að setja meira fé í fram­kvæmd­ina til að hægt yrði að ljúka henni var sam­þykkt í rík­is­stjórn að gera úttekt á verk­efn­inu og því sem fór úrskeiðis í því.

Verður að vera umtals­vert dýr­ara en í Hval­fjarð­ar­göngin

Frið­rik Frið­riks­son, rekstr­ar­ráð­gjafi hjá Advance, var feng­inn til að vinna úttekt­ina. Hann skil­aði end­an­legri skýrslu 15. ágúst og var hún kynnt á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

Auglýsing

Helstu nið­ur­stöður hennar er að verk­efnið geti ekki talist einka­fram­kvæmd heldur sé það í raun rík­is­fram­kvæmd sem hafi verið kynnt með öðrum hætti til að kom­ast á legg á undan öðrum verk­efnum sem voru ofar á sam­göngu­á­ætl­un.

Skýrslu­höf­undur kemst einnig að þeirri nið­ur­stöðu að frek­ari rann­sóknir hefðu ekki dregið úr fram­kvæmda­á­hættu og telur mögu­legt að lán rík­is­sjóðs geti inn­heimst innan skyn­sam­legs láns­tíma, þótt enn sé tölu­verð óvissa um umferð­ar­þróun og greiðslu­vilja þeirra sem munu nýta sér göng­in, en rukkað verður fyrir notkun þeirra. Umferð­ar­aukn­ing um Vík­ur­skarð hafi verið 50 pró­sent meiri en spá frá 2011 gerði ráð fyrir og það bæti rekstr­ar­horf­ur. Í skýrsl­unni seg­ir: „Ljóst er að gjald­skrá Vaðla­heið­ar­ganga verður að vera tals­vert hærri en í Hval­firði til þess að end­ur­heimtur lána að fullu séu raun­hæf­ar, en gjald­skrá Hval­fjarð­ar­ganga hefur verið nán­ast óbreytt frá upp­hafi.“

Átti að vera aðlað­andi fyrir fjár­festa

Íslenska ríkið ákvað á árunum 2009 og 2010 að kanna að ráð­ist yrði í gerð Vaðla­heið­­ar­­ganga í einka­fram­­kvæmd. Leitað var til íslenskra líf­eyr­is­­sjóða um að koma að fjár­­­mögnun verk­efn­is­ins en ekki náð­ist saman um slíkt. Því ákvað þáver­andi rík­­is­­stjórn Sam­­fylk­ingar og Vinstri grænna að verk­efnið yrði fjár­­­magnað af rík­­is­­sjóði til skamms tíma en síðar yrði leitað á almennan markað að lang­­tíma­fjár­­­mögn­un. Verk­efnið átti að verða aðlað­andi fyrir fjár­­­festa m.a. vegna þess að fjár­­­mögn­unin átti að verða rekstr­­ar­­lega sjálf­­bær með inn­­heimtu veggjalds.

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti skýrsluna í ríkisstjórn í morgun.Í júní 2012 sam­­þykkti Alþingi svo lög um gerð jarð­­ganga undir Vaðla­heiði. Í þeim fólst að rík­­is­­sjóður gat lánað allt að 8,7 millj­­arða króna til verk­efn­is­ins, á því verð­lagi sem var í lok árs 2011. Vextir á lán­unum voru allt að 3,7 pró­­sent og átti það fé að duga fyrir stofn­­kostn­aði. Sér­­stakt félag var stofnað utan um fram­­kvæmd­ina, Vaðla­heið­­ar­­göng ehf. Meiri­hluta­eig­andi þess félags er Greið leið ehf. í eigu Akur­eyr­­ar­bæj­­­ar, fjár­­­fest­ing­­ar­­fé­lags­ins KEA og Útgerð­­ar­­fé­lags Akur­eyr­inga. Minn­i­hluta­eig­andi í félag­inu er Vega­­gerð­in. Gert var ráð fyrir að fram­­kvæmdum yrði lokið í árs­­lok 2016 og að ganga­gröftur myndi klár­­ast í sept­­em­ber 2015.

Mikil vand­ræði hafa hins vegar orðið á meðan að á fram­­kvæmd­inni hefur staðið vegna erf­iðra jarð­laga og inn­­­rennsli á bæði heitu og köldu vatni. Betur hefur gengið að und­an­­förnu og sam­­kvæmt minn­is­­blaði sem Bene­dikt Jóhann­es­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram í rík­­is­­stjórn í apríl síð­ast­liðnum  var búið að klára um 97 pró­­sent af greftri gang­anna í lok mars.

Rík­­is­­stjórn sam­­þykkir frek­­ari lán­veit­ingar

Í mars var greint frá því að það vant­aði umtals­vert fé til að klára gerð Vaðla­heið­­ar­­ganga. Bene­dikt sagði þá að hann myndi beita sér fyrir því að ríkið myndi lána meira fé í fram­­kvæmd­ina en að hann teldi ekki úti­­lokað að eig­endur Greiðrar leiðar kæmu að slíkri fjár­­­mögn­un. Þeir höfn­uðu því hins vegar algjör­­lega, en þeir hafa þegar lagt fram 236 millj­­ónir króna í eigið fé inn í félag­ið.

Þess vegna ákvað rík­is­stjórnin að ríkið myndi hækka láns­heim­ild Vaðla­heið­ar­ganga um allt að 4,7 millj­­arða króna.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar