Enn heyrist ekkert frá yfirvöldum í Norður-Kóreu

Bandarísk stjórnvöld hafa samþykkt að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un hittist á fundi. Stjórnvöld í Suður-Kóreu miðluðu málum. Ekkert hefur heyrst frá Norður-Kóreu.

Norður Kórea - Kim Jong-un
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur sam­þykkt að funda með Kim Jong Ung, leið­toga, Norð­ur­-Kóreu, en ekk­ert hefur þó heyrst frá honum eða öðrum úr stjórn­ar­liði Norð­ur­-Kóreu frá því að banda­rísk stjórn­völd tóku þessa sögu­legu ákvörð­un.

Frá þessu er greint á vef breska rík­is­út­varps­ins BBC.

Það eru stjórn­völd í Suð­ur­-Kóreu sem hafa verið að miðla mál­um, með það að mark­miði að draga úr spennu á Kóreu­skaga. 

Auglýsing

Ef fund­ur­inn fer fram, þá verður hann sá fyrsti sem for­seti Banda­ríkj­anna á með leið­toga Norð­ur­-Kóreu. Trump og Kim Jong Un hafa skipst á skeyta­send­ingum í gengum fjöl­miðla allt frá því Trump tók við sem for­seti í byrjun síð­asta árs. 

Til­raunum Norð­ur­-Kóreu með lang­drægar flaugar hefur verið harð­lega mót­mælt og hafa Sam­ein­uðu þjóð­irnar sam­þykkt ein­róma efna­hags­þving­anir gagn­vart land­inu. Sumar þeirra eru veru­lega íþyngj­andi, meðal ann­ars bann við flutn­ingi á olíu til lands­ins. 

Búist er við því að aðal­um­ræðu­efni fundar Trumps og Kim Jong Un, ef til hans kem­ur, verði um kjarn­orku­á­ætlun Norð­ur­-Kóreu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Kerfislægur rasismi
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent