Icelandair er sagt vera að kaupa eignarhluti í flugfélaginu TACV á Grænhöfðaeyjum, sem er í eigu hins opinbera þar í landi.
Í umfjöllun Aviator, vefs sem fjallar um markaðsupplýsingar í flugiðnaði, er haft eftir fjármálaráðherranum Olavo Correio, að lokasamkomulag vegna viðskiptanna færist nær, en Icelandair hefur átt í viðskiptasambandi við flugfélagið, og var samningur meðal annars gerður milli félaganna í ágúst í fyrra.
Correio segir að nú sé verið að semja um verð og skilmála. Starfsmenn TACV eru á milli sjö og átta hundruð.
Á Grænhöfðaeyjum búa tæplega 570 þúsund manns, og ferðaþjónusta hefur verið vaxið á eyjunum á undanförnum árum. TACV flugfélagið sinnir alhliðaflugþjónustu í Evrópu, Bandaríkjunum og Afríku, samkvæmt upplýsingum á vef félagsins.
Icelandair er í dag metið á 73,7 milljarða króna, miðað við lokagengi á markaði í gær.