Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að óhætt sé að segja að samskiptin innan þingflokks Vinstri grænna séu erfið vegna stöðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Andrésar Inga Jónssonar. Hvorugt þeirra studdi ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn þegar flokkurinn ákvað að fara í slíkt seint á síðasta ári og þau kusu einnig bæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í síðustu viku.
Í Fréttablaðinu í dag er umfjöllun um stöðuna innan þingflokks Vinstri grænna. Þar er haft eftir Bjarkeyju að samskiptin innan þingflokksins væru „svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa.“
Þar er einnig greint frá því að Bjarkey hafi reynt að kalla inn varamann fyrir Rósu á meðan að sú síðarnefnda er á fundi framkvæmdastjórnar og stjórnarnefndar Evrópuráðsins í París. Rósa afturkallaði það kall þar sem það er hvers þingmanns að ákveða hvort varamaður sé kallaður inn, ekki þingflokksformanns. Bjarkey segir í samtali við blaðið
http://www.visir.is/g/2018180319234?fb_action_ids=10156275785241514&fb_action_types=og.comments
að Rósa hafi orðið ósátt við þetta og fannst sem hún tæki fram fyrir hendurnar á sér. Það sé að mörgu leyti rétt. „Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“Hefur stjórnarmeirihlutinn minnkað í 33?
Mikið hefur verið fjallað um það hvort að stjórnarmeirihluti ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hafi formlega farið úr 35 í 33 þingmenn með ákvörðun Rósu og Andrésar í síðustu viku.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var líka gestur þáttarins. Hún sagðist hafa séð það hjá Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar og væntanlega næsta varaformanni Sjálfstæðisflokksins, að hún líti svo á að meirihlutinn teldi nú 33 þingmenn. „Ég veit ekki hvað ráðherrar VG eru að hugsa eða aðrir.“