Eignir meðlima Sigur Rósar kyrrsettar

Eignir upp á mörg hundruð milljónir hafa verið kyrrsettar vegna grunsemda um skattsvik.

Sigur Rós
Auglýsing

Sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur kyrr­sett eign­ir ­með­lima Sigur Rós­ar, að kröfu toll­stjóra. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag, og er sagt að þetta teng­ist meintum skattsvikum með­lima sveit­ar­inn­ar.

Um er að ræða kyrr­setn­ing­u ­upp á tæp­lega 800 millj­ónir króna ­sem nær til allra þriggja með­- lima sveit­ar­inn­ar; Jóns Þórs Birg­is­son­ar, ­Ge­orgs Hólm og Orra Páls ­Dýra­son­ar. 

Sam­kvæmt því sem fram kemur í umfjöllun Frétta­blaðs­ins er á­stæðan fyrir aðgerð­unum rann­sókn skatt­rann­sókn­ar­stjóra á meintum skatta­laga­brotum með­lima sveit­ar­inn­ar. Krafan var tekin fyrir og birt þre­menn­ing­un­um í des­em­ber síð­ast­liðn­um. 

Auglýsing

„Undir hana falla kyrr­setn­ingar á fast­eign­um, öku­tækj­um, banka­reikn­ing­um og hlutafé í fyr­ir­tækj­um. Hæsta krafan var á hendur söngv­ara sveit­ar­inn­ar, Jóni Þór, eða Jónsa líkt og hann er jafnan kall­að­ur, en hún nam 638 millj­ónum króna. Þar er um að ræða ­kyrr­setn­ingu á þrettán hús­eign­um, t­veimur bif­hjólum og tveimur fólks­bíl­u­m, ­sem og sex banka­reikn­ing­um og hlutafé í þremur fyr­ir­tækj­u­m. Þá voru tvær fast­eignir í eigu trommar­ans Orra Páls kyrr­sett­ar, en verð­mæt­i þeirra er um 82 millj­ónir króna. Tvær fast­eignir í eigu bassa­leik­ar­ans Georgs Hólm voru kyrr­settar og er verð­mæt­i þeirra 78,5 millj­ón­ir,“ segir í Frétta­blað­inu.

Allir þrír mót­mæltu kyrr­setn­ing­unn­i á grund­velli þess að stór hluti henn­ar varði ein­falda túlkun á tekju­skattslög­um. Um hafi verið að ræða hand­vömm end­ur­skoð­anda en ekki ásetn­ing um að fremja glæp.

Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent