Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, rak Andrew McCabe úr starfi sínu sem forstjóri alríkislögreglunnar FBI, um sólarhring áður en hann var átti að fara á eftirlaun, seint í gær. Með þessari ákvörðun kemur hann í veg fyrir að hann geti átt rétt á ríkulegri eftirlaunum en hann hefði annars fengið.
Jeff Sessions hefur sjálfur verið til rannsóknar fyrir samband sitt við Rússa, en vitað er að hann átti fundi með Sergey Kislyak, sendiherra Rússa í Washington DC, en hann er náinn bandamaður Vladímir Pútíns forseta Rússlands.
...have shown conclusively that there was no Collusion with Russia..just excuse for losing. The only Collusion was that done by the DNC, the Democrats and Crooked Hillary. The writer of the story, Maggie Haberman, a Hillary flunky, knows nothing about me and is not given access.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 11, 2018
McCabe kom bæði að rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton og afskiptum Rússa af kosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og tengslum við framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.
Trump hefur haldið því fram, ítrekað, að McCabe sé óhæfur í starfi og hafi verið búinn að mynda sér skoðun á tengslum framboðs Trumps við Rússa, án þess að hafa nokkuð í höndunum um það.
"This attack on my credibility is one part of a larger effort not just to slander me personally, but to taint the FBI, law enforcement, and the intelligence professionals."
— Vox (@voxdotcom) March 17, 2018
Read Andrew McCabe's full statement: https://t.co/Bg5HEMhemU
McCabe sendi frá sér harðorða yfirlýsingu eftir að ákvörðun um að reka hann hafði verið tekin, en hann las fyrst um hana í fjölmiðlum. Hann segir að þessar aðgerðir gegn honum séu hluti af víðtækum aðgerðum stjórnvalda og Trumps forseta, til þess að rýra trúverðugleika hans, alríkislögreglunnar og þeirrar rannsóknarvinnu sem farið hefur fram til þessa.
Hann segir í yfirlýsingu sinni að hann sé stoltur af meira en tveggja áratuga vinnu sinni hjá FBI, meðal annars við að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi Rússa í New York sem fulltrúi á götunni (street agent). Það sé bæði sárt og valdi vonbrigðum, að eftirlaunaréttur hans sé skertur með þessum hætti.
Hann segist þó fullviss um að heiðarlegir rannsakendur hjá FBI og öðrum rannsóknar- og lögreglustofnunum muni leiða rannsóknirnar sem eru í gangi til lykta með farsælum og réttumætum hætti.