Sjálfstæðismenn vilja skoða nýtt staðarval fyrir LSH

Ályktun velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins á landsfundi, sem var samþykkt inn í stefnu flokksins, opnar á að nýtt staðarval fari fram fyrir spítalann. Sigmundur Davíð fagnar ákvörðun landsfundar.

landspitalinn_16036563315_o.jpg
Auglýsing„Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill áfram­hald­andi upp­bygg­ingu Land­spítala (LS­H). Lokið verð­i þeirri upp­bygg­ingu á Land­spít­ala­lóð sem er komin á fram­kvæmda­stig og teng­ist nú­ver­andi starf­semi. Farið verði taf­ar­laust í stað­ar­vals­grein­ingu fyr­ir­ fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu sjúkra­hús­þjón­ustu með öryggi og sterk­ari sam­göngu­leiðum að ­leið­ar­ljósi. Þannig verði horft til nýrra og breyttra þarfa, fleiri val­kosta fyrir starfs­menn og sjúk­linga og hugs­an­lega ann­ars konar sér­hæf­ingu á næstu ára­tug­um. ­Skipa þarf sér­staka stjórn yfir LSH til stuðn­ings við stjórn­endur og eft­ir­fylgni með­ ­eig­enda­stefnu spít­al­ans. Sam­hliða upp­bygg­ingu Land­spítala verði aðferðir við fjár­mögnun og rekstur sjúkra­húsa end­ur­skoð­að­ar.“

Þannig hljómar ályktun vel­ferð­ar­nefndar Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem nú hefur verið sam­þykkt inn í stefnu flokks­ins. Segja má að þetta sé skýr stefnu­breyt­ing frá því sem verið hef­ur, en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur stutt upp­bygg­ingu nýs Land­spít­ala við Hring­braut, það er í vinnu ráðu­neyta sem hann hefur stýrt og með þátt­töku í rík­is­stjórnum sem hafa komið að mál­inu. Innan flokks­ins hafa þó ávallt verið uppi ólík sjón­ar­mið, eins og krist­all­ast í þess­ari núver­andi stefnu flokks­ins.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, fagnar þess­ari ákvörðun lands­fundar flokks­ins. „Ég óska sjálf­stæð­is­mönnum til ham­ingju með breytta ályktun lands­fundar um Land­spít­al­ann. Nú er hægt að gera góða hluti. Verðum bara að vona að þing­menn flokks­ins líti ekki fram hjá þessu eða reyni að end­ur­túlka það,“ segir Sig­mundur Davíð á Face­book síðu sinn­i. 

Unnið er eftir því að byggja upp nýjan Land­spít­ala í áföng­um, og á vinna við með­ferð­ar­kjarna að hefj­ast í sum­ar, og eru slík áform meðal ann­ars nefnd í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Reiknað er með því að hann kom­ist í notkun 2023, en upp­bygg­ing spít­al­ans er gríð­ar­lega umfangs­mikið verk­efni.

Í ítar­legri grein Þor­kels Sig­ur­laugs­sonar og Hans Gutt­orms Þorm­ars, sem birt­ist á vef Kjarn­ans 1. mars, segir að vinna við nýja stað­ar­vals­grein­ingu, og því sem henni fylgir, geti seinkað upp­bygg­ingu spít­al­ans um 10 til 15 ár. Nú þegar hafi farið fram margra ára und­ir­bún­ings­vinna, sem hafi leitt stjórn­völd og sveit­ar­fé­lög að því verk­efni sem nú sé þegar haf­ið, að byggja upp spít­al­ann við Hring­braut. Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent