Yfirlýsing verkalýðsleiðtoga: „Leikhús fáranleikans“ hjá elítu viðskiptalífsins

„Ástandið er svo galið að við það verður ekki lengur unað“.

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, og Aðal­steinn Árni Bald­urs­son, for­maður Fram­sýn­ar, segja í yfir­lýs­ingu að „leik­hús fár­an­leik­ans“ sjá­ist nú hjá stjórn­endum í við­skipta­líf­inu, sem telji rétt­læt­an­legt að fá marg­föld laun sem tíðkast á almennum vinnu­mark­að­i. 

Í yfir­lýs­ing­unni, sem birt­ist á Face­book síðu Ragn­ars Þórs, segir að sjálf­taka og sið­leysi sé nú það sem helst ein­kenni launa­þróun hjá stjórn­endum í atvinnu­líf­inu. Þetta sé eitt­hvað sem launa­fólk geti ekki sætt sig við og muni ekki gera það. „Sið­laust launa­skrið og sjálf­taka í gegnum kaupauka og bónus­kerfi áttu að heyra sög­unni til eftir hrunið 2008 en annað hefur komið á dag­inn. Það er ljóst að launa­fólk á almennum og opin­berum mark­aði mun ekki lengur sætta sig við að bera ábyrgð á stöð­ug­leika í sam­fé­lag­inu á meðan stjórn­völd og aðrir emb­ætt­is­menn ásamt topp­unum í íslensku við­skipta­lífi stíga trylltan sjálftöku­dans. Sem dæmi um firr­ingu þeirra sem stjórna fyr­ir­tækjum á Íslandi má nefna launa­greiðslur til for­stjóra Eim­skips sem námu 102,6 millj­ónum á síð­asta ári. Á einu ári fær hann tekjur sem lág­launa­fólk er stóran hluta starfsæv­innar að vinna sér inn fyr­ir,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Sér­stak­lega er gjáin sem mynd­ast hefur á milli stjórn­enda og síðan fólks­ins á gólfi er ekki síst gagn­rýnd, í ljósi þess að ljós­mæður eigi nú kjara­bar­áttu. Launin þar séu lág þrátt fyrir 6 ára háskóla­nám og alveg óum­deilt sam­fé­lags­legt mik­il­væg­i.  „Launa­greiðslur til For­stjóra Eim­skipa á einu ári jafn­gilda byrj­un­ar­launum 19 ljós­mæðra eftir 6 ára háskóla­nám og millj­óna náms­lán. Þarf for­stjóri Eim­skipa að vera þess ávallt við­bú­inn að mæta til vinnu, vegna þess að líf og heilsa fólks er að veði? Það er ólík­legt að þjóðin tæki eftir því ef topp­arnir í við­skipta­líf­inu myndu leggja niður störf í nokkra daga eða vik­ur, í það minnsta þarf ekki að loka fyr­ir­tækj­unum ef það ger­ist. Stjórn­endur eru engu að síður dekraðir af stjórnum fyr­ir­tækja sem mörg hver eru að stórum eða í meiri­hluta eigu eft­ir­launa­sjóða almenn­ings. Ástandið er svo galið að ekki verður lengur við unað! Nú eru ljós­mæður í mik­illi og erf­iðri kjara­bar­áttu og ber okkur öllum að styðja, virða og sýna í verki stuðn­ing okkar við bar­áttu þeirra fyrir bættum kjör­um. Við und­ir­rituð styðjum ljós­mæður heils­hugar og skorum á samn­inga­nefnd rík­is­ins að nálg­ast kjara­við­ræður þeirra af virð­ingu og sann­girni í stað hroka og yfir­læt­is,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Auglýsing

Þessi fjórir for­menn eru í for­svari fyrir félög sem eru með tug­þús­undir félags­manna, en VR og Efl­ing eru stærstu stétt­ar­fé­lög lands­ins. VR er með tæp­lega 33 þús­und félags­menn en Efl­ing rúm­lega 27 þús­und. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Ummyndanir
Kjarninn 18. janúar 2021
Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Svavar Gestsson látinn
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra er látinn, 76 ára að aldri.
Kjarninn 18. janúar 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent