Stjórn N1: Okkur er fullljóst að launin eru mjög góð

Öll spjót hafa staðið á N1 frá því að upplýsingar um mikið launaskrið stjórnenda félagsins var gert opinbert í uppgjöri fyrir árið 2017. Stjórn félagsins segir að það byggi á kaupaukakerfi N1.

n1_bensinsto-25_9954050634_o.jpg
Auglýsing

„Mér er það alveg ljóst að laun for­stjóra N1 eru mjög góð og eru alveg sér­lega há á árinu 2017 eins og fram hefur kom­ið. Ég vil hins vegar full­vissa ykkur um það, að við fylgj­umst grannt með launa­hlut­föllum innan félags­ins þannig að tryggt sé að þróun launa yfir­stjórn­ar­innar fari ekki úr takti við launa­þróun almennra starfs­manna,“ segir Mar­grét Guð­munds­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður N1, í skýrslu stjórnar N1 vegna rekstr­ar­árs­ins 2017, en aðal­fundur félags­ins stendur nú yfir. 

Eins og kunn­ugt hefur ver­ið, þá hafa launa­kjör for­stjóra N1, Egg­erts Krist­ó­fers­son­ar, verið harð­lega gagn­rýnd, meðal ann­ars af stétt­ar­fé­lög­um. Í harð­orðri yfir­lýs­ingu frá for­mönnum VR, Efl­ing­ar, Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness og Fram­sýn­ar, segir að launa­þróun stjórn­enda í atvinnu­líf­inu sé orðin að „leik­húsi fár­an­leik­ans“. Alltof mikið bil sé orðið milli stjórn­enda og fólks­ins á gólf­inu. Efl­ing og VR, þar sem Sól­veig Anna Jóns­dóttir og Ragnar Þór Ing­ólfs­son eru for­menn, eru stærstu stétt­ar­fé­lög lands­ins með um 60 þús­und félags­menn sam­tals.

Hér má sjá upplýsingar um launa og launatengdar greiðslur til stjórnenda N1, eins og þær eru settar fram á kynningu. Mynd: Kynning N1.

Auglýsing

Í skýrslu stjórnar N1 er ítar­lega fjallað um launa­kjör hjá félag­inu, og meðal ann­ars vikið að kaupauka­kerf­inu sem í gildi er í félag­inu. „Á und­an­förnum dögum hefur skap­ast mikil umræða um þau laun sem Egg­erti Þór Krist­ó­fer­syn­i, ­for­stjóra N1 voru greidd fyrir störf hans hjá félag­inu á árinu 2017. Umræðan er skilj­an­leg, þó ekki væri af öðrum ástæðum en þeim, að litlar skýr­ingar fylgja í reikn­ingi félags­ins og launin eru há enda þarf sá sem starf­inu gegnir að vera reynslu mik­ill og vera með tals­verða hæfi­leika til að ­tryggja góðan rekstur og að þróa félagið til fram­tíðar í síbreyti­legu umhverf­i. Að­al­fundur félags­ins hefur ár hvert sam­þykkt starfs­kjara­stefnu, eins og hluta­fé­laga­lög áskilja. Þar kemur fram að mark­mið starfs­kjara­stefn­unnar sé að félagið geti boðið sam­keppn­is­hæf starfs­kjör og ráðið til sín fram­úr­skar­andi starfs­fólk og stjórn­end­ur. Til þess þurfi að bjóða sam­keppn­is­hæf ­laun við það sem tíðkast hjá sam­keppn­is­fyr­ir­tækj­um. Við teljum okkur gera það. Félagið hef­ur verið eft­ir­sóttur vinnu­staður og starfs­manna­velta almennt lág og starfs­þró­un­ar­mögu­leik­ar um­tals­verð­ir. Að því er laun almennra starfs­manna á þjón­ustu­stöðvum varðar byggjum við í grunn­inn á kjara­samn­ingum stétt­ar­fé­laga þeirra, en per­sónu­bund­inn mats­þáttur kemur þar Að­al­fundur N1, 19. mars, 2018 einnig til. Stjórn­endur þjón­ustu­þátta á tugum starfs­stöðva félags­ins um land allt eru laun­að­ir skv. per­sónu­bundum samn­ingum og félagið leit­ast við að verð­launa frammi­stöðu og árang­ur,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Hluthafar N1.Í skýrsl­unni segir enn fremur að kaupauka­kerfið byggi að stofni til á grunni sem rekja má til árs­ins 2013 þegar ákvörðun um skrán­ingu félags­ins á markað var tek­in. Þar er meðal ann­ars vikið að því að greiða með árang­urstengd launa. Þetta sé stefna sem legið hafi fyr­ir, og ætti því ekki að koma hlut­höfum félags­ins á óvart. Vikið sé sér­stak­lega að því á hvaða for­sendum megi umb­una fyrir góðan árang­ur. „Í fyrsta lagi megi greiða þeim ár­ang­urstengd laun og í öðru lagi megi veita þeim kaup­rétti að hluta­fé. ­Starfs­kjara­nefnd félags­ins er af hálfu stjórnar mót­andi um fram­kvæmd starfs­kjara­stefn­unn­ar. Hún hefur ekki talið æski­legt að nýta þessa árang­urs­hvata hvoru tveggja, en aug­ljóst er að ­stjórn­endur hefðu haft af því veru­legan fjár­hags­legan ávinn­ing ef heim­ildir til útgáfu kaup­rétta hefðu verið nýtt­ar, svo mjög sem verð­mæti hluta í félag­inu hefur auk­ist síð­ustu fjögur árin. Nú­ver­andi kaupauka­kerfi félags­ins er að megin stofni frá árinu 2013 þegar N1 var skráð í Kaup­höll­ina. Því var breytt að hluta til árið 2016 og tekur það nú til­lit til bæði fjár­hags­legrar af­komu, þ.e.a.s. árlegrar EBITDA í hlut­falli við áætlun og ein­stak­lings­bund­inna verk­efna ­yf­ir­stjórn­enda. Þannig telja ein­stak­lings­bundin verk­efni 20% og EBITDA 80%. EBITDA bilið sem ­kaup­auk­inn nær til er 95-110%. Geta kaupauka­greiðslur til for­stjóra hæst numið 6 mán­að­ar­launum og til fram­kvæmda­stjóra 3 mán­að­ar­launum og hafa kaupauka­greiðslur svarað til 1 mán­aða launa fram til árs­ins 2015 þegar afkoma félags­ins tók að batna veru­lega og náði hámarki í fyrra vegna góðrar afkomu árs­ins 2016. Árið 2016 var besta árið í sögu N1 og árangur á alla mæli­kvarða fór langt fram úr vænt­ing­um. Það ­leiddi til þess að skil­yrðum kaupauka­kerf­is­ins fyrir hámarks­greiðslu var mætt. Þær greiðslur komu til fram­kvæmda í mars árið 2017 eftir að reikn­ingur árs­ins 2016 hafði verið stað­festur og reiknast því sem hluti af launa­greiðslum árs­ins 2017,“ segir í skýrsl­unni.

Stærstu hlut­hafar N1 eru líf­eyr­is­sjóð­ir, en stærsti ein­staka eig­and­inn er Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með 13,3 pró­sent hlut. Mark­aðsvirði félags­ins er 30,5 millj­arðar króna, miðað við loka­gengi við lokun mark­aða í dag. Eigið fé félags­ins var 13,8 millj­arðar í lok árs í fyrra.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent