Þingmenn úr sex flokkum vilja þjóðaratkvæði um Reykjavíkurflugvöll

Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur verið lögð fram í þriðja sinn. Flutningsmenn eru 23 úr sex stjórnmálaflokkum. Einungis Samfylking og Viðreisn eiga ekki fulltrúa á tillögunni.

Njáll og flugvöllur
Auglýsing

23 þing­menn úr sex stjórn­mála­flokkum hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Í henni felst að kosið yrði um hvort flug­völl­ur­inn eigi áfram að vera í Vatns­mýr­inni eða ekki. Nið­ur­staða slíkrar atkvæða­greiðslu yrði alltaf ráð­gef­andi, en ekki bind­andi.

Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar er Njáll Trausti Frið­berts­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks.

Allir þing­menn Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins eru á meðal flutn­ings­manna. Auk þeirra eru sjö þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks á til­lög­unni. Þá eru þær Líneik Anna Sæv­ars­dóttir og Þór­unn Egils­dóttur úr Fram­sókn­ar­flokki og Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, á meðal flutn­ings­manna. Það er líka Jón Þór Ólafs­son frá Píröt­um. Einu flokk­arnir sem eiga full­trúa á Alþingi sem eru ekki með flutn­ings­mann á til­lög­unni eru Sam­fylk­ing og Við­reisn.

Auglýsing

Sjúkra­hús við Hring­braut notað sem rök

Til­lagan gerir ráð fyrir því að fram fari þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Sam­bæri­legar til­lögur voru fluttar haustið 2016 og vorið 2017 en fengu ekki braut­ar­gengi á þingi.

Í grein­ar­gerð segir að mark­mið til­lög­unnar sé að „ þjóðin fái tæki­færi til þess að segja hug sinn um málið og hafa áhrif á það hvar flug­völl­ur­inn og mið­stöð inn­an­lands- og sjúkra­flugs verða í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð, m.a. með til­liti til þjóð­hags­legra hags­muna. Ljóst er að ríkir almanna­hags­munir fel­ast í greiðum sam­göngum innan lands og að stað­setn­ing flug­vall­ar­ins, sem er mið­stöð inn­an­lands­flugs, hefur afar mikla þýð­ingu í því sam­hengi. Flug­völl­ur­inn gegnir mjög mik­il­vægu örygg­is­hlut­verki fyrir almenn­ing í land­inu vegna sjúkra- og neyð­ar­flugs svo og sem vara­flug­völl­ur. Þá gegnir flug­völl­ur­inn mjög mik­il­vægu hlut­verki í almanna­varna­kerfi lands­ins.“

Þá er sér­stak­lega til­tekið að stjórn­völd hafi markað þá opin­beru stefnu í heil­brigð­is­málum að aðeins verði byggt upp og rekið eitt hátækni­sjúkra­hús og það við Hring­braut í Reykja­vík, í næsta nágrenni við flug­völl­inn. „Greiðar sam­göngur milli flug­vallar og sjúkra­húss­ins eru því afar mik­il­væg­ar.“

Á að víkja í áföngum eftir 2022

Ekki hefur verið ein­hugur um hvort að mið­­stöð inn­­an­lands­flugs verði áfram í Vatns­­­mýr­inni í Reykja­vík eða verði færð ann­að. Ráð­andi öfl í Reykja­vík­­­ur­­borg hafa lengi viljað að flug­­­völl­­ur­inn verði færður svo hægt sé að byggja í Vatns­­­mýr­inni og þétta þar með höf­uð­­borg­ina. Um sé að ræða verð­­mætasta bygg­ing­­ar­landið innan marka hennar sem sé auk þess afar mik­il­vægt fyrir þróun henn­­ar.

Sam­­kvæmt sam­­göng­u­á­ætlun er gert ráð fyrir að flug­­­völl­­ur­inn verði þar sem hann er til 2022 en aðal­­­skipu­lag Reykja­vík­­­ur­­borgar gerir ráð fyrir að hann víki í áföngum eftir það ár. Sum­arið 2016 komst Hæst­i­­réttur Íslands að þeirri nið­­ur­­stöðu að íslenska ríkið þurfi að standa við sam­komu­lag sitt við Reykja­vík­­­ur­­borg um loka norð­aust­­­ur/suð­vest­­­ur­-flug­braut­inni, sem stundum er kölluð neyð­­­ar­braut­in, á Reykja­vík­­­ur­flug­velli.

Fyrsta þings­á­­lykt­un­­ar­til­lagan um þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðsl­una var lögð fram í kjöl­far­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent