Þingmenn úr sex flokkum vilja þjóðaratkvæði um Reykjavíkurflugvöll

Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur verið lögð fram í þriðja sinn. Flutningsmenn eru 23 úr sex stjórnmálaflokkum. Einungis Samfylking og Viðreisn eiga ekki fulltrúa á tillögunni.

Njáll og flugvöllur
Auglýsing

23 þingmenn úr sex stjórnmálaflokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Í henni felst að kosið yrði um hvort flugvöllurinn eigi áfram að vera í Vatnsmýrinni eða ekki. Niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu yrði alltaf ráðgefandi, en ekki bindandi.

Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Allir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eru á meðal flutningsmanna. Auk þeirra eru sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks á tillögunni. Þá eru þær Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttur úr Framsóknarflokki og Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, á meðal flutningsmanna. Það er líka Jón Þór Ólafsson frá Pírötum. Einu flokkarnir sem eiga fulltrúa á Alþingi sem eru ekki með flutningsmann á tillögunni eru Samfylking og Viðreisn.

Auglýsing

Sjúkrahús við Hringbraut notað sem rök

Tillagan gerir ráð fyrir því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Sambærilegar tillögur voru fluttar haustið 2016 og vorið 2017 en fengu ekki brautargengi á þingi.

Í greinargerð segir að markmið tillögunnar sé að „ þjóðin fái tækifæri til þess að segja hug sinn um málið og hafa áhrif á það hvar flugvöllurinn og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verða í fyrirsjáanlegri framtíð, m.a. með tilliti til þjóðhagslegra hagsmuna. Ljóst er að ríkir almannahagsmunir felast í greiðum samgöngum innan lands og að staðsetning flugvallarins, sem er miðstöð innanlandsflugs, hefur afar mikla þýðingu í því samhengi. Flugvöllurinn gegnir mjög mikilvægu öryggishlutverki fyrir almenning í landinu vegna sjúkra- og neyðarflugs svo og sem varaflugvöllur. Þá gegnir flugvöllurinn mjög mikilvægu hlutverki í almannavarnakerfi landsins.“

Þá er sérstaklega tiltekið að stjórnvöld hafi markað þá opinberu stefnu í heilbrigðismálum að aðeins verði byggt upp og rekið eitt hátæknisjúkrahús og það við Hringbraut í Reykjavík, í næsta nágrenni við flugvöllinn. „Greiðar samgöngur milli flugvallar og sjúkrahússins eru því afar mikilvægar.“

Á að víkja í áföngum eftir 2022

Ekki hefur verið ein­hugur um hvort að mið­stöð inn­an­lands­flugs verði áfram í Vatns­mýr­inni í Reykja­vík eða verði færð ann­að. Ráðandi öfl í Reykja­vík­ur­borg hafa lengi viljað að flug­völl­ur­inn verði færður svo hægt sé að byggja í Vatns­mýr­inni og þétta þar með höf­uð­borg­ina. Um sé að ræða verð­mætasta bygg­ing­ar­landið innan marka hennar sem sé auk þess afar mik­il­vægt fyrir þróun henn­ar.

Sam­kvæmt sam­göngu­á­ætlun er gert ráð fyrir að flug­völl­ur­inn verði þar sem hann er til 2022 en aðal­skipu­lag Reykja­vík­ur­borgar gerir ráð fyrir að hann víki í áföngum eftir það ár. Sumarið 2016 komst Hæsti­réttur Íslands að þeirri nið­ur­stöðu að íslenska ríkið þurfi að standa við sam­komu­lag sitt við Reykja­vík­ur­borg um loka norð­aust­­ur/suð­vest­­ur­-flug­braut­inni, sem stundum er kölluð neyð­­ar­braut­in, á Reykja­vík­ur­flug­velli.

Fyrsta þings­á­lykt­un­ar­til­lagan um þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una var lögð fram í kjöl­far­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent