Kristrún Heiða Hauksdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Kristrún Heiða er með BA-próf í almennri bókmenntafræði og MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem kynningar- og verkefnastjóri hjá Forlaginu og þar áður hjá Þjóðleikhúsinu.
Kristrún Heiða hefur þegar hafið störf, segir í tilkynningunni.
Auglýsing
Ráðuneytið auglýsti þann 16. desember síðastliðinn starf upplýsingafulltrúa ráðuneytisins laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 5. janúar síðastliðinn og bárust fimmtíu og átta umsóknir en níu voru dregnar tilbaka.