Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, vill að Stundin biðjist afsökunar á pistli sem Bragi Páll Sigurðarson skrifaði um Landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fór um helgina. Hann krefst þess einnig að forsvarsmenn Stundarinnar hætti að „verja þennan ósóma“ og að þeir „axli sína ábyrgð.“
Talsverðar umræður sköpuðust hér á síðunni minni í gær vegna færslu sem ég skrifaði um ótrúlega níðgrein sem birtist í...
Posted by Páll Magnússon on Tuesday, March 20, 2018
Bragi Páll skrifaði tvo pistla um fundinn sem birtust á Stundinni um helgina. Sá fyrri hét „Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna“. Í honum sagði m.a.: „Á rölti mínu í gegnum salinn rak ég augun í Benedikt Sveinsson, pabba Bjarna. Einhverra hluta vegna datt mér í hug að það eitt það sniðugasta sem þú getur gert sem barnaníðingur á Íslandi er líklega að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Þannig tryggir þú að ef upp kemst um ofbeldi þitt gagnvart börnum áttu meiri líkur á uppreistri æru. En bara hinir praktískustu pedófílar hafa látið sér detta þetta í hug. Þar sem ég sat þarna umkringdur fólki velti ég því ósjálfrátt fyrir mér hversu hátt hlutfall landsfundargesta í hringum mig væru barnaníðingar. Fékk smá hroll. Sá nokkra gesti sem höfðu tekið börnin sín með sér. Hugrakkir eða kærulausir?“
Páll var mjög óánægður með pistilinn og sagði í stöðuuppfærslu á Facebook að í „þessu felst enginn húmor, engin kaldhæðni, engin stílfimi. Ekkert nema meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni. Höfundurinn og miðillinn geta nú sameiginlega talist sjálfskipaðir handhafar „sæmdarheitisins“ sem gamall ritstjóri fann upp af öðru tilefni: endaþarmur íslenskrar blaðamennsku.“
Það var mér nokkur opinberun að sitja Landsfund Sjálfstæðismanna í fyrsta sinn um helgina. Þarna komu saman um 1200...
Posted by Páll Magnússon on Monday, March 19, 2018
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, svaraði Páli á sinni Facebook-síðu og sagði m.a. að það kæmi henni á óvart að „fyrrverandi útvarpsstjóri skuli bjóða upp á slíkan málflutning og geri engar athugasemdir við að á þræði hans sé nafngreindur maður, valdalaus einyrki og skáld, þekktur fyrir gjörninga og satíru, sagður: „fársjúkur reiður og hatursfullur maður,“ „mjög alvarlega sjúkur,“ „helsjúkur maður“. „Illa upplýstur og illa meinandi,“ „mannaumingi“. „Einstakur drullusokkur,“ „aumur,“ „vesalingur“ og „viðbjóður þessi „blaðamaður““ - „ef blaðamann skildi kalla“. Þá er hugarheimur hans sögð „klár illska,“ „hugarástandið sorglegt,“ „ekkert nema hatur, „mannfyrirlitning og heimska“.
Þetta skrifar fólk um nafngreindan mann vegna þess að því mislíkaði skrif hans. Eins og ekkert sé eðlilegra.“
Í dag sáum við þingmann ráðast að pistlahöfundi og afskrifa fjölmiðil vegna þess að honum mislíkaði skoðanapistill sem...
Posted by Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir on Monday, March 19, 2018
Bragi Páll skrifaði annan pistil um fundinn sem birtist á mánudag. Fyrirsögn hans var: „Ótti og öfgar á landsfundi: Í bönkernum með Bjarna Ben“.