Páll vill að Stundin biðjist afsökunar og hætti að „verja þennan ósóma“

Þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður allsherjar- og menntamálanefndar kallaði Stundina „endaþarm íslenskrar blaðamennsku“ vegna pistlaskrifa þar sem flokknum var skeytt saman við barnaníð. Hann vill að miðillinn biðjist afsökunar og axli ábyrgð.

Stundin og Páll
Auglýsing

Páll Magn­ús­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og for­maður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, vill að Stundin biðj­ist afsök­unar á pistli sem Bragi Páll Sig­urð­ar­son skrif­aði um Lands­fund Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem fram fór um helg­ina. Hann krefst þess einnig að for­svars­menn Stund­ar­innar hætti að „verja þennan ósóma“ og að þeir „axli sína ábyrgð.“

Tals­verðar umræður sköp­uð­ust hér á síð­unni minni í gær vegna færslu sem ég skrif­aði um ótrú­lega níð­grein sem birt­ist í...

Posted by Páll Magn­ús­son on Tues­day, March 20, 2018


Bragi Páll skrif­aði tvo pistla um fund­inn sem birt­ust á Stund­inni um helg­ina. Sá fyrri hét „Árs­há­tíð and­lega gjald­þrota auð­manna“. Í honum sagði m.a.: „Á rölti mínu í gegnum sal­inn rak ég augun í Bene­dikt Sveins­son, pabba Bjarna. Ein­hverra hluta vegna datt mér í hug að það eitt það sniðug­asta sem þú getur gert sem barn­a­níð­ingur á Íslandi er lík­lega að ganga í Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Þannig tryggir þú að ef upp kemst um ofbeldi þitt gagn­vart börnum áttu meiri líkur á upp­reistri æru. En bara hinir praktísk­ustu ped­ófílar hafa látið sér detta þetta í hug. Þar sem ég sat þarna umkringdur fólki velti ég því ósjálfrátt fyrir mér hversu hátt hlut­fall lands­fund­ar­gesta í hringum mig væru barn­a­níð­ing­ar. Fékk smá hroll. Sá nokkra gesti sem höfðu tekið börnin sín með sér. Hug­rakkir eða kæru­laus­ir?“

Páll var mjög óánægður með pistil­inn og sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book að í „þessu felst eng­inn húmor, engin kald­hæðni, engin stílfimi. Ekk­ert nema mein­fýsi, mann­fyr­ir­litn­ing og ótrú­leg rætni. Höf­und­ur­inn og mið­ill­inn geta nú sam­eig­in­lega talist sjálf­skip­aðir hand­hafar „sæmd­ar­heit­is­ins“ sem gam­all rit­stjóri fann upp af öðru til­efni: enda­þarmur íslenskrar blaða­mennsku.“

Það var mér nokkur opin­berun að sitja Lands­fund Sjálf­stæð­is­manna í fyrsta sinn um helg­ina. Þarna komu saman um 1200...

Posted by Páll Magn­ús­son on Monday, March 19, 2018


Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir, annar rit­stjóra Stund­ar­inn­ar, svar­aði Páli á sinni Face­book-­síðu og sagði m.a. að það kæmi henni á óvart að „fyrr­ver­andi útvarps­stjóri skuli bjóða upp á slíkan mál­flutn­ing og geri engar athuga­semdir við að á þræði hans sé nafn­greindur mað­ur, valda­laus ein­yrki og skáld, þekktur fyrir gjörn­inga og satíru, sagð­ur: „fár­sjúkur reiður og hat­urs­fullur mað­ur,“ „mjög alvar­lega sjúk­ur,“ „hel­sjúkur mað­ur“. „Illa upp­lýstur og illa mein­and­i,“ „mannaum­ing­i“. „Ein­stakur drullu­sokk­ur,“ „aum­ur,“ „ves­al­ing­ur“ og „við­bjóður þessi „blaða­mað­ur““ - „ef blaða­mann skildi kalla“. Þá er hug­ar­heimur hans sögð „klár illska,“ „hug­ar­á­standið sorg­leg­t,“ „ekk­ert nema hat­ur, „mann­fyr­ir­litn­ing og heimska“.

Þetta skrifar fólk um nafn­greindan mann vegna þess að því mis­lík­aði skrif hans. Eins og ekk­ert sé eðli­legra.“

Auglýsing
Hún bætti svo við að orð stjórn­mála­manna og athafnir hafi áhrif á við­horf til flokks­ins sem þeir starfi fyr­ir. „Og það er ekki sam­bæri­legt að gagn­rýna þá sem hafa völdin og að jað­ar­setja þá sem engin völd hafa.“

Í dag sáum við þing­mann ráð­ast að pistla­höf­undi og afskrifa fjöl­miðil vegna þess að honum mis­lík­aði skoð­anapist­ill sem...

Posted by Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dóttir on Monday, March 19, 2018


Bragi Páll skrif­aði annan pistil um fund­inn sem birt­ist á mánu­dag. Fyr­ir­sögn hans var: „Ótti og öfgar á lands­fundi: Í bön­k­ernum með Bjarna Ben“.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent