Páll vill að Stundin biðjist afsökunar og hætti að „verja þennan ósóma“

Þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður allsherjar- og menntamálanefndar kallaði Stundina „endaþarm íslenskrar blaðamennsku“ vegna pistlaskrifa þar sem flokknum var skeytt saman við barnaníð. Hann vill að miðillinn biðjist afsökunar og axli ábyrgð.

Stundin og Páll
Auglýsing

Páll Magn­ús­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og for­maður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, vill að Stundin biðj­ist afsök­unar á pistli sem Bragi Páll Sig­urð­ar­son skrif­aði um Lands­fund Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem fram fór um helg­ina. Hann krefst þess einnig að for­svars­menn Stund­ar­innar hætti að „verja þennan ósóma“ og að þeir „axli sína ábyrgð.“

Tals­verðar umræður sköp­uð­ust hér á síð­unni minni í gær vegna færslu sem ég skrif­aði um ótrú­lega níð­grein sem birt­ist í...

Posted by Páll Magn­ús­son on Tues­day, March 20, 2018


Bragi Páll skrif­aði tvo pistla um fund­inn sem birt­ust á Stund­inni um helg­ina. Sá fyrri hét „Árs­há­tíð and­lega gjald­þrota auð­manna“. Í honum sagði m.a.: „Á rölti mínu í gegnum sal­inn rak ég augun í Bene­dikt Sveins­son, pabba Bjarna. Ein­hverra hluta vegna datt mér í hug að það eitt það sniðug­asta sem þú getur gert sem barn­a­níð­ingur á Íslandi er lík­lega að ganga í Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Þannig tryggir þú að ef upp kemst um ofbeldi þitt gagn­vart börnum áttu meiri líkur á upp­reistri æru. En bara hinir praktísk­ustu ped­ófílar hafa látið sér detta þetta í hug. Þar sem ég sat þarna umkringdur fólki velti ég því ósjálfrátt fyrir mér hversu hátt hlut­fall lands­fund­ar­gesta í hringum mig væru barn­a­níð­ing­ar. Fékk smá hroll. Sá nokkra gesti sem höfðu tekið börnin sín með sér. Hug­rakkir eða kæru­laus­ir?“

Páll var mjög óánægður með pistil­inn og sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book að í „þessu felst eng­inn húmor, engin kald­hæðni, engin stílfimi. Ekk­ert nema mein­fýsi, mann­fyr­ir­litn­ing og ótrú­leg rætni. Höf­und­ur­inn og mið­ill­inn geta nú sam­eig­in­lega talist sjálf­skip­aðir hand­hafar „sæmd­ar­heit­is­ins“ sem gam­all rit­stjóri fann upp af öðru til­efni: enda­þarmur íslenskrar blaða­mennsku.“

Það var mér nokkur opin­berun að sitja Lands­fund Sjálf­stæð­is­manna í fyrsta sinn um helg­ina. Þarna komu saman um 1200...

Posted by Páll Magn­ús­son on Monday, March 19, 2018


Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir, annar rit­stjóra Stund­ar­inn­ar, svar­aði Páli á sinni Face­book-­síðu og sagði m.a. að það kæmi henni á óvart að „fyrr­ver­andi útvarps­stjóri skuli bjóða upp á slíkan mál­flutn­ing og geri engar athuga­semdir við að á þræði hans sé nafn­greindur mað­ur, valda­laus ein­yrki og skáld, þekktur fyrir gjörn­inga og satíru, sagð­ur: „fár­sjúkur reiður og hat­urs­fullur mað­ur,“ „mjög alvar­lega sjúk­ur,“ „hel­sjúkur mað­ur“. „Illa upp­lýstur og illa mein­and­i,“ „mannaum­ing­i“. „Ein­stakur drullu­sokk­ur,“ „aum­ur,“ „ves­al­ing­ur“ og „við­bjóður þessi „blaða­mað­ur““ - „ef blaða­mann skildi kalla“. Þá er hug­ar­heimur hans sögð „klár illska,“ „hug­ar­á­standið sorg­leg­t,“ „ekk­ert nema hat­ur, „mann­fyr­ir­litn­ing og heimska“.

Þetta skrifar fólk um nafn­greindan mann vegna þess að því mis­lík­aði skrif hans. Eins og ekk­ert sé eðli­legra.“

Auglýsing
Hún bætti svo við að orð stjórn­mála­manna og athafnir hafi áhrif á við­horf til flokks­ins sem þeir starfi fyr­ir. „Og það er ekki sam­bæri­legt að gagn­rýna þá sem hafa völdin og að jað­ar­setja þá sem engin völd hafa.“

Í dag sáum við þing­mann ráð­ast að pistla­höf­undi og afskrifa fjöl­miðil vegna þess að honum mis­lík­aði skoð­anapist­ill sem...

Posted by Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dóttir on Monday, March 19, 2018


Bragi Páll skrif­aði annan pistil um fund­inn sem birt­ist á mánu­dag. Fyr­ir­sögn hans var: „Ótti og öfgar á lands­fundi: Í bön­k­ernum með Bjarna Ben“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent