Samþykkt var á aðalfundi Íslandsbanka í dag að 13 milljarðar króna af hagnaði ársins 2017 yrðu greiddir í arð til hluthafa Íslandsbanka, sem er íslenska ríkið, en bankinn hefur þá greitt um 76 milljarða króna til hluthafa í arð frá árinu 2013.
Aðalfundur Landsbankans samþykkti í dag að bankinn greiði samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarðar króna á árinu 2018.
Annars vegar er um að ræða 15.3 milljarða króna arð vegna rekstrarársins 2017, sem samsvarar um 78% af hagnaði ársins, og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9.4 milljarða króna. Alls munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2018 því nema um 131,7 milljörðum króna.
Samanlagt nema arðgreiðslur þessara tveggja ríkisbanka því um 207 milljörðum króna á síðustu fimm árum. Ríkið eignaðist Íslandsbanka að fullu í byrjun árs 2016.
Heildar eignir Íslandsbanka voru 1.036 milljarðar króna. Útlán til viðskiptavina og lausafjársafn bankans voru samtals 92% af stærð efnahagsreiknings við lok tímabilsins.
Heildareignir Landsbankans námu á sama tíma 1.192 milljörðum króna. Heildareignir bankanna tveggja námu 2.228 milljörðum í lok árs. Ríkið er eigandi þeirra beggja, eins og áður segir, og á auk þess Íbúðalánasjóðs að öllu leyti. Heildareignir Íbúðalánasjóðs nema 762 milljörðum króna. Á heildina litið nema eignir þessara þriggja lánastofnanna því 2.990 milljörðum króna.