Vill afnema hina svokölluðu 25 ára reglu

Breytingar á regluverki framhaldsskólana eru framundan.

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

„Ég vil afnema hina svo köll­uðu 25 ára ,,reglu‘‘ við inn­rit­un ­nem­enda í fram­halds­skóla.“ 

Þetta seg­ir Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og ­menn­ing­ar­mála­ráð­herra, í aðsendri ­grein í Frétta­blað­inu í dag, en þar gerir hún stöðu fram­halds­skól­ana að umtals­efn­i. 

Frá árinu 2012 hefur fram­halds­skól­u­m verið heim­ilt að for­gangs­raða um­sóknum um skóla­vist eft­ir til­tek­inni flokkun á umsækj­end­um. Einn liður í reglu­gerð­inni kveð­ur á um að umsækj­endum 25 ára og eldri, sem njóta ekki for­gangs af öðrum ástæð­um, skuli rað­að næst­síð­ast við flokkun umsókna. 

Auglýsing

Í grein sinni segir hún að nú standi til að ein­falda reglu­verk og breyta til batn­aðar .„Nú eru drög að breyt­ingum á fyrr­greindri reglu­gerð komin í opið sam­ráð á vef sam­ráðs­gátt­ar­inn­ar. Öllum er frjálst að senda inn umsögn eða ábend­ingar um drögin í gegnum sam­ráðs­gátt­ina en mark­mið hennar er að auka ­gagn­sæi og mögu­leika almenn­ings og hags­muna­að­ila á þátt­töku í stefnu­mót­un, reglu­setn­ingu og ákvarð­ana­töku op­in­berra aðila. Þess má geta að umsækj­endum 25 ára og eldri bjóðast einnig fjöl­mörg önnur námsúr­ræði en nám í fram­halds­skóla. Þar er helst að geta fram­halds­fræðslu, sem boð­in er um allt land og lögð hefur verið áhersla á að efla og ­styrkja með auknum fjár­fram­lögum á síð­ustu árum. Þá ­geta nem­endur á þessum aldri sótt aðfara­nám í stað­námi eða fjar­námi. Við lof­uðum stór­sókn í mennta­málum og við ætl­u­m að standa við það. Það eiga því allir að kom­ast að í fram­halds­skól­un­um ­sem sækja um, upp­fylli þeir þau inn­töku­skil­yrð­i ­sem skól­arnir setja hverju sinni. Það að vera yngri en 25 ára er ekki inn­töku­skil­yrð­i,“ segir Lilja í grein sinni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent