Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segist vilja efla samstarf og samvinnu Íslands og Kína á ýmsum sviðum, og meðl annars að komið verði á beinu flugi milli Íslands og Kína.
Þetta kemur fram í viðtali við sendiherrann í Morgunblaðinu í dag.
Nefnir hann samstarfsmöguleika m.a. málefni norðurslóða, nýtingu jarðvarma og ferðaþjónustu, og í þessu öllu séu miklir möguleikar.
„Ég tel að það sé vel hægt að opna beina flugleið á milli Kína og Íslands vegna þess að það bætist sífellt í hóp þeirra sem vilja ferðast þessa leið,“ segir hann.
Ljóst má telj að opnu flugleiðar beint milli Keflavíkur og Kína yrði gríðarlega mikil lyftistöng fyrir Ísland. Mikill hagvöxtur í Kína, undanfarna tvo áratugi, hefur skapað stóran markað fyrir ferðaþjónustufyrirtæki um allan heim.
Talið er að millistéttin í Kína vaxi um 20 til 30 milljónir manna árlega, en miklar innri breytingar hafa verið á kínversku hagkerfi á undanförnum árum, með vaxandi kaupgetu almennings og nútímavæðingu lifnaðarhátta.
Kína er fjölmennasta ríki heims með tæplega 1,4 milljarða í íbúafjölda.