Frestur ríkisstjórnarinnar að renna út

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lagt fram 45 prósent þeirra frumvarpa sem þeir boðuðu með þingmálaskrá í upphafi nýs þings. Framlagningarfrestur nýrra mála rennur út um mánaðarmót.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 2017
Auglýsing

Ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar hafa lagt fram 45 pró­sent þeirra frum­varpa sem þeir boð­uðu með þing­mála­skrá í upp­hafi nýs þings. Fram­lagn­ing­ar­frestur nýrra mála rennur út um mán­að­ar­mótin en síð­asti þing­fund­ar­dagur er í dag.

 Eftir fram­lagn­ing­ar­frest þar að leita afbrigða til að leggja fram ný mál. Tveir þriðju þing­manna þurfa að sam­þykkja afbrigði, en rík­is­stjórnin hefur stuðn­ing 35 þing­manna af 63, ef Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir og Andrés Ingi Jóns­son, þing­menn Vinstri grænna eru talin með. Þrátt fyrir að hafa ekki stutt myndun núver­andi rík­is­stjórn­ar­innar hafa þau hingað til stutt öll mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en studdu þó vantraut­s­til­lögu stjórn­ar­and­stöð­unnar gegn Sig­ríði And­er­sen dóms­mála­ráð­herra.

Í mála­skrá rík­is­stjórn­ar­innar eru boðuð 110 frum­vörp á þessu þingi, auk fjölda þings­á­lykt­un­ar­til­lagna og reglu­gerða­breyt­inga. Alls hafa 50 frum­vörp komið frá rík­is­stjórn­inni það sem af er þessu þingi.

Auglýsing

Sem dæmi um frum­vörp sem beðið er eftir er breyt­ing á lögum um per­sónu­vernd, sem inn­leiðir lög­gjöf Evr­ópu­þings­ins og mun koma til fram­kvæmda þann 25. maí. Um er að ræða umfangs­mestu breyt­ingar sem gerðar hafa verið á per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf­inni í tvo ára­tugi. Einnig einnig er ann­ars frum­varps frá dóms­mála­ráð­herra beðið en það snýr að laga­breyt­ingum vegna upp­reist æru máls­ins svo­kall­aða. Boðað hefur verið frum­varp til breyt­inga á ýmsum lög­um, vegna þeirra breyt­inga sem gerðar voru á almennum hegn­ing­ar­lögum við lok síð­asta þings, sem heim­il­uðu for­seta Íslands til að veita manni, sem fengið hefur refsi­dóm sem hefur í för með sér flekkun mann­orðs, upp­reist æru.

Að auki eru stór mál, sem þó eru ekki frum­vörp, ókom­in. Þar má helst nefna fjár­mála­á­ætlun fjár­mála­ráð­herra, sem á lögum sam­kvæmt að leggja fram sem þings­á­lyktun fyrir 1. apríl ár hvert. Ekki er búist við því að áætl­unin komi fyrir þingið fyrir þann tíma og þarf því lík­leg­ast að taka hana fyrir með afbrigð­um. Fjár­mála­á­ætlun er byggð á fjár­mála­stefnu hins opin­bera, grunn­gildum hennar og skil­yrð­um. Hún felur í sér ítar­lega útfærslu á mark­miðum sem sett eru fram í þeirri stefnu, dýpkar nánar mark­mið fjár­mála­stefnu og greinir hvernig þeim verði náð frá ári til árs. Mark­mið með fjár­mála­á­ætl­un­inni er að útfæra mark­mið um tekjur og gjöld hins opin­bera og þróun þeirra.

Að auki sam­göngu­á­ætl­un, sem ráð­herra boð­aði að yrði lögð fyrir þingið í febr­ú­ar. Ekki er þó búist við áætl­un­inni frá sam­göngu­ráð­herra fyrr en í haust. Þar er um að ræða ann­ars vegar til­laga til þings­á­lykt­unar að nýrri fjög­urra ára sam­göngu­á­ætlun fyrir árin 2018 til 2021 og hins vegar til tólf ára fyrir árin 2018 til 2029. Sam­göngu­á­ætlun tekur til fjár­öfl­unar og útgjalda til allra greina sam­gangna, þ.e. flug­mála, vega­mála og sigl­inga­mála, þ.m.t. almenn­ings­sam­gangna, hafna­mála, sjó­varna, örygg­is­mála og umhverf­is­mála sam­göngu­greina. Þar skal skil­greina það grunn­kerfi sem ætlað er að bera meg­in­þunga sam­gangna og gera grein fyrir ástandi og horfum í sam­göngum í land­inu. Við gerð sam­göngu­á­ætl­unar skal m.a. byggja á þeim meg­in­mark­miðum að sam­göngur séu greið­ar, hag­kvæmar, öruggar og umhverf­is­lega sjálf­bærar auk þess sem þær stuðli að jákvæðri byggða­þró­un.

­Þing­menn hafa kvartað reglu­lega yfir of fáum málum frá rík­is­stjórn­inni. Í lok febr­úar sagði Þor­steinn Víglunds­son þing­maður Við­reisnar svo lítið að gera hjá þing­inu að „ef við værum í fisk­vinnslu væri senn­i­­lega búið að senda okkur heim vegna hrá­efn­is­skorts.“ Þor­steinn sagði fá mál á dag­skrá og þau væru ýmist smá­vægi­legar lag­fræð­ingar eða end­ur­flutt mál nær óbreytt frá fyrri rík­is­stjórn.

Athygli vekur að Lilja Alfreðs­dóttir hefur ekki lagt fram eitt frum­varp af þeim sem fimm sem þing­mála­skráin gerir ráð fyrir frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Hún hefur þó lagt fram frum­varp um afnám virð­is­auka­skatts á bæk­ur. Þá hefur Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, ekki lagt eitt frum­varp fyrir þing­ið, en þing­mála­skráin gerir hins vegar aðeins ráð fyrir tveimur málum frá hon­um, en hins vegar gríð­ar­legum fjölda þings­á­lykt­un­ar­til­lag­ana vegna Evr­óputil­skip­ana. Guð­laugur hefur lagt fram fimm þings­á­lykt­un­ar­til­lögur það sem af er þingi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent