Þorsteinn Már: Veiðigjöld taka ekki mið af núverandi aðstæðum

Forstjóri Samherja vill að íslenskur sjávarútvegur njóti sannmælis sem atvinnugrein. Hann bendir á að Orkuveita Reykjavíkur þurfi ekki að greiða sérstakt gjald fyrir afnot af vatnsauðlindum þrátt fyrir mikinn hagnað.

Þorsteinn Már Baldvinsson
Auglýsing

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, vill að íslenskur sjáv­ar­út­vegur fái að dafna í fram­tíð­inni og njóta sann­mælis sem atvinnu­grein. Hann segir að veiði­gjöld taki ekki mið af aðstæðum í umhverfi grein­ar­innar heldur þegar aðstæður hafi verið allt aðrar og betri. Þetta kom fram í ræðu sem hann flutti á aðal­fundi Síld­ar­vinnsl­unnar síð­ast­lið­inn mið­viku­dag og var birt á vef fyr­ir­tæk­is­ins í dag. Þor­steinn er stjórn­ar­for­maður Síld­ar­vinnsl­unnar og Sam­herji er stærsti ein­staki eig­andi henn­ar.

Hagn­aður Síld­ar­vinnsl­unnar árið 2017 var 2,9 millj­arðar króna. Sam­herj­a­sam­stæð­an, sem starfar á sviði sjáv­ar­út­vegs bæði hér­lendis og erlend­is, hagn­að­ist um 86 millj­arða króna á árunum 2010-2016. Árið 2016 var hagn­aður hennar fyrir afskriftir og fjár­­­magnsliði 17 millj­­arðar króna.

Þor­steinn sagði í ræðu sinni að Síld­ar­vinnslan færi ekki var­hluta af breyt­ingum á gengi krón­unn­ar, hækkun sumra kostn­að­ar­liða og sveiflum í afurð­ar­verði alþjóða­lega. Allt væru þetta þó breytur sem væri erfitt að stjórna og hafa áhrif á.

Auglýsing

Hins vegar væru aðrar breyt­ingar sem Íslend­ingar hefðu stjórn á. Þar nefndi hann til að mynda veiði­gjöld og sagði að Síld­ar­vinnslan hefði greitt 250 millj­ónir króna í slík á fyrstu fjórum mán­uðum yfir­stand­andi fisk­veiði­árs. „Veiði­gjöldin taka ekki mið af aðstæðum í umhverfi okkar í dag heldur þegar aðstæður voru allt aðrar og betri. Til sam­an­burðar borgar Orku­veita Reykja­víkur engin gjöld þrátt fyrir afnot af vatns­auð­lindum en hagn­aður hennar á síð­asta ári nam 16,3 millj­örðum króna. Í þessu sam­bandi má einnig nefna að hús­hit­un­ar­kostn­aður er mjög breyti­legur eins og alkunna er, en hluti lands­manna á kost á að kynda með heitu vatni sem óneit­an­lega er sam­eig­in­leg auð­lind þjóð­ar­inn­ar. Í Nes­kaup­stað kostar til dæmis tvö­falt meira að kynda 140 fer­metra hús en í Reykja­vík.“ Orku­veita Reykja­víkur er að öllu leyti í opin­berri eigu.

Þor­steinn tók líka dæmi af auknum kostn­aði við eft­ir­lits­mann um borð í frysti­skipi, kolefn­is­gjöld sem flot­inn þarf að greiða og stimp­il­gjöld sem greidd eru þegar ný skip eru keypt.

Hann sagði að fyr­ir­tæki eins og Síld­ar­vinnslan veiti mörgum atvinnu og skapi störf sem mörg hver eru vel launuð og eft­ir­sótt. „Marg­feld­is­á­hrif fyr­ir­tækja eins og Síld­ar­vinnsl­unnar eru ótví­ræð. Þrátt fyrir þetta verður að við­ur­kenn­ast að sátt um grein­ina er vart til staðar þó hún sé skatt­lögð langt umfram aðrar atvinnu­grein­ar. Þá ber að hafa í huga að íslenskur sjáv­ar­út­vegur er í sam­keppni við sjáv­ar­út­veg ann­arra þjóða en erlendis finnst engin hlið­stæða hvað álögur varð­ar. Von­andi fær íslenskur sjáv­ar­út­vegur að dafna í fram­tíð­inni og njóta sann­mælis sem atvinnu­grein. Það er stað­reynd að utan fjár­mála­fyr­ir­tækja og opin­berra aðila eru fjögur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hæstu skatt­greið­endur lands­ins ásamt Icelandair og Síld­ar­vinnslan er í þeim hópi.“

Sam­kvæmt nýlegri spá, sem gerð var fyrir stjórn­völd,  segir að tekjur sjáv­ar­út­vegs hafi dreg­ist saman úr 249 millj­­örðum króna árið 2016, sem var metár, í 240 millj­­arða króna í fyrra.

Sam­an­lagðar  arð­greiðslur sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja frá byrjun árs 2010 og út árið 2016 voru 65,8 millj­­arðar króna. Eigið fé þeirra frá hruni og til loka árs 2016 batn­aði um 300 millj­­arða króna. Því hefur hagur sjá­v­­­ar­út­­­veg­­ar­ins vænkast um 365,8 millj­­arða króna á örfáum árum.

Hæstu veið­i­­­gjöldin greiddi sjá­v­­­ar­út­­­veg­­ur­inn vegna fisk­veið­i­­ár­s­ins 2012/2013, en þá greiddi útgerðin 12,8 millj­­arða króna í rík­­is­­sjóð vegna veið­i­­gjalda. Árin þar á eftir lækk­­uðu gjöldin skref fyrir skref niður í 4,8 millj­­arða árið 2016.  Áætlað er að þau verði rúm­lega tíu millj­arðar króna vegna yfir­stand­andi fisk­veiði­árs.

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent