Umræðu á Alþingi um hvort lækka eigi kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga niður í 16 ár hefur verið frestað til 9. apríl.
Eins og greint hefur verið frá á vef Kjarnans í dag, þá hefur verið deilt um málið í allan dag, og en meirihluti þingmanna styður málið. Um níu þúsund kjósendur bætast við hóp kjósenda á alrinum 16 og 17 ára, nái málið fram að ganga.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vonir stóðu til þess að málið myndi klárast í dag, en af því verður ekki.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sjálf mælt fyrir frumvarpi sem felur í sér lækkun konsingaaldurs í 16 ár, og styður málið. Hún sagði í viðtali við Kjarnann í dag, að hún bæri virðingu fyrir málfrelsi þingmanna, og að málið væri ekki stjórnarfrumvarp heldur þingmannamál. Það væri hins vegar til fyrirmyndar ef fólk úr bæði minnihluta og meirihluta gæi komið sér saman mál af þessu tagi.