Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað til 9. apríl

Hart hefur verið tekist á um málið, en útlit var fyrir að greidd yrðu atkvæði um það í dag.

7DM_5744_raw_170912.jpg Alþingi 12. september 2017. Andrés Ingi Jónsson
Auglýsing

Umræðu á Alþingi um hvort lækka eigi kosn­­inga­ald­ur til sveit­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­inga niður í 16 ár hef­ur verið frestað til 9. apr­íl. 

Eins og greint hefur verið frá á vef Kjarn­ans í dag, þá hefur verið deilt um málið í allan dag, og en meiri­hluti þing­manna styður mál­ið. Um níu þús­und kjós­endur bæt­ast við hóp kjós­enda á alrinum 16 og 17 ára, nái málið fram að ganga.

Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Vinstri grænna, er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins.

Auglýsing

Vonir stóðu til þess að málið myndi klár­ast í dag, en af því verður ekki. 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, hefur sjálf mælt fyrir frum­varpi sem felur í sér lækkun kons­inga­ald­urs í 16 ár, og styður mál­ið. Hún sagði í við­tali við Kjarn­ann í dag, að hún bæri virð­ingu fyrir mál­frelsi þing­manna, og að málið væri ekki stjórn­ar­frum­varp heldur þing­manna­mál. Það væri hins vegar til fyr­ir­myndar ef fólk úr bæði minni­hluta og meiri­hluta gæi komið sér saman mál af þessu tag­i. Meira úr sama flokkiInnlent