120 milljóna króna styrkur til rannsóknar á áhrifum hryðjuverkaógnar

Þrír fræðimenn við Félagsvísindasvið HÍ og norrænir samstarfsfélagar þeirra hafa fengið rúmlega 120 milljóna króna styrk til að rannsaka áhrif hryðjuverkaógnar á borgara og einnig áhrif lagasetningar gegn hryðjuverkum á viðhorf til lýðræðis.

haskoli-islands_14504038155_o.jpg
Auglýsing

Þrír fræði­menn við Félags­vís­inda­svið Háskóla Íslands og nor­rænir sam­starfs­fé­lagar þeirra hafa fengið rúm­lega 120 millj­óna króna styrk frá Nor­d­forsk til að rann­saka áhrif hryðju­verkaógnar á borg­ara og einnig áhrif laga­setn­ingar gegn hryðju­verkum á við­horf fólks til lýð­ræðis og trausts á stjórn­völd­um. Af heild­ar­styrknum til verk­efn­is­ins koma 32,5 millj­ónir króna í hlut Háskóla Íslands.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Háskóla Íslands. 

Eitt þeirra þriggja verk­efna sem hljóta styrk er „Hryðju­verkaógn á Norð­ur­lönd­un­um: Áhrif á borg­ara, laga­setn­ingar og lög­mæt­i,“ segir í til­kynn­ing­unni. Meðal aðstand­enda þess eru þau Guð­björg Andrea Jóns­dótt­ir, for­stöðu­maður Félags­vís­inda­stofn­un­ar, Hulda Þór­is­dótt­ir, dós­ent í stjórn­mála­fræði, og Gunnar Helgi Krist­ins­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði. Verk­efnið lýtur for­ystu Dag Arne Christen­sen frá UNI Res­e­arch AS í Nor­egi en auk þeirra koma fræði­menn Háskól­anum í Bergen og Gauta­borg­ar­há­skóla að verk­efn­inu.

Auglýsing

Meg­in­rann­sókn­ar­spurn­ing verk­efn­is­ins er hversu vel lýð­ræð­is­ríki geti staðið af sér þá ógn sem þau standa frammi fyrir vegna hryðju­verka. Í verk­efn­inu verður leit­ast við að svara henni með grein­ingu fyr­ir­liggj­andi gagna úr fjöl­þjóð­legum spurn­inga­könn­unum og söfnun nýrra gagna í þremur rann­sókn­ar­verk­efnum sem hafa eft­ir­far­andi þemu. Í fyrsta lagi er spurt hvort ótt­inn við hryðju­verk hafi það mikil áhrif á borg­ara að þeir séu til­búnir til að fórna borg­ara­legum rétt­ind­um. Í öðru lagi hversu mikil áhrif laga­setn­ingar hafi gegn hryðju­verkum á við­horf fólks til lýð­ræðis og traust þess á stjórn­völdum og lög­mæti þeirra og í þriðja lagi hver tengsl mis­mun­andi stjórn­skipu­lags og ótta borg­ara séu við hryðju­verk.

„Lýð­ræð­is­ríkj­um, þar á meðal nor­rænu ríkj­un­um, stendur mikil ógn af hryðju­verkum sem skapa þrýst­ing á lýð­ræð­is­lega kjörin stjórn­völd. Eitt af mik­il­væg­ustu verk­efnum þeirra er að tryggja öryggi borg­ar­anna. Ef borg­arar upp­lifa óör­yggi og að lögum og reglum sé ekki fram­fylgt getur það grafið undan trausti á stjórn­völd­um. Aðgerðir til að tryggja öryggi borg­ara geta þó einnig grafið undan grunn­stoðum lýð­ræð­is­ins. Harðar aðgerðir eins og hús­leitir án heim­ilda, hand­tök­ur, síma­hler­anir og langt gæslu­varð­hald án dóms­úr­skurðar geta legið beint við til að tryggja öryggi borg­ar­anna en um leið eru þær í and­stöðu við borg­ara­leg rétt­indi. Mikil tog­streita getur því skap­ast á milli örygg­is­sjón­ar­miða og frels­is­sjón­ar­miða í ríkjum sem byggja á lýð­ræð­is­gild­um,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Nor­d­forsk er nor­ræn stofnun sem starfar á vegum Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar og hefur umsjón með og styrkir rann­sókna­samt­arf á Norð­ur­lönd­um. Stofn­unin úthlut­aði á dög­unum þremur styrkjum til rann­sókna sem tengj­ast örygg sam­fé­laga á Norð­ur­löndum undir áætl­un­inni The Und­erp­inn­ings of Nor­dic Soci­etal Security. Alls bár­ust 17 umsóknir um styrki úr áætl­un­inni en rann­sókn­ar­verk­efnin þrjú sem fengu styrk að þessu sinni fá hvert um sig 9,5 millj­ónir norskra króna, jafn­virði um 124 millj­óna íslenskra króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent