Fjárfesting í rannsóknum er fjárfesting í framtíðinni

Ingileif Jónsdóttir, prófessor og frambjóðandi Vinstri grænna, skrifar um fjárfestingar í rannsóknum og mikilvægi þeirra fyrir nýsköpun og atvinnulíf.

Auglýsing

Vís­inda­rann­sóknir hafa það meg­in­mark­mið að afla nýrrar þekk­ingar og eru mik­il­væg und­ir­staða fram­þró­un­ar. Þær eru hluti af menntun vís­inda­manna, skapa ný verk­færi og aðferðir til þekk­ingaröfl­un­ar, hag­nýt­ingar og nýsköp­unar fyrir atvinnu­líf og getu sam­fé­lags­ins til að leysa marg­vís­legar áskor­anir og geta haft mikil jákvæð áhrif á efna­hag.

Fjár­mögnun rann­sókna á Íslandi

Rann­sóknir á Íslandi hafa verið van­fjár­magn­aðar í ára­tugi, og ekki nægur stuðn­ingur við reynslu­mikið vís­inda­fólks, ungt fólk í dokt­ors­námi og þau sem koma heim eftir nám og þjálfun erlendis og vilja taka þátt í efl­ingu vís­inda­starfs hér heima. 

Í nýlegri skýrslu Vís­inda­fé­lags Íslands, Reykja­vík­ur­Aka­dem­í­unnar og félags dokt­orsefna og nýrann­sak­enda við Háskóla Íslands um grunn­rann­sóknir á Íslandi segir „Síð­ast­liðið ár hafa vonir vaknað um að þetta gæti færst til betri veg­ar, til dæmis vegna auk­inna fram­laga til rann­sókna og þró­unar á grund­velli nýsköp­un­ar­stefnu stjórn­valda en þó vantar sterk­ari skuld­bind­ingu af hendi stjórn­valda svo grunn­rann­sóknir megi efl­ast. Mik­il­vægt er að þessu sé fylgt eftir á næstu árum þannig að grunn­rann­sóknir á Íslandi hljóti nauð­syn­legan stuðn­ing.“

Auglýsing
Markmið Vís­inda- og tækni­ráðs er að heild­ar­fjár­mögnun rann­sókna og þró­unar verði 3% af vergri lands­fram­leiðslu, eins aðild­ar­lönd Evr­ópu­sam­bands­ins stefna að. Sam­kvæmt fyrr­nefndri skýrslu var 2,1% af vergri lands­fram­leiðslu varið í rann­sóknir og þróun 2018, þar af 0,45% til grunn­rann­sókna.  Fjár­fest­ing í rann­sóknum og þróun var 2,35% af vergri lands­fram­leiðslu 2019 og hefur aldrei verið hærri.  Umsóknum í Rann­sókna­sjóð sem fengu styrki fækk­aði árlega frá 2015 til 2019 en fjölg­aði aftur veru­lega 2020 og 2021. Þrátt fyrir auknar fjár­veit­ingar til sjóðs­ins, m.a. með aðgerða­pakka rík­is­stjórn­ar­innar vegna heims­far­ald­urs COVID-19, var aðeins um helm­ingur þeirra umsókna í Rann­sókna­sjóð sem fengu hæstu ein­kunn sem hlaut styrki árið 2020. Þótt fjár­magn til Rann­sókna­sjóðs, Tækni­þró­un­ar­sjóðs og Inn­viða­sjóðs hafi auk­ist veru­lega á kjör­tíma­bil­inu, þarf meira til.

Sam­keppn­is­sjóðir reknir af sjálfs­eign­ar­stofn­unum gegna víða mik­il­vægu hlut­verki í  fjár­mögnun rann­sókna, s.s. Wal­len­berg stofn­unin í Sví­þjóð, Novo Nor­disk og Carls­berg-­sjóð­ur­inn í Dan­mörku og Wellcome Trust í Bret­landi. Slíkir rann­sókna­sjóðir eru fáir og smáir hér­lendis og þyrfti að liðka fyrir stofnun slíkra sjóða með skatta­af­slætti til þeirra sem leggja fé til rann­sókna.

Vís­inda- og tækni­ráð undir for­ystu Katrínar Jak­obs­dóttur hefur aukið fjár­fest­ingar í vís­indum og nýsköp­un 

Í nýsköp­un­ar­stefnu stjórn­valda frá 2019 og stefnu rík­is­stjórn­ar­innar í Vís­indum og tækni 2020-2022 var boðuð aukn­ing á fjár­mögnun rann­sókna og þró­un­ar. Vís­inda- og tækni­ráð hefur aukið veru­lega fjár­magn til grunn­rann­sókna, tækni­þró­un­ar, upp­bygg­ingar rann­sókna­inn­viða og nýsköp­unar á kjör­tíma­bil­inu:

 • Fram­lög á fjár­lögum til nýsköp­unar og rann­sókna juk­ust um 130% á kjör­tíma­bil­inu, úr 12 millj­örðum króna 2017 í 28 millj­arða kr. 2021.
 • Með stefnu­mörkun og áherslum Vís­inda- og tækni­ráðs voru sam­keppn­is­sjóðir í rann­sókn­um, nýsköpun og þróun efldir; Rann­sókna­sjóð­ur, Inn­viða­sjóður og Tækni­þró­un­ar­sjóð­ur. 
 • Þrjár mark­á­ætl­anir rann­sókna á sviði sam­fé­lags­legra áskor­ana voru styrktar með a.m.k. 300 m.kr. á ári í þrjú ár; umhverfi, líf­ríki og lofts­lag, heilsa og vel­ferð, líf og störf í heimi breyt­inga.
 • Sér­stakur mat­væla­sjóður var stofn­aður til að styðja við nýsköpun og þróun í mat­væla­iðn­aði, með 637 m.kr. fram­lagi  2021.
 • End­ur­greiðslur á rann­sóknar og þró­un­ar­kostn­aði juk­ust um 3,7 millj­arða kr. milli áranna 2020 og 2021.
 • Hvata­sjóð­ur­inn Kría var stofn­aður til að tryggja sam­fellu í fjár­mögn­un­ar­um­hverfi frum­kvöðla og nýsköp­un­ar, með 1,35 millj­arða kr. fram­lagi 2021. 
 • Rann­sókn­ar­inn­viðir hafa verið efldir með veg­vísi að rann­sókna­innvið­um, inn­leið­ingu upp­lýs­inga­kerfa og opnum aðgangi að rann­sókn­ar­nið­ur­stöðum og rann­sókn­ar­gögn­um.

Fjár­mögnun háskóla

Háskóla­nám er grund­völlur vís­inda­mennt­unar og þjálf­un­ar. Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hefur aukið fjár­fram­lög til háskóla­stigs­ins veru­lega á kjör­tíma­bil­inu:

 • Fram­lög á fjár­lögum til háskóla­stigs­ins juk­ust úr 32,4 millj­örðum kr. 2017 í 42,5 millj­arða kr. 2021 (um 31%).
 • Fram­lag til háskóla og Nýsköp­un­ar­sjóðs náms­manna var aukið til að bregð­ast við áhrifum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, og gefa ungu fólki tæki­færi til að auka þekk­ingu og hæfni á vinnu­mark­aði.

Háskóla­ráð Háskóla Íslands lýsti því yfir í febr­úar 2020 að fjár­mögnun á hvern nem­anda skól­ans hefði náð með­al­tal OECD landa, og lagði áherslu á mik­il­vægi áfram­hald­andi auk­innar fjár­mögn­unar skól­ans til að ná sam­bæri­legri fjár­mögnun við aðra háskóla á Norð­ur­lönd­um.

Fjár­mögnun rann­sókna á Íslandi með styrkjum úr erlendum sam­keppn­is­sjóðum

Íslenskir vís­inda­menn hafa náð miklum árangri í sókn í erlenda sam­keppn­is­sjóði eins og sam­starfs­á­ætlun Evr­ópu­sam­bands­ins Horizon 2020. Fjár­fest­ing ESB í verk­efnum styrktum af Horizon 2020 sem íslenskir aðilar hafa tekið þátt í nemur um 1,1 millj­arði evra, þar af námu beinir styrkir til íslenskra styrk­þega 130 millj­ónum evra. Um 20% umsókna (289 af 1397) með íslenskri þátt­töku voru styrktar af Horizon 2020, sem er 4-5% hærra árang­urs­hlut­fall en hjá öðrum Norð­ur­landa­þjóðum og með­al­ár­angri Evr­ópu­landa. Nokkrir íslenskir vís­inda­menn hafa fengið mjög stóra rann­sókna­styrki frá Heil­brigð­is­stofnun Banda­ríkj­anna (National Institute of Health, NIH), Vís­inda­stofnun Banda­ríkj­anna (National Sci­ence Founda­tion, NSF) og ýmsum erlendum styrkt­ar­sjóðum og stofn­un­um. Þá hafa hafa íslenskir vís­inda­menn verið virkir í nor­rænu rann­sókna­sam­starfi styrktu af Nor­d­For­sk.

Þessi sókn­ar­ár­angur hefur skilað mik­il­vægum tæki­færum fyrir vís­inda­menn og nem­end­ur, miklum fjár­hags­legum ávinn­ingi, þekk­ingu og nýsköp­un. 

Stefna Vinstri grænna í rann­sóknum og nýsköpun er metn­að­ar­full og raun­hæf:

 • Áfram verði aukin fram­lög til Rann­sókna-, Tækni­þró­un­ar- og Inn­viða­sjóðs og  Nýsköp­un­ar­sjóðs náms­manna. Fram­lög til nýsköp­unar nái a.m.k. 3% af vergri lands­fram­leiðslu árlega, sem er það mark­mið sem ESB löndin hafa sett sér.
 • Mark­á­ætlun á sviði vís­inda og tækni verði stór­efld með tvö­földun fram­laga á næsta kjör­tíma­bili. Mark­á­ætlun verði mark­visst beitt til að styðja við rann­sóknir á grænum lausnum og öðrum stórum sam­fé­lags­legum áskor­un­um. 
 • Nýsköp­un­ar­stefna og stuðn­ings­kerfi stjórn­valda taki mið af og styðji við lofts­lags­mark­mið Íslands.
 • Almanna­þjón­usta geti verið í sífelldri end­ur­nýjun og svig­rúm veitt til nýsköp­unar innan henn­ar. Sér­stök áhersla verði á að styðja við nýsköpun í heil­brigð­is­kerf­inu og vel­ferð­ar­þjón­ustu á næstu árum.
 • Hvötum verði beitt til nýsköp­unar og grænna umbreyt­inga þvert á atvinnu­grein­ar.
 • Mótuð verði gervi­greind­ar­stefna fyrir Ísland í sam­ráði við almenn­ing og lögð áhersla á að sam­fé­lagið stjórni tækn­inni en ekki öfugt.
 • Nýsköp­un­ar­hugsun verði ræktuð á öllum skóla­stig­um. Öfl­ugt mennta­kerfi er for­senda nýsköp­unar og fjár­mögnun þess þarf alltaf að tryggja. 

Mik­il­vægt er að næsta rík­is­stjórn haldi áfram að auka fjár­fest­ingar í vís­inda­rann­sóknum og nýsköp­un, til þekk­ingaröfl­unar og hag­nýt­ingar fyrir atvinnu­líf og getu til að leysa mik­il­vægar sam­fé­lags­legar áskor­an­ir.

Mynd 1.

Höf­undur er pró­fessor í ónæm­is­fræði við lækna­deild Háskóla Íslands og deild­ar­stjóri hjá Íslenskri erfða­grein­ingu. Hún er í 19. sæti á lista Vinstri grænna í Reykja­vík suð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar